Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 46

Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 46
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201946 Í deild þeirra bestu Snæfellskonur rétt misstu af úrslitakeppni Domino‘s deildar kvenna síðastliðið vor eftir mikla keppni undir lok deildar- keppninnar. Þær luku keppni með 32 stig í fimmta sæti, jafn mörg stig og KR í sætinu fyrir ofan. Tæpara gat það varla ver- ið. Liðið fór í undanúrslit Geysisbikarsins en mátti játa sig sigrað gegn Valskonum, sem áttu síðan eftir að hampa bik- armeistaratitlinum. Skallagrímskonur enduðu í sjöunda og næstneðsta sæti Domino‘s deildarinnar síðasta vor eftir erfið- an vetur. Liðið fékk tólf stig, fjórum stigum meira en botnlið Breiðabliks. Borgnesingar féllu einnig úr leik í átta liða úrslit- um bikarsins síðasta vetur. Skallagrímskonur hafa átt fínu gengi að fagna það sem af er vetri undir stjórn nýs þjálfara, Guðrúnar Óskar Ámundadót- tur sem tók við liðinu í sumar af Biljönu Stankovic. Borgne- singar eru í fjórða sæti deildarinnar þegar þessi orð eru rit- uð með 14 stig og hafa þegar krækt í fleiri stig en þær fengu allt síðasta tímabili. Snæfellskonur hafa hins vegar átt erfiðara uppdráttar framan af móti. Þær sitja í sjötta sæti deildarinnar með sex stig þegar jólablaðið kemur út. Sviptingar í þjálfaramálum Á liðnu ári skiptu bæði Skallagrímur og Snæfell um þjálfara karlaliða sinna. Skallagrímsmenn féllu úr Domino‘s deildinni síðasta vor. Eftir lokaleikinn tilkynnti Finnur Jónsson að hann myndi stíga til hliðar sem þjálfari liðsins, eftir að hafa stýrt Skallagrími frá því í ársbyrjun 2015. Manuel Rodriguez var í kjölfarið ráðinn þjálfari liðsins, en látinn fara eftir aðeins þrjár umferðir. Atli Aðalsteinsson tók við þjálfun liðsins og hefur stýrt því í 1. deildinni frá því Manuel var látinn fara. Snæfell rifti samningi sínum við Vladimir Ivankovic eftir fyrsta leik 1. deildar karla nú í haust, en Vladimir hafði þjálfað karlaliðið eitt tímabil. Baldur Þorleifsson og Jón Þór Eyþórs- son tóku tímabundið við liðinu. Ben Kil var ráðinn í þjálfarat- eymið í nóvember og Jón Þór steig til hliðar. Auk þess að þjál- fa mun Ben spila með liðinu. Karlalið Snæfells og Skallagríms eru bæði í uppbyggingar- fasa, þau eru skipuð ungum og efnilegum leikmönnum að stærstum hluta. Þegar þessi orð eru rituð sitja Snæfellingar í sjöunda sæti 1. deildar og Skallagrímur í því áttunda, bæði með fjögur stig eftir ellefu leiki. Neðar í mótinu leika Skagamenn og Grundfirðingar. Skag- amenn eru í botnbaráttu 2. deildar þegar þessi orð eru rituð Grundfirðingar í þéttum pakka um miðja 3. deildina. Kaflaskipt hjá Skagamönnum ÍA átti afar góðu gengi að fagna framan af Íslandsmótinu í knattspyrnu á liðnu sumri. Skagamenn léku sem kunnugt er í Pepsi Max deildinni og byrjuðu mótið með látum. Fimm af sjö sigrum liðsins í sumar komu í maímánuði, auk eins jafnt- eflis og á tímabili tróndi ÍA á toppi deildarinnar. Eftir það þyngdist róðurinn og Skagamenn sigruðu aðeins tvo leiki til viðbótar og gerðu fimm jafntefli að auki það sem eftir lifði móts. Liðið endaði mótið í 10. sæti