Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 31

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 31 Kannanir hafa sýnt að eldvarnir eru ófullnægjandi á mörgum heimilum og íbúarnir því berskjaldaðir fyr- ir eldsvoðum. Hættan er mest þeg- ar líður að jólum, þegar skreytingum fjölgar. Svo um sjálfar hátíðarnar þarf að passa upp á enn fleira, svo sem raf- orkunotkun, ástand reykskynjara, logandi kerti og margt fleira. Í ljósi þess að nú gengur í garð sá árstími þar sem hætta er á eldsvoðum af völdum kertaljósa og jólaskreyt- inga hefur Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð tekið saman lista með atriðum sem nauð- synlegt er að hafa í huga um hátíð- irnar. Bjarni tekur fram að hann mæl- ir fyrir hönd allra slökkviliða í lands- hlutanum, sömu heilræða eiga alls- staðar við. Ábendingar Bjarna fylgja hér á eftir. Lágmarkseldvarnir á heimilum eru: Virkir reykskynjarar, tveir eða • fleiri. Léttvatns- eða duftslökkvitæki við • helstu flóttaleið. Eldvarnateppi á sýnilegum stað í • eldhúsi. Gætum varúðar um jól og áramót Reykskynjarar eru sjálfsögð og • ódýr líftrygging, skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti. Og rafhlöður í byrjun desember ár hvert eða oftar ef þörf er á. Átt þú handslökkvitæki? Er það í • lagi? Hvenær var það síðast yfir- farið?. Slökkvitæki á að vera á sýnilegum • stað, ekki í felum inni í skáp! Ofhlöðum ekki fjöltengi og gætum • að gömlum og lélegum rafbúnaði. Notum ávalt viðurkenndar raf-• vörur og fjöltengi með slökkvara og gaumljósi. Eldvarnateppi skal vera í hverju • eldhúsi og á aðgengilegum og sýnilegum stað. Gerum flóttaáætlun úr íbúð-• inni vegna eldsvoða með öllum á heimilinu og æfum hana reglu- lega. Tvær greiðar flóttaleiðir úr hverri íbúð! Gætum varúðar í umgengni við • kertaljós og skreytingar, skilj- um börn aldrei eftir eftirlitslaus nærri logandi kertum eða eldi. Aðgætum íbúðir okkar áður en • gengið er til hvílu, eða þær eru yfirgefnar að degi til, hvort nokk- ursstaðar logi á kerti eða skreyt- ingum. Logandi kertaljós séu aldrei höfð • í gluggum vegna dragsúgs og lausra gardína. Dreifið sem mest raforkunotk-• un við matseld um jól og áramót. Það kemur í veg fyrir hugsan- leg óþægindi vegna mikils álags á dreifikerfi rafmagns. Ullar- eða leðurvettlingar á • höndum og öryggisgleraugu á öll nef við meðferð flugelda um ára- mót. Munum 112 Neyðarlínuna ef • slys, veikindi eða eldsvoða ber að höndum. mm Gagnleg ráð og ábendingar vegna eldvarna og slysahættu um hátíðarnar Stjórn og starfsfólk Búnaðarsamtaka Vesturlands sendir bændum og búaliði á starfssvæði Búnarsamtakanna hugheilar jólakveðjur með ósk um farsælt komandi ár. SK ES SU H O R N 2 01 4 Þökkum samstarf á árinu sem er að líða. Starfsfólk og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sendir íbúum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á líðandi ári SK ES SU H O R N 2 01 9

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.