Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 52

Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 52
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201952 Kveðjur úr héraði Jólakveðja frá Grundarfirði: „Mér finnst alltaf svo gaman þegar fjölskyldan kemur saman“ Jólaundirbúningur byrjar frek- ar snemma hjá mér. Þar má fyrst nefna kirkjukór bæjarins. Jólalög- in eru æfð frá nóvemberbyrjun og jafnvel aðeins fyrr. Svo dett ég al- veg í jólastuðið þegar við skreytum veitingastaðinn okkar Bjargarstein Mathús fyrir árlegu hátíða-kvöld- verðina þar, stíll staðarins er í anda gamla hússins Bjargarsteins og því höfum við áherslu á gamaldags eða alvöru gamlar jólaskreytingar eins og maður man eftir frá barnæsk- unni hjá foreldrum, ömmum og öfum. Gamla jólatréð sem ég á frá ömmu Fríðu og afa Kalla er svo fal- legt og tilheyrandi á Bjargarsteini. Það hefur verið föst venja hjá mér og Ólöfu Hildi vinkonu minni í yfir þrjátíu ár að búa til konfekt saman. Þó að vinkona mín sé flutt héðan, þá höfum við haldið þess- ari hefð og hittumst við alltaf í kon- fektgerð. Þetta er mikil gæðastund og alls konar góðgæti fyllir stafla af dollum. Einnig hef ég bakað og sett saman piparkökuhús, svo auðvitað fyllt það með sælgæti. Nú seinni árin hafa barnabörnin hjálpað mér að skreyta íbúa þess, svo er föst venja að sá eða þau yngstu í hópn- um fái að brjóta húsið með mikl- um tilþrifum og buffhamri á Þrett- ándanum. Ég hef alltaf verið jólabarn, og hef verið svolítið fastheldin á hefð- ir. Ég fæddist og ólst upp í Stykk- ishólmi, svo að mínar jólaminn- ingar úr æsku eru þaðan. Lyktin af jólaeplum, og að fá malt og app- elsín, var fastur liður. Eitt sem ég geri enn á aðfangadagsmorgun er að syngja vísu sem mamma mín Pá- lína kenndi mér og hún lærði í Flat- ey þar sem hún er uppalin, vísan er þannig: Blessuð jólin koma í kvöld, kátur verð ég þá. En ekki litlu aumingjarnir, úti í köldum snjá. Þar er átt við mýsnar, en við hugsum líka um fuglana þegar við förum með þessa vísu. Ég man allt- af eftir spennunni þegar hurðin inn í stofu var opnuð klukkan sex á aðfangadag. Þá voru mamma og pabbi búin að skreyta jólatréð og setja jólaljós í gluggana. Við systk- inin máttum ekki kíkja áður en há- tíðin gengi í garð. Þetta var fyrir tíma sjónvarpsins svo ekki var horft á barnaefni fyrir komu jólanna. Við fórum alltaf í mat til afa og ömmu á aðfangadagskvöld og opnuðum pakka þar. Mér finnst alltaf svo gaman þeg- ar fjölskyldan kemur saman og helst vil ég hafa börn og barnabörn sem flest í kringum mig um hátíð- arnar. Við hjónin erum svo lánssöm að hafa endurheimt bæði börnin okkar heim í Grundarfjörð, eftir að þau prófuðu að búa annars staðar um tíma. Þakklæti er mér efst í huga, þegar ég hugsa um síðastliðið ár. Mest er ég þakklát fyrir fjölskylduna mína, við höfum lært að það er ekki sjálf- gefið að allir séu við góða heilsu en við trúum að nýtt ár gefi okkur og ykkur öllum endurnýjaðan styrk til að takast á við hvað sem er og horf- um björtum augum fram á við. Ég óska öllum gleði og friðar með hækkandi sól. Olga Sædís Einarsdóttir. Gamla jólatréð frá ömmu Fríðu komið upp í Bjargarsteini Mathúsi. Olga ásamt fjölskyldu sinni ein jólin. Jólakveðja úr Eyja- og Miklaholtshreppi: „Þeir sem kærleiks láta ljós - lýsa og ylja þreyttum hjörtum“ Mig langar að deila með ykkur einni þeirri bestu og fallegustu minningu sem að ég á um aðdraganda jóla úr barnæsku. Við erum stödd í gamla bæn- um á Ytra-Hólmi í Innri-Akra- neshreppi, nú Hvalfjarðarsveit, hjá ömmu minni og afa, Bryndísi og Jóni heitnum. Það er komin Þor- láksmessa. Jólagardínurnar eru komnar upp fyrir eldhúsgluggann og logar á brúna fallega aðventu- ljósinu þeirra. Það eru mandarínur í skál á eldhúsborðinu. Amma hef- ur bakað fjölmargar sortir af