Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 102
umræðunni um umbótastarf og gefa fleiri klínískum hjúkr-
unarfræðingum tækifæri til að taka þátt í slíkum verkefnum.
Í öðru lagi má vera að hjúkrunarfræðingar vanmeti hæfni sína
á þessum sviðum þar sem erfiðara er að meta árangur af fram-
lagi hjúkrunar en til dæmis þegar um umönnun eða meðferð
sjúklinga er að ræða. auk þess hefur umræða um hjúkrun að
líkindum minnkað á undanförnum árum, meðal annars vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum. Í þriðja lagi getur verið að
hjúkrunarfræðingar telji að þau atriði iS-nCS, sem þeir meta
hæfni sína minnsta í, falli ekki að starfsviði þeirra í sama mæli
og umönnun sjúklinga og meðferð þeirra heldur séu fyrst og
fremst á hendi stjórnandans, sérfræðinga í hjúkrun eða gæða -
stjóra.
Ýmsir aðstæðubundnir þættir geta ha áhrif á hvernig
hjúkrunarfræðingar líta á starfsvið sitt (rasmussen o.fl., 2018)
og ef til vill telja hjúkrunarfræðingar, sem fá ekki tækifæri til
að vinna að úrbótum í hjúkrun á sinni deild eða nýta gagn-
reynda þekkingu í hjúkrun á deildinni, að þessir þættir tilheyri
ekki starfssviðinu. rannsókn meðal íslenskra hjúkrunarfræð-
inga gaf til kynna skort á innviðum til að styðja við hjúkrunar-
fræðinga og auðvelda þeim að nýta gagnreynda þekkingu
(orsteinsson og Sveinsdóttir, 2014). niðurstöður gætu
þannig bent til að þá innviði, sem um ræðir, skorti enn þá enda
benda rannsóknir á notkun gagnreyndrar þekkingar í starfi til
að slíkt kreist tíma og stuðnings stofnunar (fry og attawet,
2018).
Í stefnu Landspítala er lögð aukin áhersla á að fræða
skjólstæðinga til að styðja við þátttöku þeirra í eigin meðferð
og áréttað mikilvægi leiðsagnar nemenda og nýútskrifaðra
hjúkrunarfræðinga (Landspítali, e.d.) enda sýna rannsóknir
að sjúklingar binda miklar vonir við fræðslu heilbrigðisstarfs-
manna (ingadottir o.fl., 2015; Valkeapää o.fl., 2014). Í saman-
burði við önnur atriði mátu hjúkrunarfræðingar í þessari
rann sókn hins vegar hæfni sína í fræðslu- og leiðbeinenda-
hlutverki ekki góða. Í erlendum rannsóknum hefur komið í
ljós að hjúkrunarfræðingar hafa jákvæða afstöðu til sjúk-
lingafræðslu og telja hana mikilvæga, líklegt er að afstaða ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga sé einnig jákvæð. hins vegar taldi
aðeins um helmingur norskra og sænskra hjúkrunarfræðinga
á sjúkrahúsum sig færa um að veita sjúklingum fræðslu og
mjög fáir fylgdust með þróun fræðasviðsins (Bergh o.fl., 2014).
hjúkrunarfræðingar telja sig hafa góða þekkingu á innihaldi
fræðslu en minna vald á ölbreyttum kennsluaðferðum og
telja aðstæður á sjúkrahúsum ekki styðja nægilega vel við
brynja ingadóttir, hrund sch. thorsteinsson, herdís sveinsdóttir, katrín blöndal
102 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Tafla 4. Áhrif starfsaldurs á deild og framhaldsnáms/viðbótarnáms á mat hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni
Líkan 1 Líkan 2
Breyta B SE B β B SE B β
fasti 6,90 0,21 6,48 0,27
Starfsaldur á deild 0,05 0,02 0,29* 0,05 0,02 0,30*
framhaldsnám/viðbótarnám 0,29 0,12 0,29*
R2 0,068 0,140
F 5,282* 5,783**
*p< 0,05; **p< 0,01
Tafla 3. Tengsl hæfni við bakgrunn þátttakenda
hæfniþættir umönnun Starfs- kennsla og hjúkrunar- greining Trygging Stjórnun á heildarlisti
hlutverk leiðbeining íhlutanir gæða aðstæðum
M (sf) M(sf) M(sf) M(sf) M(sf) M(sf) M(sf) M(sf)
framhaldsnám/
viðbótarnám1
já (n= 42) 8,3 (0,9)* 7,7 (1,3)* 7,7 (1,2)** 8,0 (1,2)** 7,8 (1,2) 7,3 (1,7) 7,6 (1,4) 7,8 (1,1)*
nei (n= 18) 7,7 (0,8) 6,9 (1,2) 6,8 (1,2) 6,9 (1,3) 7,1 (1,5) 6,5 (1,6) 6,9 (1,4) 7,0 (1,0)
r r r r r r r r
Starfsaldur
í hjúkrun2 0,047 0,067 0,147 -0,019 -0,107 0,074 0,128 0,074
Starfsaldur
á deild2 0,250 0,250 0,301* 0,254* 0,200 0,177 0,191 0,289*
*p< 0,05; **p< 0,01
1 t-próf
2 Pearson-fylgnistuðull