Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 112
Bókmenntir handa þroskaheftum gesti sínum verður sterk andstæða við ískaldan skollaleik manns og tófu úti á eyðihjarni, og jafnframt kemur æ betur í ljós að hliðarper- sónan Friðrik er í einu og öllu andstæða titilhetjunnar séra Baldurs, þar sem hann er ekki óbilgjarn, vígður embættismaður heldur próflaus Hafnarstúdent með lótuspípu í munni í stað riffils í hendi, ekki strangur kennimaður heldur grasafræðingur og húmanisti sem sinnir jafnt lifendum sem framliðnum á annan og nærgætnari hátt en að aga þá og typta og kasta yfir þá rekum í utan- bókarlærðri seremóníu. Hér eru sem sagt dregnar upp mjög svo andstæðar og jafnframt skýrar per- sónur, sem í fljótu bragði virðast ekki geta átt mikið saman að sælda, þar sem þessir herramenn taka jafnan á sig stóran krók til að forðast að verða hvor á ann- ars vegi, og það þó að þeir búi í einum og sama dalnum, annar á Botni en hinn þar sem heitir Brekka. En til að dragi til tíðinda milli þeirra og þeim sé raunverulega teflt saman þurfa að koma til sögunnar smælingjar þessa heims, hvort sem við nefnum þá vangefna eða „hálvita“ eins og höfundur eða fábjána eins og prófasturinn, þar sem þeir í umkomuleysi sínu hljóta að verða prófsteinn á það sem við getum kallað mennsku hinna. Eins og nærri má geta verður framkoma þeirra við smæl- ingjana með ærið misjöfnu móti, og kemur þá ekki á óvart að það sé grasafræð- ingurinn sem þar á vinninginn, en í leiðinni tekst höfundi að veita okkur nokkra innsýn inn í annarlegan hugarheim okkar minnstu bræðra og systra og gera hann ljóslifandi á frumlegan hátt, svo sem með afbökunum mælts máls eða þá með því að finna upp handa þeim sérstakt tungumál við hæfi. Hér skal engum, hvorki höfundi né væntanlegum lesendum, gerður sá bjarn- argreiði að rekja söguþráðinn nánar í einstökum atriðum, enda koma ekki öll kurl til grafar fýrr en í lokakaflanum, en við getum velt því fyrir okkur hvort Sjón sé í mun að draga fram andstæður í íslensku þjóðlífi á nítjándu öld eða í þjóðarsálinni og skipa sér í flokk þeirra mörgu höfunda sem leggja allt kapp á að seiða fram íslenska fortíð og færa hana nær nútímalesendum. Svo kann vel að vera að einhverju leyti en hér fer þó höfundur aðra leið en flestir, sem er leið skáldlegs ímyndunarafls fremur en heimildagrúsks, og fyrir vikið öðlast bæði persónur og atvik jafnframt þá almennu og víðu skírskotun sem er einungis á færi skáldskaparins, hversu kirfilega svo sem atburðirnir eru hér staðsettir í tíma, jafnvel upp á dag, og hversu rammþjóðlegt svo sem þetta umhverfi kann að virð- ast. Og vissulega má heimfæra margt í sögunni upp á okkar tíma ekki síður en öldina nítjándu, þar sem harðýðgin hefúr síst látið undan síga, þótt hún sé ekki endilega hempuklædd. Þó skal ekki einblínt of mikið á þau atriði sögunnar sem snerta mannleg sam- skipti í þjóðlegu umhverfi, því hér mætti líka skoða hlutina í víðara samhengi sem viðureign manns og náttúru þar sem snjórinn verður í senn einskonar um- gjörð um mannlíf og dýraríki og jafnframt táknrænn fyrir þann kulda sem þar ríkir í þeli og samskiptum beggja, en í lokakaflanum dregur heldur betur til tíð- inda þar sem upphefjast hrikaleg og mikilfengleg átök milli snævar og manns þar sem ýmsum veitir betur. Hér gæti lesanda orðið hugsað til annars klerks sem 110 TMM 2004 ■ 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.