Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 102

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 102
umræðunni um umbótastarf og gefa fleiri klínískum hjúkr- unarfræðingum tækifæri til að taka þátt í slíkum verkefnum. Í öðru lagi má vera að hjúkrunarfræðingar vanmeti hæfni sína á þessum sviðum þar sem erfiðara er að meta árangur af fram- lagi hjúkrunar en til dæmis þegar um umönnun eða meðferð sjúklinga er að ræða. auk þess hefur umræða um hjúkrun að líkindum minnkað á undanförnum árum, meðal annars vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Í þriðja lagi getur verið að hjúkrunarfræðingar telji að þau atriði iS-nCS, sem þeir meta hæfni sína minnsta í, falli ekki að starfsviði þeirra í sama mæli og umönnun sjúklinga og meðferð þeirra heldur séu fyrst og fremst á hendi stjórnandans, sérfræðinga í hjúkrun eða gæða - stjóra. Ýmsir aðstæðubundnir þættir geta ha áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar líta á starfsvið sitt (rasmussen o.fl., 2018) og ef til vill telja hjúkrunarfræðingar, sem fá ekki tækifæri til að vinna að úrbótum í hjúkrun á sinni deild eða nýta gagn- reynda þekkingu í hjúkrun á deildinni, að þessir þættir tilheyri ekki starfssviðinu. rannsókn meðal íslenskra hjúkrunarfræð- inga gaf til kynna skort á innviðum til að styðja við hjúkrunar- fræðinga og auðvelda þeim að nýta gagnreynda þekkingu (orsteinsson og Sveinsdóttir, 2014). niðurstöður gætu þannig bent til að þá innviði, sem um ræðir, skorti enn þá enda benda rannsóknir á notkun gagnreyndrar þekkingar í starfi til að slíkt kreist tíma og stuðnings stofnunar (fry og attawet, 2018). Í stefnu Landspítala er lögð aukin áhersla á að fræða skjólstæðinga til að styðja við þátttöku þeirra í eigin meðferð og áréttað mikilvægi leiðsagnar nemenda og nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga (Landspítali, e.d.) enda sýna rannsóknir að sjúklingar binda miklar vonir við fræðslu heilbrigðisstarfs- manna (ingadottir o.fl., 2015; Valkeapää o.fl., 2014). Í saman- burði við önnur atriði mátu hjúkrunarfræðingar í þessari rann sókn hins vegar hæfni sína í fræðslu- og leiðbeinenda- hlutverki ekki góða. Í erlendum rannsóknum hefur komið í ljós að hjúkrunarfræðingar hafa jákvæða afstöðu til sjúk- lingafræðslu og telja hana mikilvæga, líklegt er að afstaða ís- lenskra hjúkrunarfræðinga sé einnig jákvæð. hins vegar taldi aðeins um helmingur norskra og sænskra hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum sig færa um að veita sjúklingum fræðslu og mjög fáir fylgdust með þróun fræðasviðsins (Bergh o.fl., 2014). hjúkrunarfræðingar telja sig hafa góða þekkingu á innihaldi fræðslu en minna vald á ölbreyttum kennsluaðferðum og telja aðstæður á sjúkrahúsum ekki styðja nægilega vel við brynja ingadóttir, hrund sch. thorsteinsson, herdís sveinsdóttir, katrín blöndal 102 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Tafla 4. Áhrif starfsaldurs á deild og framhaldsnáms/viðbótarnáms á mat hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni Líkan 1 Líkan 2 Breyta B SE B β B SE B β fasti 6,90 0,21 6,48 0,27 Starfsaldur á deild 0,05 0,02 0,29* 0,05 0,02 0,30* framhaldsnám/viðbótarnám 0,29 0,12 0,29* R2 0,068 0,140 F 5,282* 5,783** *p< 0,05; **p< 0,01 Tafla 3. Tengsl hæfni við bakgrunn þátttakenda hæfniþættir umönnun Starfs- kennsla og hjúkrunar- greining Trygging Stjórnun á heildarlisti hlutverk leiðbeining íhlutanir gæða aðstæðum M (sf) M(sf) M(sf) M(sf) M(sf) M(sf) M(sf) M(sf) framhaldsnám/ viðbótarnám1 já (n= 42) 8,3 (0,9)* 7,7 (1,3)* 7,7 (1,2)** 8,0 (1,2)** 7,8 (1,2) 7,3 (1,7) 7,6 (1,4) 7,8 (1,1)* nei (n= 18) 7,7 (0,8) 6,9 (1,2) 6,8 (1,2) 6,9 (1,3) 7,1 (1,5) 6,5 (1,6) 6,9 (1,4) 7,0 (1,0) r r r r r r r r Starfsaldur í hjúkrun2 0,047 0,067 0,147 -0,019 -0,107 0,074 0,128 0,074 Starfsaldur á deild2 0,250 0,250 0,301* 0,254* 0,200 0,177 0,191 0,289* *p< 0,05; **p< 0,01 1 t-próf 2 Pearson-fylgnistuðull
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.