Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 40

Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 40
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201940 tengja vírana við neðri sprengihleðsluna að nýju og kl. 15:00 var sprengt við rætur strompsins. Neðri hlutinn féll til jarðar. Fjölmargir fylgdust með því þegar strompurinn féll, bæði var fólk í nágrenninu og þá var bein útsending á netmiðlum. Þar með lauk rúmlega 60 ára sögu sementsstrompsins, eins helsta kennileitis Akranesbæjar. Fyrirtækið Work North ehf. annað- ist verkið í samstarfi við undirverktakann Dansk Sprænging Service, sem veitti sérfræðiaðstoð ásamt því að skipuleggja og stjórna fellingu strompsins. Í sumar var unnið við að slétta svæðið og var sáð í það grasfræi. Stærsta listsýning ársins Í sumar var á Snæfellsnesi sett upp listsýningin „Nr. 3 Um- hverfing.“ Sjötíu listamenn komu að henni, þekktir sem minna þekktir. Sýningin var formlega opnuð í Breiðabliki 22. júní og stóð hún út ágúst. Um er að ræða myndlistarsýningu á verkum listamanna sem hafa á einhvern hátt tengingu við Snæfellsnes, hvort sem þeir hafi þangað ættartengsl eða hafa búið þar á einhverjum tímapunkti. Tilgangur sýningarinnar er að færa myndlistina nær fólkinu sem annars myndi ekki fara á myndlistarsýningar og þannig skapa umræðu um listina og lífið. Sýningarstaðir voru víðsvegar um Snæfellsnes. Sama dag og sýningin var opnuð var formleg vígsla á þjónustumið- stöðinni Breiðabliki þar sem ferðamenn geta m.a. leitað upp- lýsinga. Framkvæmdir hófust við Þjóðgarðsmiðstöð Í apríl hófst með formlegum hætti jarðvegsvinna fyrir nýja Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra mætti af því tilefni á stað- inn, steig upp í gröfu og hóf framkvæmdir með táknrænum hætti. Viðstödd var einnig fyrirrennari hans í embætti, Sigrún Magnúsdóttir, sem fyrir þremur árum tók fyrstu skóflustung- una að miðstöðinni. Í sumar var svo unnið við að jarðvegs- skipta fyrir væntanlegt hús. Tvö banaslys í umferðinni Tvö banaslys urðu í umferðinni í haust á vegum á Vestur- landi. Erlendur ferðamaður lést eftir árekstur tveggja bíla á Grjóteyrarhæð í september. Þá lenti fimm manna bresk fjöl- skylda á smábíl utan vegar á Snæfellsnesvegi með þeim afleið- ingum að bíllinn valt, tveir köstuðust út úr honum og annað þeirra lést. Fjölmörg óhöpp urðu í umferðinni í landshlutan- um á árinu, þar sem fólk slasaðist, mismikið þó. Eignatjón var mikið. Skessuhorn hefur á þessu ári átt gott samstarf við Lög- regluna á Vesturlandi við að miðla fréttum úr dagbókum lög- reglunnar. Elkem í fjörtíu ár Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnaði því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára starfsafmæli á árinu. Í tilefni þess var saga fyrirtækisins rifjuð upp í Skessu- horni. Meðal annars var rætt við Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins, um aðdrag- andann og fyrstu áratugina, en einnig við Gest Pétursson for- stjóra sem reyndar lét af störfum á árinu. Einar Þorsteinsson kom að nýju í starfið. Margir vilja beisla vindorkuna Áætlanir um þrjú stór verkefni til undirbúnings vindorkugörð- um hafa á þessu ári verið á teikniborðinu í Dölum og Reyk- hólahreppi. Ef allar þær hugmyndir koma til framkvæmda gæti heildar raforkuframleiðsla þeirra orðið allt að 410 mega- wött, eða uppundir jafn mikil orka og samanlögð raforku- framleiðsla Búrfellsvirkjunar og Blönduvirkjunar. Stærsta virkjunin hér á landi er Kárahnúkavirkjun sem framleiðir 690 MW. Þá er í uppsveitum Borgarfjarðar verið að kanna væn- leika þess að setja nokkrar vindmyllur upp á Grjóthálsi, milli