Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 119
Bókmenntir gagnvart sjálfum sér og hæðist reglulega að eigin göllum sem gerir hann að þeim kjarna sögunnar sem auðvelt er að fá samúð með. Önnur mikilvæg persóna er lögreglukonan Katrín en í bókinni er fengist við baráttu kynjanna innan lögreglunnar. Umræðan um það efni hefur heldur dýpkað frá því að hún kom fyrst upp í íslenskum glæpasögum, sem líklega var í Heitum snjó effir Viktor Arnar Ingólfsson (1982). Katrín er settur yfirmaður þegar Stefán, aðalvarðstjóri, ætlar í sumarfrí. Þetta hleypir illu blóði í ýmsa starfsbræður hennar, einkum þó Guðna, sem er eldri karlmaður, hefur starfað lengi hjá rannsóknarlögreglunni og telur sig langt á undan Katrínu í „röðinni". Hún áttar sig sjálf á þeirri óþægilegu stöðu að vera ráðin einmitt vegna þess að hún er kona og það þarf að laga kynjahlutfallið, en skynja á sama tíma kvenfyrirlitningu ýmissa samstarfsmanna sinna: „í þeirra augum var hún ekki fullgildur kollega heldur kvótakelling og hún efaðist um að það mundi breytast í bráð.“ (24) Stefán er dreginn skýrum dráttum sem afslappaður og reyndur lögreglu- maður; ávallt með derhúfu á hausnum og maulandi vínarbrauð sem hann hefur miklar skoðanir á. Hann er ekki að stressa sig um of á glæpamálunum enda hok- inn af reynslu og hefúr mun meiri áhyggjur af að komast ekki í sumarfrí með heittelskaðri konu sinni. Hann minnir á Maigret hinn franska sem veit að allt fer þetta einhvern veginn eða jafnvel Melander í sögum Sjöwall og Wahlöö sem er nákvæmur í hugsun og með fílsminni en forðast vesen. Aukapersónur eru ágætlega skýrar. Guðni er bitur karlremba sem talar eins og unglingur í veikri von um að virðast „nútímalegri“; Friðrik er hálfgildings fasisti og regludýrkandi og yfirmaðurinn Svavar er óttaleg silkihúfa sem fer á leiðtoga- námskeið til að geta stjórnað betur en er meira fyrir að sýnast en að vera. Minnir hann nokkuð á Malm, yfirmann lögreglunnar í sögum Sjöwall og Wahlöö. Aðrar persónur sem tengjast málinu eru sömuleiðis skýrar, einkum athafnamaðurinn Steinar fsfeld Arnarson sem veit að meiru skiptir að virðast ríkur en vera ríkur og á konu í samræmi við það, númer 2 í keppninni um Ungfrú ísland. Eitt eiga þó allar persónur sameiginlegt: þær svitna stanslaust; svitinn perlar á enni fólks, það er með svitabletti í handarkrikum og svitalyktin svífur yfir vötnum. Svitinn á hugsanlega að auka spennuna (streita kallar fram svita) eða skapa ísland sem minnir á Suðurríki Bandaríkjanna (þrátt fyrir allt er ekki svo heitt á íslandi í júní!), en þetta gerir myndina af löggum og grunuðum fremur óaðlaðandi. Stíllinn er talmálslegur og talsvert er um slettur og óformlegt málsnið; menn „fíra“ upp í sígarettum, hver einasta lögga á landinu er á „útkíkkinu“ og hlutirnir eru „algjörlega fáránlegir“. Notkun á talmáli er markviss og textinn verður sjaldan stirður þó að óvíst sé að slettur og tískuorð eldist vel. Sagan sjálf byggist fremur á persónum en sterkri fléttu. Þræðirnir eru þó flétt- aðir saman á sannfærandi hátt í sögulok og þó að höfundur leyfi sér að vera dá- lítið ævintýralegur í lausninni er sagan trúverðug allt til enda. Svartir englar er stórt skref fram á við frá Skítadjobbi og til marks um enn eina hressandi rödd í hópi íslenskra glæpasagnahöfunda. TMM 2004 • 2 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.