Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 126
Myndlist Listasöfn eru þær stoínanir innan listheimsins sem hafa verið sér best meðvitaðar um þetta og ffaman af 20. öld þótt sjálfsagt að þau biðu og fylgdust með því sem verða vildi þegar nýjar stefnur og ný listform komu fram í stað þess að taka virkan þátt í gerjuninni. Ég held óhætt sé að fullyrða að flest nútímalistasöfh eru fyrir löngu horfin frá þessari stefnu. Listasafh íslands hefur hins vegar lengst af fylgt því að taka helst ekki afstöðu til nýrrar listar og fylgist þar af leiðandi oft iha með. Því hefur Ólafur Kvaran, núverandi safnstjóri, eflaust verið í góðri trú þegar hann hélt því ffarn um íslenska videólist í viðtali við Morgunblaðið fyrir fjórutn árum að einu ís- lensku listamennirnir sem unnið hefðu af alvöru að þessari listgrein væru Magnús Pálsson og Steina Vasulka.6 Það sem aðrir hafa gert kallar Ólafur „þreifingar“. Það þyrmdi því nánast yfir mig þegar ég hitti Ástu Ólafsdóttur myndlistar- mann til að ræða um vídeóverk sem ég hafði séð eftir hana í safninu.7 Ég áttaði mig á því að það sem ég og félagar mínir í raflistafélaginu Lornu erum að fást við í dag á ekki eftir að ná eyrum íslenska listheimsins í bráð ef þróunin verður áfram með sama hætti. Verk þeirra listamanna sem starfa innan félagsins þykja enda svo skrítin og óskiljanleg að gagnrýnandi Morgunblaðsins treystir sér ekki einu sinni til að nefna þau á nafn.8 Eftir að hafa talað við Ástu fannst mér að viðeigandi gæti verið að láta grein- ina heita „Hvers vegna eru engir miklir vídeólistamenn á íslandi?“ og tengja um- fjöllunarefnið við umræðuna um útrás íslenskrar myndlistar. Tenginguna mætti síðan undirstrika með orðum Braga Ásgeirssonar sem hefur bent á að ekki gangi „að byrja á þakinu þegar háhýsi er byggt“.9 Til að skýra þetta nánar mætti um- orða spurninguna: „Hvernig stendur á því að á íslandi eru engir miklir mynd- Í listarmenn?“. Hér er átt við að við eigum hvorki jafnoka Picassos, Cézannes né Munchs. Það dugir ekki eigna sér Matthew Barney og Ólaf Elíasson því engar hérlendar stofnanir - hvorkir skólar, ráðuneyti, gagnrýnendur né söfn - eiga beinan þátt í velgengni þeirra. Þess í stað væri nær að spyrja hvernig á því standi að enginn Ólafur skuli hafa sprottið upp úr íslensku myndlistarumhverfi. Varla er eina skýringin sú að enginn hefur séð um kynningu á íslenskum myndlistar- mönnum í útlöndum fram að þessu? í tilraun til að færa rök fýrir því að fleira skiptir máli en kynning ætla ég nú að snúa mér að því að leita svara við spurningunni um hvernig á því standi að á íslandi hafi ekki orðið til mikil vídeólist. Ef hægt er að svara þeirri spurningu með sannfærandi hætti gæti það einnig gagnast sem svar við almennu spurning- unni um skortinn á miklum íslenskum myndlistarmönnum. Spurningin um mikilleikann er ekki sett fram út í bláinn. Hún er fengin að láni úr yfirskrift rit- gerðar effir Lindu Nochlin sem heitir „Why Have There Been no Great Women Artists?“.10 Nochlin telur ekki ráðlegt að halda því fram að ástæðan fyrir því að kvenna sé ekki getið vegna stórverka í listasögunni sé sú að þær hafi ekki notið sanngjarnrar viðurkenningar. Hún telur mikilvægara að skoða stofnanir samfé- lagsins til að sýna fram á að takmarkaður aðgangur kvenna að þeirri þjálfun sem karlmönnum stóð til boða hafi komið í veg fýrir að þeim tækist að ná sama árangri og þeir. Nochlin hafnar hugtakinu snilligáfa og gerir ráð fyrir því að hæfileikar einstaklings nái aðeins að blómstra við tilteknar aðstæður. Hún telur 124 TMM 2004 • 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.