með 27 stig. Upp og niður hjá Skagakonum ÍA er eina félagið í landshlutanum sem sendi meistaraflokk til keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu á liðnu sumri. Skaga- konur byrjuðu mótið prýðilega og léku vel framan af sumri. Ungt og efnilegt lið Skagakvenna varð hins vegar fyrir áfalli um mitt sumar með brotthvarfi lykilleikmanna og í kjölfarið þjálfara félagsins, Helenu Ólafsdóttur og Anítu Lísu Svans- dóttur. Unnar Þór Garðarsson og Aron Ýmir Pétursson tóku við þjálfun liðsins, sem átti erfitt uppdráttar í lok móts en tókst að bjarga sér frá falli með 2-0 heimasigri á Aftureldingu í næstsíðustu umferðinni. Ejub kvaddi Ólafsvík Víkingur Ó. lék í 1. deild karla í knattspyrnu á liðnu sumri og áttu ágætis gengi að fagna, án þess þó að hafa náð að ógna toppliðunum og gera alvöru atlögu að því að komast upp í Pepsi Max deildina. Ólafsvíkingar luku keppni í fjórða sæti með 34 stig, jafn mörg og næstu tvö lið á eftir en átta stigum frá því að fara upp í deild þeirra bestu. Eftir mótið tilkynnti Ejub Purisevic um starfslok sín, eftir nær samfellt 17 ára starf sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi Ó. Undir hans stjórn léku Ólafsvíkingar í fyrsta sinn í deild þeirra bestu árið 2013 og svo aftur sumarið 2016 og 2017. Ejub er goðsögn í fótboltanum í Ólafsvík og fyrir löngu búinn að skipa sér í hóp bestu þjálfara landsins. Jón Páll Pál- mason mun reyna að feta í fótspor Ejubs í Ólafsvík, en hann samdi í októberlok um þjálfun liðsins til næstu þriggja ára. Ævintýralegur árangur Sameiginlegt lið ÍA/Kára/Skallagríms í 2. flokki karla í knattspyrnu náði ævintýralega góðum árangri á liðnu ári. Liðið sigraði Íslandsmótið í öðrum flokki, annað árið í röð og fór síðan í aðra umferð Unglingadeildar Evrópu, en mát- ti játa sig sigrað gegn enska liðinu Derby eftir tvo leiki, heima og heiman. Er þetta besti árangur sem íslenskt lið hefur náð í unglingadeildinni. Meðal þeirra bestu Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni lék sitt þriðja tímabil á Evrópumótaröðinni í golfi á liðnu ári. Hún náði sín- um besta árangri á móti í Ástralíu þar sem hún hafnaði í 5. sæti, en að móti loknu endaði hún í 71. sæti stigalista mótar- aðarinnar. Hún mun hafa takmarkaðan þátttökurétt á næsta tímabili, en efstu 70 halda sæti sínu, svo tæpara gat það ekki verið. Hins vegar getur hún farið í úrtökumót fyrir mótaröð- ina í janúar til að öðlast aftur fullan keppnisrétt. Valdís var í síðustu viku valin kylfingur ársins af Golfsambandi Íslands í þriðja sinn. „Góð íþrótt er gulli betri“ Íþróttaannáll ársins 2019 „Góð íþrótt er gulli betri,“ segir málshátturinn. Í honum leynist mikill sannleikur, því íþróttir hvers konar eru til þess fallnar að efla bæði hug og hönd, líkama og sál, skrokk og skapgerð. Vestlendingar fengust við ótalmargt á sviði íþróttanna á liðnu ári og engin leið að gera öll- um þeirra afrekum skil nema jafnóðum. Hér að neðan verður aðeins stiklað á stóru og farið yfir það sem allra hæst bar á íþróttasviðinu á liðnu ári. Gleðileg jólin og gæfuríkt komandi ár! - Kristján Gauti Karlsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.