Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 111
Bókmenntir Kristján Árnason Mörk mennskunnar Sjón: Skugga-Baldur. Þjóðsaga. Bjartur 2003. í þjóðtrúnni, ef ég man rétt, er orðið „skuggabaldur“ skilgreint sem afkvæmi hana og tófu. I nýrri bók eftir Sjón sem nefnist Skugga-Baldur virðist þó sögu- hetjan, séra Baldur Skuggason, að minnsta kosti við fyrstu kynni, vera afkvæmi hvorugs, þar sem titillinn „séra“ hlýtur að taka af öll tvímæli um mennsku hans, þó að greinilega sé skotvopnið sem hann mundar á síðum bókarinnar honum tiltækara en Heilög ritning. Vopnið er einnig til marks um að maðurinn sé yfirboðari dýraríkisins, ekki síst þar sem hann í upphafskafla bókarinnar beinir því í veiðihug að höfuðóvini landsins barna, sjálfri lágfótu sem bítur bóndans fé og kraftaskáld fyrri alda beittu rímlist sinni gegn með nokkrum árangri. En þó að söguhetjan sé betur vopnvædd en kraftaskáldin forðum, þá dregst viðureignin talsvert á langinn og verður æ tvísýnni er á líður, og mörkin milli beggja, byssumanns og veiðidýrs, æ óskýrari en skyldleikinn að sama skapi ljósari, þar sem báðir aðilar eru á varð- bergi og forðast að láta of mikið á sér bera gagnvart hinum, ekki síst þá er veiði- maðurinn tekur upp á því að setja sig í harla dýrslegar stellingar, sem við eignum hundum, eða fer jafnvel að jarma, meðan aftur veiðidýrið beitir æ meir þeim sér- stöku vitsmunum sem refir og menn eiga sameiginlega. Það er því engu líkara en að í aðsigi sé það sem nefnt hefur verið hamskipti eða metamorfósis og hermir frá í fornum bókum þar sem maður bregður sér í líki dýrs eða öfugt, dýr verður að manni, nema hvort tveggja gerist í senn. Áður en það verður, ríður skotið loks af á síðu þrjátíu og sjö, og mætti ætla að þar hafi sigur mennskunnar unnist. En þeir sem hafa búist við svo skjótum úrslitum með fræknum sigri kenni- mannsins, verða að bíta í það súra epli að skeyti af þessu tagi, jafnt byssukúlur sem önnur, geta verið býsna lengi á leiðinni í skáldskap í línum talið, allt frá bogskoti Pandarosar hjá Hómer forðum, og hæff sína bráð ekki fýrr en höfundi, sem ævinlega sér sér hag í að halda lesanda í spennu, þóknast. Og því kýs Sjón, að hætti góðra sagnamanna, á þeim tímapunkti er skotið ríður af að víkja sög- unni inn í annað og beinlínis andstætt umhverfi og það meira að segja aftur í tímann, nánar tiltekið frá 9.-11. janúar 1883 til 8.-9. janúar sama árs. Notaleg stofan á bæ Grasa-Friðriks þar sem húsbóndinn er nostursamlega að hita te TMM 2004 ■ 2 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.