smá- kökum, lagtertum, hveitikökur og fleiru eins og henni og húsmæðrum af hennar kynslóð er einum lagið. Ilmur af negul og kanil fyllir loftið ásamt keim af tekkolíu og gólfbóni. Að vanda hefur amma farið mikinn í þrifum og borið á öll viðarhús- gögnin í stofunni. Það má spegla sig á eldhúsgólfinu, það gljáir svo eftir að það fékk jóla-bónið. Í minning- unni segir þessi ilmur sem að liggur í loftinu að það séu alveg að koma jól. Afi liggur flatur á eldhúsgólfinu nýbónaða í hádegis-leggjunni sinni og óma frá honum dálitlar hrot- ur. Amma er að setja á rjómatertu. Svona alvöru rjómatertu. Svamp- botna sem að hún hefur að sjálf- sögðu bakað sjálf, bleyttir með safa af kokteilávöxtum og liggja þeir svo á milli botnanna kæfðir í þeytt- an rjóma. Svo er rjóma sprautað úr sprautupoka með stút með örugg- um og fimum handtökum ömmu utan á tertuna. Er verkið fullklárað þegar nokkrum kokteilberjum hef- ur verið komið fyrir ofan á öllum herlegheitunum. Einum og ein- um bita af kokteilávöxtum er laum- að í minn munn af ömmu á með- an ég stend á stól við hlið hennar og hef ekki af henni augun á með- an hún töfrar fram þetta listaverk. Að lokum fæ ég að sleikja rjómann af sleifinni. Föðursystir mín situr við eldhúsborðið, drekkur Tab úr glerflösku og fær sér smók á meðan hún bíður þess að tertan verði klár en hún hefur fengið það verkefni að koma tertunni þangað sem að hún á að fara. Þessi terta á að fara til Halldórs eða Dóra eins og hann var kallaður og bjó á Heynesi. Dóri var einbúi til margra ára. Dóra var færð rjómaterta á Þorláksmessu frá ömmu allt til hans síðustu jóla, árið 2001. Dóri kom svo við í einhverri ferðinni á Akranes á hjólinu sínu þegar sól fór að hækka á lofti og skilaði tertudisknum. Í eitt skiptið fylgdi með miði og á honum stóðu þessar ljóðlínur eftir hann sjálfan: Þegar lægst á lofti er sól ljóma kærleikans ljósin björtu annars væru engin jól og ekkert gleddi döpur hjörtu. Þeir sem kærleiks láta ljós lýsa og ylja þreyttum hjörtum líkt og vorsól vermir rós veita frá sér geislum björtum. (Höf: Halldór Kristjánsson, Heynesi) Þetta gerði amma alltaf á Þor- láksmessu og farið var með tertur og ostabakka á fleiri staði en bara til Dóra. Þessi fallega hefð nær a.m.k. aftur til tengdamóður ömmu eða langömmu minnar Petrínu Jóns- dóttur á Ytra-Hólmi. Að muna eft- ir og hugsa til einstæðinga og lít- ilmagna í aðdraganda hátíða, há- tíðar ljóss og friðar. Ljóðlínurn- ar hans Dóra segja svo margt. Oft þarf ekki mikið til að ylja einstæð- ingsins hjarta. Þetta innlegg tek ég með mér úr barnæskunni, sem og svo margt annað sem að hún amma og aðrir hafa kennt mér og er hjarta mitt fullt þakklætis fyrir það. Ég er mikið jólabarn og hef alltaf verið og sést það vel á heimilinu. Oft hefur verið hlegið að því að maður- inn minn sé ennþá með glimmer í skegginu fram undir þorrann eft- ir skreytinga æðið mitt. Á þessum dimmasta tíma ársins finnst mér yndislegt að lýsa tilveruna aðeins upp í kringum mig, með ljósum og skrauti. En þrátt fyrir allt heimsins prjál, þá megum við ekki gleyma því um hvað jólahátíðin snýst. Fyr- ir mér snýst hún um kærleik, ást og frið. Þetta er hátíð barnanna og það er yndislegt og þakkarvert að fá að upplifa jólin í gegnum börnin sín. Njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Láta eitthvað gott af sér leiða og gleðja hjörtu annarra. Vera góð við hvort annað. Langar mig að senda lesendum Skessuhorns mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld og frið á nýju ári úr Eyja- og Mikla- holtshreppi. Sigurbjörg Ottesen Brúðhjónin reka hér kýrnar heim í mjaltir á brúðkaupsdaginn sinn. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography Sibba frá Hjarðarfelli á brúðkaups- deginum í sumar. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.