Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 71
„Aðeins hendingin er raunveruleg" koma því til skila hvernig mér leið ítrekað við lestur bókarinnar: „Hvert í fjandanum leiðir þetta?“ Síðar meir átti ég eftir að læra að til er gott orð yfir einmitt svona töfra, og það orð er framvinduspenna. Auster er meistari framvinduspennunnar og hefur að auki einstakt lag á að véla lesanda sinn til rangra ályktana og hleypa tilfinningalífi hans á skeið, brokk eða tregt valhopp. Babúska! Eureka! Babúska er líkingin sem ég var að leita að, sem sveimaði inni í kollinum á mér og reyndi að láta lítið fyrir sér fara. Skáldsögur Austers eru einmitt babúskur, marglaga frásagnir með sögu inní sögu inní sögu inní sögu. Og svo framvegis. Gott og nærtækt dæmi um söguflækjurn- ar er að finna í upphafskafla þríleiksins, skáldsögunni Glerborgin. Þar er kynnt til sögunnar aðalsöguhetjan, Daniel Quinn, rithöfundur sem reyndi fyrir sér í ljóðagerð, leikritagerð og fræðigreinaritun áður en hann sneri sér að því að skrifa ódýrar spennusögur undir dulnefninu William Wilson. Quinn er einstæður (kona hans og barn eru látin), hann á enga vini og lifir á því að skrifa eina bók á ári. Aðalsöguhetja bókanna sem William Wilson skrifar heitir Max Work, harður nagli sem lendir í öllum þeim dæmigerðu ævintýrum sem einkaspæjarar í reyfurum gera. Og hvernig lítur þá líkanið út, hvernig er babúskan strax í upphafi sögunnar? Svona: raunhöfundurinn Paul Auster skrifar sig og skáldferil sinn inní persónu Daniels Quinn, sem aftur skapar alteregóið William Wilson sem skrifar ævintýri Max Work. Til að kóróna flækjuna strax í upphafi hefst atburðarás sögunnar á því að sími Quinns hringir eft- ir miðnætti og spurt er um Paul Auster frá Einkaspæjaraskrifstofu Paul Auster. Quinn blótar sér fyrir að leggja á, en fær annað tækifæri skömmu síðar þegar maðurinn hringir aftur. Daginn eftir fer Quinn á fund dularfulls manns og þykist vera Paul Auster, einkaspæjari. Þetta er babúska í laginu eins og ormur sem étur sjálfan sig - ouroboros. Það er meira í babúskunni. Daniel Quinn hefur sömu upphafsstafi og Don Quixote - enn þann dag í dag deila menn um það hvort Cervantes hafi raunverulega skrifað Don Kíkóta sjálfur eða hvort það var satt sem Cervantes hélt fram alla tíð: að hann hefði keypt handritið á arabískum markaði. William Wilson hefur sömu upphafsstafi og Walt Whitman, sem skýtur upp kollinum á ýmsan hátt í Draugum. Og óþarfi er að útskýra merkingarlögin sem kallast fram með nafninu Max Work, svo þrungið er það merkingu. Einhverskonar hugleiðingar um metaskáldskap eru því eitt meginein- kenna Austers. Hver skrifar hvað, hver er að fylgjast með hverjum, hvar er upphafið og hvar er endirinn og eru þau kannski á sama stað? Quinn TMM 2005 • 3 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.