Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 38

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201938 sem þar varð. Sóknir hafa nú verið sameinaðar og nefnast nú Garða- og Saurbæjarprestakall. Kirkjur í hinni nýju sókn eru þrjár. Sóknarprestur er sr. Þráinn Haraldsson. Þrjú ný skip á þremur dögum Hvorki fleiri né færri en þrjú ný fiskveiðiskip bættust í flota Grundfirðinga í lok október í haust. Farsæll SH 30 og Sigur- borg SH 12 komu til heimahafnar í fyrsta skipti, en þau eru nú gerð út af útgerð Soffaníasar Cecilssonar og Fisk Seafood og leystu þau eldri skip með sömu nöfn af hólmi. Tveimur dög- um síðar sigldi svo Runólfur SH 135 til hafnar, nýtt bráðfal- legt og blámálað skip Guðmundar Runólfssonar hf. Runólfur sem leysir Helga SH af hólmi. Skipið hét áður Bergey VE og var gert út frá Vestmannaeyjum. Góður gangur hjá fyrirtækjum í Borgarbyggð Við sögðum frá því í blaðinu síðastliðinn vetur að um tíma voru á fimmta hundrað opin mál í gangi á skrifstofu bygginga- fulltrúa í Borgarbyggð. Voru þessi mál víðs vegar um sveitarfé- lagið. Sem dæmi um stór verkefni sem þá voru vel á veg komin er hægt að nefna fjölbýlishús við Borgarbraut 57 í Borgarnesi, stækkun og endurbætur á Grunnskóla Borgarness, stækkun Hótel Hamars, nýjan veitingastað KB við Digranesgötu 4, sem síðar var nefndur Food Station, og stækkun verslunar- húss Kaupfélags Borgfirðinga við Egilsholt 1. Utan Borgar- ness var þá í vinnslu stækkun Hótel Reykholts, lokaáfangi við Hótel Varmaland í Stafholtstungum og þá var nýlega lokið framkvæmdum við ferðaþjónustu í Fljótstungu og verkstæði í landi Húsafells fyrir starfsemi á Langjökli. Í haust var haf- ist handa við byggingu leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárns- reykjum. Þrátt fyrir að fremur litlar framkvæmdir hafi verið við íbúðabyggingar í sveitarfélaginu hafa fyrirtæki verið býsna ötul við framkvæmdir á árinu. Þensla á húsnæðismarkaði á Akranesi Miklar framkvæmdir hafa á þessu ári verið við byggingu íbú- arhúsnæðis á Akranesi, einkum þó fjölbýlishúsa. Nokkur slík hafa risið og er nú á söluskrá á fjórða tug íbúða og a.m.k. annar eins fjöldi seldar eða bíður afhendingar. Í lok febrúar var tekin fyrsta skóflustungan að fyrstu byggingunni af fjórum sem rísa munu á svokölluðum Dalbrautarreit. Þar byggir Bestla íbúðir fyrir eldri borgara auk þess sem í húsinu verður fjölnotasalur sem FEBAN mun fá til afnota til félagsstarfs. Við Stillholt 21 eru nú í lokafasa framkvæmdar við stóra íbúðablokk þar sem flestar af um 30 íbúðum eru seldar. Flutt var á árinu í á þriðja tug leiguíbúða á vegum stéttarfélaga í Skógahverfi. Í nýju fjöl- býlishúsi í sama hverfi eru tólf tilbúnar íbúðir nú auglýstar til sölu. Íbúafjölgun hefur verið mikil á Akranesi á þessu ári og þeim nýliðnu. Gert er ráð fyrir að á næsta ári hefjist útboð á byggingarrétti á um þrjú hundruð íbúða hverfi á Sements- reitnum við Faxabraut, en það byggingarsvæði þykir eitt það glæsilegasta hér á landi. Þá er fyrirhuguð bygging nýs leik- skóla í Skógahverfi til að mæta fjölgun íbúa í bæjarfélaginu. Heimilaði innfluting á ófrostnu kjöti Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra kynnti á árinu frumvarp þess efnis að innflutningsfyrirtækjum yrði gert kleift að flytja inn hrátt ófrosið kjöt, fersk egg og ógerilsneyddar mjólkurvörur. Ákvörðunin er byggð á niðurstöðu hæstaréttar- dóms og með vísan í ESB reglugerð. Verslunar- og innflutn- ingsaðilar höfðu sótt það afar stíft að reglur um innflutning matvæla yrðu rýmkaðar. Frumvarpið mætti engu að síður ein- arðri andstöðu bænda og þeirra sem vara