Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 127
Myndlist að með því að gera sér grein fyrir því að stofnanir samfélagsins hafi áhrif á möguleika einstaklingsins getum við haft áhrif á það að aðstaða kynjanna til list- iðkunar verði gerð jöfn. Með því að skoða íslenska myndlist frá þessum sjónarhóli verður ljóst að stofnanir íslensks samfélags framan af 20. öldinni voru ekki í stakk búnar til að mennta og þjálfa mikla listamenn. Það er með öðrum orðum ekki nóg að skoða sjálfa myndlistina, það er að segja verkin, við verðum líka að horfa á þær stofn- anir sem starfa að málefnum myndlistar og hafa áhrif á það hvernig hún verður til og hvernig viðtökur hún fær. Skjálistin er ágætt dæmi um þetta úr samtím- anum því myndbandið líkt og önnur hátækni sem myndlistarmenn nota gerir aðrar kröfur en málverk og ready made um vinnuaðstæður og aðstöðu til sýninga. Tæknin kallar á breytingar sem öll lönd í kringum okkur hafa brugðist við með því að koma á fót eða styðja við bakið á miðstöðvum þar sem listamenn hafa aðgang að tækjum og tæknimönnum.11 Þetta höfum við ekki gert ennþá þótt áratugur sé liðinn frá því hugmyndin skaut íyrst upp kollinum. Það hefur því ekki vantað frumkvöðla á sviði tæknilistar heldur hafa þeir flestir á endanum gefist upp á áhuga- og aðstöðuleysinu og snúið sér að öðru. Franski heimspekingurinn Anne Cauquelin'segir listaverk vera „textahluti“12 og á þá við að listaverk séu ekki til án texta sem staðsetur þau á „vettvangi“13 listar- innar. Verk sem enginn hefur skrifað um eru því áhrifalaus á vettvangi listarinnar þangað til einhver, offast listfræðingur eða gagnrýnandi, ákveður að skrifa um þau. Þetta gæti átt við um myndbandsverk Ástu Ólafsdóttur sem ég skoðaði fyrst í Lista- safni íslands nú á vordögum. Þarna voru komin verk effir íslenska myndlistarkonu sem ég vissi ekki að hefði unnið verk í vídeó fýrr en ég sat og horfði á þau í sjón- varpi á gluggalausa ganginum sem áður hýsti skrifstofur safnsins. Tvö verkanna voru sýnd á sýningu safnsins á síðasta ári með Felumynd Söru Björnsdóttur. Þau eru eign Listasafnsins, en sex önnur myndbönd sem safnið hefur í fórum sínum eru ekki skráð sem safneign. Skráðu verkin eru yngst og þau gerði Ásta árið 1992 fyrir tilstilli Þórs Elís Pálssonar í samvinnu við Sjónvarpið. Þegar ég síðar ræddi við Ástu sagðist hún hafa gefið Listasafninu verkin. Eldri vídeóverkin voru öll nema eitt framleidd í Jan van Eyck akademíunni í Hollandi þar sem Ásta stundaði fram- haldsnám í blandaðri tækni á árunum 1981-1984.14 Þau bera með sér að vera út- hugsuð og tæknilega vel útfærð sem skýrist af því hve vel tækjum búin Jan van Eyck akademían var á þessum árum. Einnig voru haldnar þar reglulegar sýningar á myndbandsverkum effir innlenda og erlenda vídeólistamenn svo auðvelt var fýlgj- ast með því sem aðrir voru að gera. Ásta bjó jafnframt yfir ákveðinni reynslu effir að hafa áður gert konseptverk á 8 mm filmu í Myndlista- og handíðaskólanum. Þá njóta myndböndin Melon, Inn á milli og Það heldur áfram þess að Ásta er líka rithöfundur og skáld, en einn aðall verkanna er einmitt hve texti, tónlist og mynd- mál spila vel saman. Ekkert gefur til kynna að hér séu á ferðinni skólaverk nema nafnið Jan van Eyck Ákademie sem kemur fram í lok hvers myndbands. Þegar tekið er tillit til þess hve góð tök Ásta hefur haft á miðlinum vakna spurningar um hvers vegna hún gerði aðeins þrjú verk15 eftir að skólavistinni í Hollandi lauk. Svarið er ekki einfalt en ein ástæðan tengist fálætinu sem vídeó- TMM 2004 • 2 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.