Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 72
Davíð A. Stefánsson
er í Glerborginni ráðinn til að fylgjast með manni, það reynist hægara
sagt en gert. Hann hreinlega klárar sig í metnaði við að leysa verkefnið,
og í örvæntingu sinni reynir hann að hafa uppi á einkaspæjaranum Paul
Auster í þeirri von að hann geti leyst málið. í símaskránni er aðeins
einn með þessu nafni, og sá er auðvitað ekki einkaspæjari heldur rit-
höfundur. Quinn fer í heimsókn og eyðir eftirmiðdegi með honum og
syni hans, sem heitir líka Daniel. Nú vill svo skemmtilega til (það eru
jú hendingar allsstaðar ...) að raunhöfundurinn Paul Auster á son sem
heitir Daniel ... ormurinn lokast inní miðri Glerborginni þegar Quinn,
alteregó Austers sjálfs, heimsækir skáldaða útgáfu raunhöfundarins
Auster á heimili hans og fær hjá honum handleiðslu, hughreystingu og
auðvitað heimspekilegt spjall um Don Kíkóta og metaskáldskap.
Sem sagt:
Paul Auster = Daniel Quinn = Cervantes
Daniel Quinn = Don Kíkóti = Daniel Auster
Daniel Auster = Daniel Auster = Daniel Quinn
Walt Whitman = William Wilson = Sansjó Pansa
Rithöfundur = Einkaspæjari
Svo nefndar séu fáeinar samstæður úr verkinu.
Seinni tvær bækur þríleiksins fjalla einnig á ólíkan hátt um eftirlit, til-
vist og tengslin þar á milli. í Draugum er fjallað um einkaspæjarann
Blue, lærisvein Brown, sem er ráðinn af White til að fylgjast með Black.
Black virðist aðhafast minna en ekki neitt í herbergi sínu, les aðallega
langlokuna Walden eftir Henry David Thoreau og skrifar eitthvað í
rauða minnisbók sína við skrifborðið. Blue sendir skýrslur sínar inn
samviskusamlega en fær að lokum nóg og skreppur yfir til Black. Þar
kemur í ljós að Black og White voru sami maðurinn; Black réði Blue til
að fylgjast með sér við vinnu sína, skriftir: „Til að minna mig á það sem
ég á að vera að gera.“
Eftirlit = tilvist
Hvítt = svart
Vinna = þráhyggja = fangelsi
Og tilviljunin, hendingin. Hún er eitt leiðarþema í sögum Austers,
reyndar í svo miklum mæli að sumir láta það trufla sig og halda því
fram að svona sé lífið ekki. Hann segir í upphafskafla þríleiksins:
„Miklu seinna, þegar hann gat hugleitt þá atburði sem hann varð fyrir,
myndi hann draga þá ályktun að ekkert væri raunverulegt nema hend-
ingin." Og Auster vinnur svo sannarlega með hendingar, eða forsjá, eða
70
TMM 2005 • 3