við afleiðingum þess að flytja inn ófrosið kjöt með tilliti til sjúkdómavarna. Allt kom þó fyrir ekki. Fyrsti kvenkaupfélagsstjórinn Margrét Katrín Guðnadóttir dýralæknir var í mars ráðin í starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga svf. í Borgarnesi og tók við starfinu 1. júní sl. af Guðsteini Einarssyni. Hún var um leið fyrsta konan til að gegna starfi kaupfélagsstjóra KB í 115 ára sögu fyrirtækisins. Síðar á árinu var kona ráðin í starf deildarstjóra í verslun KB en auk þess má geta að kona gegnir formennsku í stjórn KB. Það vakti því athygli þegar karlmað- ur var ráðinn til að stýra nýjustu deild KB, verslunarstjórn í Food Station við Digranesgötu. Mótmæltu aukinni urðun Þeirri fyrirætlan Sorpurðunar Vesturlands að sækja um heim- ild til að auka sorpurðun í Fíflholtum var mótmælt síðastlið- ið vor. Það gerðu nágrannar urðunarstaðarins. Þeir kröfð- ust þess m.a. að við endurnýjun starfsleyfis fyrir urðunarstað- inn verði gerðar auknar kröfur um verklag við urðunina. Sett verði net umhverfis svæðið sem urðað er hverju sinni, eins og gert var í upphafi starfsemi í Fíflholtum, til að hefta fok af svæðinu. Þá skoruðu þeir á umhverfisráðherra og ráðherra um málefni barna, að þeir beiti sér fyrir því í ríkisstjórn, að gerð verði ný og framsækin áætlun um endurvinnslu og eyð- ingu á sorpi. Þar sem unnið sé að markvissri flokkun og end- urnýtingu, jafnframt því sem reistar verði fullkomnar sorp- brennslustöðvar, ein eða fleiri. Engar loðnuveiðar Ekkert varð af loðnuveiðum á árinu og margir sem sökn- uðu þeirra búdrýgingda sem fylgt hafa loðnufrystingunni. Þó veiddust tvær loðnur og var fimmtíu grömmum af loðnu land- að á Akranesi 16. mars. Samanstóð aflinn af 35 gramma hæng og 15 gramma hrygnu sem búin var að hrygna. Var þetta jafn- framt fyrsta og eina loðnan sem barst að landi á þessari ver- tíð. Loðnan veiddist á króka á fyrsta sjóstangveiðimóti ársins sem Sjóstangaveiðifélagið Skipaskagi stóð fyrir. Þetta var jafn- framt í fyrsta skipti sem loðna veiðist á viðurkenndu sjóstang- veiðimóti sem telur á Íslandsmeistaramóti. Myndin af loðnu- hængnum er tekin á miðunum um tíu sjómílur suður af Akra- nesi. Verkfall fyrir loftslagið Víða um heim mótmælir ungt fólk loftslagsvánni. Skólafólk á Akranesi fór í verkfall fyrir loftslagið í mars og hér er Gunn- laug Ósk Signarsdóttir að stýra hópi nemenda FVA þegar slagorð voru hrópuð. Verkfallið var að fyrirmynd bylgju lofts- lagsverkfalla sem hin sænska Greta Thunberg hefur komið af stað meðal barna og ungmenna víða um heim. Sjötíu ára björgunarsveit Fjölmörg afmæli voru á árinu. Meðal afmælisbarna var Björg- unarsveitin Brák í Borgarnesi en félagar í sveitinni fögnuðu sjötugsafmæli í mars. Til að halda upp á þau tímamót var tek- in fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði sveitarinnar sem til stendur að byggja að Fitjum 2 í Borgarnesi. Það voru eldri fé- lagar björgunarsveitarinnar sem tóku fyrstu skóflustungurnar með aðstoð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Fram- kvæmdir eru ekki hafnar við byggingu hússins. Strompurinn féll Strompur Sementsverksmiðjunnar sálugu á Akranesi var felld- ur í lok mars. Fyrst sprakk dínamíthleðsla í um 25 metra hæð og andartaki síðar féll efri hluti strompsins til jarðar. Upphaf- lega stóð til að fjórum sekúndum síðar yrði sprengd hleðsla við rætur strompsins, en við fyrri sprenginguna vildi ekki betur til en svo að brak féll úr skorsteininum á vírana og því var ekki hægt að fella neðri hlutann strax. Þegar var hafist handa við að Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.