Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Side 23

Skessuhorn - 18.12.2019, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 23 SK ES SU H O R N 2 01 7 Hjónin Guðmundur Smári Guð- mundsson og Jóna Björk Ragnars- dóttir í Grundarfirði hafa í des- ember á ári hverju opnað jólahús- ið í Grundarfirði. Þá mætir jóla- sveinnin með poka fullan af gjöfum fyrir krakkana og hægt er að grilla sykurpúða og njóta lífsins. Vakti þetta mikla lukku eins og fyrri ár og mátti sjá glaðvær börn hvarvetna í og við litla jólahúsið í garðinum þeirra. tfk Skyrgámur boðaði til opins jóla- sveinafundar í KM þjónustunni í Búðardal föstudaginn 13. des- ember. Þar fór hann yfir stærstu mál ársins. Helst var til umræðu listinn yfir þá óþekku en heldur mörg nöfn var þar að finna þetta árið. Gestum gafst kostur á að rýna í listann alræmda og vinna sig af honum með því að leysa þraut- ir jólasveinanna. Mörgum tókst að bjarga sjálfum sér og jafnvel sín- um nánustu af óþekktarlistanum. Enn sitja þó mörg nöfn föst og er það litið alvarlegum augum. Jóla- sveinafundurinn sendi Skessu- horni fréttatilkynningu þar sem ítrekað er að ennþá sé tími fyrir hina óþekku að bæta fyrir hegðun sína og komast á lista hinna góðu fyrir jólin. Sérstaklega er skorað á þá sem hvað fastast sitja á listan- um en þá er helst að finna í hópi sjúkraflutningamanna og... „þeir vita hverjir þeir eru,“ segir orðrétt í tilkynningunni. sm Kepptust við að komast af lista þeirra óþekku Kátínan skein úr andlitum barnanna þegar hinir öldnu jólasveinar reittu af sér brandara og lögðu fyrir skemmtilegar þrautir. Jólahúsið vakti mikla lukku Vinsælt var að grilla sykurpúða yfir eldinum og voru þeir ófáir sykurpúðarnir sem var sporðrennt þennan dag. Hans Bjarni Sigurbjörnsson var kampakátur er hann hitti Þvörusleiki í jólahúsinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.