Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 49

Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 49
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 49 Kveðjur úr héraði Í ljósi þess að ég er fædd upp úr miðri síðustu öld þá liggur fyrir að maður er orðin rúmlega miðaldra og tíminn milli jóla er sífellt fljótari að líða. Þrátt fyrir að vera á sextugs aldri hlakka ég nú samt til jólanna, hlakka til að upplifa gleði og eft- irvæntingu barnabarnanna, njóta samvista við ættingja og vini og kærkominna frídaga ásamt margs- konar menningar sem í boði er, í fjölmiðlum og annars staðar. Á aðventunni er sá siður sífellt að sækja í sig veðrið að lesa upp úr bókinni Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson og ég viðurkenni að þessi siður gleður mitt sveitamanns- hjarta. Þar segir að „þegar hátíð fer í hönd, undirbúi menn hana hver á sína vísu“. Háttur Benedikts sauða- manns, þess sem sagan fjallar um, var sá að fara til fjalla á þeim árs- tíma og leita týndra sauða sem ekki höfðu skilað sér heim í haustleitum. Drifkrafturinn í þeirri baráttu við náttúruöflin var að hann mátti ekki til þess hugsa að skepnurnar yrðu hungri og kulda að bráð. Hann átti ekki fjölskyldu og hafði ekki fyrir neinum að sjá en fann lífi sínu sér- stakan tilgang með þessum hættu- legu ferðum. Ég verð alltaf svolítið leið þeg- ar ég uppgötva að það hlakka ekki allir til þeirrar hátíðar sem nú fer í hönd og stundum læðist að mér sá grunur að mannskepnan hafi einhvern veginn tapað tilgangin- um á vegferð sinni. Það er gott að hafa tilgang með lífinu, að upplifa sig sem hluta af heild og að maður skipti máli. Lífsgæðakapphlaup og þjónusta við Mammon er ekki það sem máli skiptir þegar hér er komið sögu. Góðu fréttirnar eru hins veg- ar að til eru margvíslegar lausnir á vandamálunum sem við kljáumst við dagsdaglega og margar þeirra eru ekki flóknar. Breytingar á lífs- venjum, regluleg hreyfing og svefn geta gert kraftaverk í bland við aðr- ar aðferðir en megin forsendan er sú að fólk vilji og ætli sér að öðl- ast betra líf. Ég held allavega að ef maður hefur glatað hæfileikanum til að hlakka til og gleðjast með öðr- um þá sé maður ekki á góðri leið. Vissulega verðum við fyrir áföllum og erfiðleikum sem slá okkur út af laginu tímabundið en ef ástandið virðist komið til að vera þarf mað- ur að endurskoða líf sitt og hugar- far. Mér hefur alltaf fundist frekar merkileg sú speki að það sýni best úr hverju menn séu gerðir, á hvern hátt þeir höndla þau áföll sem þeir verða fyrir á lífsleiðinni, því það fær enginn undanþágu frá þeim. Orðið aðventa vísar til þess „sem kemur“ og biðarinnar eftir komu Krists. Það er því verðugt verkefni að setja sér það markmið að njóta eftirvæntingarinnar og hlakka til þeirra stunda sem framundan eru. Þar með talinn er erill og ys við undirbúning jólahátíðarinnar og þar erum við aftur komin að því að „þegar hátíð fer í hönd undirbúa menn hana, hver á sína vísu“, eins og Fjalla Bensi í Aðventu. Allir geta fundið sér hlutverk og tilgang, það eru nefnilega allir góðir í einhverju og undirbúningur hátíðarinnar þarf ekki að vera bakstur á mörg- um smákökusortum eða að verja aðventunni hálfur inni í skápum og skotum vopnaður fötu og tusku. Það þarf heldur ekki að æða á alla þá viðburði sem markaðsöflunum hefur dottið í hug að setja forskeyt- ið jóla- á, hvort sem það eru tón- leikar, hlaðborð eða markaðir. Það er svo gott að staldra við og njóta allra litlu hlutanna í lífinu, sem okkur hættir til að líta á sem sjálf- sagða eins og t.d. sólarlagsins þeg- ar maður keyrir fyrir Hafnarfjall, kertaljósa og kakóbolla heima í eld- húsi og brosa lítilla barnabarna. Sunnan Skarðsheiðar hefur árið sem senn líður í aldanna skaut ver- ið gott og gjöfult, veðurguðirn- ir hafa verið okkur hliðhollir þó vissulega hafi þá sem landið yrkja vantað hæfilega rigningu yfir sum- artímann. Sömuleiðis hefur haust- ið verið svo fágætlega gott að þegar þetta er skrifað, í byrjun aðventu, er varla hægt að segja að nokkur vet- ur hafi látið sjá sig. Fyrir allt þetta erum við þakklát og hlökkum til nýrra hversdaga og ævintýra á því ári sem senn gengur í garð og send- um lesendum Skessuhorns allra bestu jóla- og nýjárskveðjur héðan úr Hvalfjarðarsveit. Ingunn Stefánsdóttir Kveðja úr Hvalfjarðarsveit: Allir eru góðir í einhverju Hvalfjörðurinn í vetrarbúningi. Ingunn Stefánsdóttir. Hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samstarfið og stuðninginn á árinu Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmenn framsóknar í NV kjördæmi SK ES SU H O R N 2 01 8 Stykkishólmsbær óskar Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.