Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 19
Gjöfin Þess í stað barst að þjálfuðum veiðimannseyrum mínum skrjáf óstyrkra vængja og þær sáru stunur sem sitja fastar í barkanum. Ég fleygði frá mér ljóskerinu og háfnum. Á næsta augnabliki var ég staddur í forgarðinum, andartaki síðar hljóp ég upp tröppurnar að hásætissalnum - og þar hratt ég upp dyrunum: Ástandið í salnum var sjúkt, margir englanna hlógu af skelf- ingu, aðrir grétu holum hlátri, enn aðrir hlógu og grétu í senn. Ófanímarnir höfðu fleygt af sér dragkyrtlunum og krupu með ennin þétt við kaldar hásætiströppurnar og létu nú hnútasvipurn- ar ganga á logandi herðum sínum. Yngstu bræðurnir hlupu um sal- arkynnin, stefnulaust eins og smábörn, og görguðu nafn föðurins í sífellu. Þeir viðkvæmustu studdust við súlur og bekki og ældu með krampaköstum svo útfrymið gaus upp úr þeim og flóði frítt um azúrblá himnagólfin. En undir hroðalegu sjónarspilinu lá hvískrið sem myndast þegar örvæntingin eina leitar út í flugfjaðrirnar svo fanirnar titra og loftið leikur um þær með háu blísturhljóði eins og ýlustrá í barnsmunni; hljóðið sem hafði rofið múrana umhverfis höllina og borist mér í heimtröðinni: Hið sanna neyðaróp engl- anna: - Hann er allur! Hugsuninni laust niður í huga minn og andartak lamaði hún búkinn: Hið óhugsandi hafði gerst! Og ég var við það að falla fram á knén þegar ég fann fnykinn. Um nasirnar lék þefur sem aldrei fyrr hafði fundist í vistarverum föður míns og fram til þessa verið útlægur á himnum. Því veraldirnar sem hann skapaði, með öll- um sínum kvikindum og gróðri, og veröld hans sjálfs máttu ekki snertast. Ekki frekar en ljós og myrkur, eins og hann sagði sjálfur. En lyktin sem mettaði nú loftið í höll hans var lyktin af blóði og hlandi, saur og sæði, hori og fitu. Ég leit á föðurinn sem sat makindalegur í hásæti sínu. Af lát- bragði hans að dæma var allt í himnalagi; ísbjart höfuðið drúpti lítið eitt og hann skoðaði eitthvað smátt í lófa sér. Honum til vinstri handar stóð Mikael og virtist vera sá eini sem hafði stjórn á tilfinningum sínum. En ég sem þekkti Mikael betur en nokk- ur annar sá að brosið sem lék um varir hans var gamalkunnugt glottið sem hann setti upp þegar hann játaði sig sigraðan í leikjum okkar. Hann kinkaði hægt kolli til mín en hafði ekki augun af því sem faðir okkar hélt á. TMM 2005 • 3 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.