Þverárhlíðar og Norðurárdals. Hollvinasamtökin lögðust í rúmin Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hafa látið gott af sér leiða þau fimm ár sem félagið hefur verið til. Í vor hófu samtökin söfnunarátak þar sem leitað var eftir stuðningi til kaupa á 29 nýjum sjúkrarúmum sem nauðsynlegt er að end- urnýja á HVE. Á meðfylgjandi mynd er Sævar Freyr Þráins- son, bæjarstjóri og stjórnarmaður í hollvinasamtökunum, að póstleggja bréf til 903 fyrirtækja og félaga með áskorun um þátttöku í verkefninu. Söfnunin hefur gengið frábærlega og nú í haust voru tólf sjúkrarúm afhent á einu bretti og enn bæt- ist við. Gestastofa fyrir friðland fugla Í lok apríl var Gestastofa fyrir friðland fugla í Andakíl opnuð í gömlu fjóshlöðunni við Landbúnaðarsafn Íslands á Hvann- eyri. Um er að ræða fyrsta áfanga gestastofunnar, en drög að næstu áföngum verkefnisins voru lögð með ráðningu Brynju Davíðsdóttur sem sinna mun ráðgjöf við næstu skref við upp- byggingu gestastofunnar. Við sama tilefni undirritaði Guð- mundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra verndaráætl- un fyrir Ramsarsvæðið Andakíl. Viðbragðsaðilar stilla saman strengi Í vor var umfangsmikil hópslysaæfing viðbragðsaðila á Vest- urlandi haldin á Snæfellsnesvegi á móts við Kaldármela. Und- irbúningur að æfingunni hafði staðið í nokkra mánuði en þátt í henni tóku lögregla, björgunarsveitir, slökkvilið, sjúkraflutn- ingafólk, Landhelgisgæslan og félagar í Rauða kross deildum. Komið var upp slysavettvangi þar sem bæði hópferðabíll og fólksbílar höfðu lent í árekstri. Voru eldar kveiktir á svæðinu á meðan á æfingunni stóð og allt gert til að gera æfinguna sem líkasta vettvangi raunverulegs stórslyss. Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt og lék slasaða. Um 120 viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni sem gerir hana um leið með þeim stærri sem haldn- ar hafa verið á Vesturlandi. Tjón í eldsvoða í Fjöliðjunni Í maí kom eldur upp í vinnu- og hæfingarstaðnum Fjöliðj- unni við Dalbraut á Akranesi. Eldurinn kviknaði að kvöldi og var engin starfsemi eða mannskapur í húsinu. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu, einkum á miðrými þess, en sót og reykur fór um alla bygginguna. Strax varð ljóst að hefð- bundin starfsemi legðist þar af, varanlega eða tímabundið. Starfseminni var komið fyrir á Smiðjuvöllum 9, í húsnæði Ak- urs, þar sem hún er í dag. Glæsileg frístundamiðstöð tekin í gagnið Akraneskaupstaður og Golfklúbburinn Leynir buðu bæjarbú- um og gestum til formlegrar opnunar á nýrri Frístundamið- stöð við Garðavöll í maí. Frístundamiðstöðin er þúsund fer- metrar að flatarmáli, fjölnota hús sem í senn verður klúbb- og félagsaðstaða golfklúbbsins Leynis með æfingaaðstöðu í kjallara, fundaaðstöðu og veitingastaðnum Galitó bistro café, en auk þess allt að tvö hundruð manna veislusalur til útleigu. Húsið er mikil lyftistöng fyrir félagsaðstöðu Akurnesinga, en það bætir ekki síst möguleika Golklúbbsins Leynis sem nú er á flestum sviðum í fararbroddi íslenskra klúbba hvað alla að- stöðu varðar. Mjög góð nýting hefur verið á húsinu allt frá opnun þess. Sláttur hófst í mái Veðrið lék við bændur um vestanvert landið í sumar og var árið gott til heyskapar. Að vísu fór að draga úr sprettu þeg- ar leið að miðju sumri, þar sem úrkoma var afar takmörkuð allt frá apríl og fram undir lok júlí. Heyfengur er því mikill að gæðum en minni að magni. Á meðfylgjandi mynd er Bjartmar Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum Framhald á næstu opnu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.