Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Side 17

Skessuhorn - 18.12.2019, Side 17
17MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi Sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Skólastjórnendur S K E S S U H O R N 2 01 9 Vigfús Vigfússon húsasmiður er elsti íbúi Snæfellsbæjar. Hann hélt upp á 95 ára afmæli sitt laugardag- inn 14. desember síðastliðinn. Vig- fús er fæddur á Hellissandi, sonur hjónanna Kristínar Jensdóttur og Vigfúsar Jónssonar. Er hann sjötti í röðinni af tólf systkinum. Vigfús hefur lengst af búið í Ólafsvík. Boð- ið var til veislu í tilefni dagsins sem haldin var í safnaðarheimili Ólafs- víkurkirkju. Margir samglöddust Vigfúsi á þessum merkisdegi og ekki var hægt að sjá á afmælisbarninu að þar væri á ferðinni maður á tíræð- isaldri, teinréttur og léttur á fæti og léttur í lund eins og alltaf þegar hann tekur á móti gestum. Vigfús er söngelskur mjög og var í mörg ár í Kirkjukór Ólafsvíkur sem að sjálf- sögðu heiðraði hann á afmælisdeg- inum með því að syngja frumsamd- ar vísur um hann. þa Að fengnum tillögum frá Snæ- fellsbæ hefur Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákveðið að hraðamörk í þéttbýli bæjarfélagsins verði 30 km/klst. Er þetta í samræmi við ný umferðarlög sem taka gildi á ára- mótum, en þar er m.a. kveðið á um að hámarksökuhraða skuli tilgreina í heilum tug, að undanskildum há- markshraðanum 15 km/klst. Hraðamörk verða óbreytt á Út- nesvegi í gegnum Hellissand og á Ennis- og Ólafsbraut í gegnum Ólafsvík. „Starfsmenn Snæfellsbæ- jar munu á næstu dögum setja upp ný umferðarmerki sem gefa til kyn- na breytt hraðamörk,“ segir á vef bæjarfélagsins. kgk/ Ljósm. úr safni/ mm. Félagar í Slökkviliði Borgarbyggð- ar tóku sér stöðu við Hyrnutorg í Borgarnesi fyrir liðna helgi og minntu íbúa á mikilvægi forvarna í kringum jól og áramót. Leyfðu þeir fólki að slökkva eld í potti með eld- varnarteppi, kynntu ýmsan eldvarn- arbúnað og auk þess nýja körfubíl slökkviliðsins. „Þótt við séum stór- skemmtilegir, að okkar mati, er ekkert skemmtilegt að þurfa að fá okkur í heimsókn um jólin,“ sögðu þeir félagar í gamansömum tón. mm/ Ljósm. Friðrik Pálmason. Signý Gunnarsdóttir, eigandi Ice- Silk í Grundarfirði, hélt sýningu á silkiormum og öllu tilheyrandi að Borgarbraut 2 í Grundarfirði dag- ana 15. – 17. desember. Þar var hægt að forvitnast um þessa fal- legu maðka og hvernig silki og aðr- ar vörur eru framleiddar úr púp- um og möðkum. Sýningin var mjög fróðleg en kynningin var sett fram á einfaldan hátt sem sýndi allt ferlið frá eggi að silkiþræði. tfk Ræddu við íbúa um eld- varnir og kynntu búnað Lækka hámarkshraða í þéttbýli Signý Gunnarsdóttir eigandi Ice-Silk við hluta sýningarinnar. Silkiormar til sýnis Kirkjukórinn söng frumsamdar vísur um afmælisbarnið. Fjölmargir samfögnuðu afmælisbarninu Vigfús Vigfússon. www.sfn.is info@sfn.is Day tours • Glacier tours Bus rental • Private tours

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.