Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 101
Mea culpa, mea maxima culpa ...
Gail Unterberger er bandarískur sálusorgari, femínisti og óvirkur alko-
hólisti sem hefur skrifað um tólf spora kerfið. Hún segir að sumir trú-
lausir alkar eigi erfitt með að taka þann trúarlega boðskap sem felist í
kerfinu gildan og sumir femínistar eigi erfitt með að sætta sig við það hve
karlmiðað kerfið er. Fyrra atriðið hafi verið tekið alvarlega en það síðara
ekki. Tólf spora kerfið byggi á sambandi manns og guðs sem kreþist full-
kominnar undirgefni með vísun í samband föður og sonar í feðraveldi
sem ekki er dregið í efa. Þessar reglur séu barn síns tíma (eins og dóms-
málaráðherra myndi segja). Þetta séu líka valdaafstæður sem sé erfitt að
kyngja fyrir konur sem hafi verið barðar til undirgefni og þurfi sjálfstyrk-
ingu frekar en allt annað, hjálp og stuðning hópsins. í tólf spora kerfinu
sé gert ráð fyrir einmana leit einstaklingsins að sáluhjálp sem lýkur með
því að hann ríður inn í sólarlagið, og þó aðrir geri það líka er það ekki
sameiginlegt ferðalag. Unterberger gagnrýnir innbyggða hugmyndafræði
og valdaafstæður tólfsporakerfisins og endurritar sporin síðan út frá
reynslu sinni af sálusorgun kvenna. Hún undirstrikar að hún sé tryggur
stuðningsmaður AA samtakanna sem verði seint oflofuð og það sé ekki
markmið sitt að hafna kerfinu heldur endurskoða það.22
Ég held ég hafi ekki lesið ævisögu karlmanns sem gengur jafn nærri sér
og þær sögur sem hér hefur verið talað um og ég get ekki annað en spurt
hvort falli hér saman í eins konar „mission impossible“ tvö ósamræman-
leg markmið. Annars vegar sé hin persónulega sannleikskrafa tólf spora
kerfisins sem líkist Rousseauhefðinni. Hins vegar er hin samfélagslega
sannleikskrafa sem á rætur í trúarlegum bókmenntum og kennd hefur
verið við Ágústínus. Þar er sögð saga til viðvörunar og eftirbreytni fyrir
fjöldann svo að hann megi sjá ljósið. Hvaða Ijós? Á dögum Rauðsokka-
hreyfingarinnar var það ljós kvenfrelsisins. Góð játningabók átti að enda
á því að söguhetjan bryti af sér hlekki karlveldisins. Þó að játningabækur
tuttugustu og fyrstu aldarinnar þekki þessa stóru frásögn kvennahreyf-
ingarinnar trúa þær að því er virðist ekki á hana. Söguhetjurnar skoða sig
sem einstaklinga, ekki hluta af sögulegri hreyfingu, en ef til vill eru þær
það engu að síður.
Allar konurnar þrjár skara fram úr, hver á sínu sviði, allar trúa þær
innst inni að þær séu framúrskarandi og það er kjarninn í þeirra per-
sónulegu sögu. Þær gefa dauðann og djöfulinn í hefðbundin kvenhlut-
verk og kyngervi. Og þær reka sig á vegg. Sögur þeirra segja frá reiði, geð-
veiki, fíkn og ósjálfstæði. Fyrir þetta eru þær samfélagslega fordæmdar og
vita það en kjósa samt að stíga fram og segja sannleikann. En hann er
ekki „samfélagsvænn". Bækur Lindu Pétursdóttur og Ruthar enda á sátt
og aðlögun og bók Lindu Vilhjálms endar í Skálholtskirkju baðaðri í
TMM 2004 • 2
99