Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 53

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 53
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 53 Kveðjur úr héraði Digranesgötu 6 - Borgarnesi - Sími: 437 1920 S K E S S U H O R N 2 01 9 Geirabakarí óskar öllum gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs. Þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða. 21. desember laugardagur 8.00-16.00 22. desember sunnudagur 8.00-16.00 23. desember Þorláksmessa 7.00-18.00 24. desember Aðfangadagur LOKAÐ 25. desember Jóladagur LOKAÐ 26. desember Annar í jólum LOKAÐ 27. desember föstudagur 7.00-18.00 28. desember laugardagur 8.00-16.00 29. desember sunnudagur 8.00-16.00 30. desember mánudagur 7.00-17.00 31. desember Gamlársdagur LOKAÐ 1. janúar Nýársdagur LOKAÐ 2. janúar fimmtudagur 7.00-17.00 Opnunartími fram yfir jól Verslum í heimabyggð Jólakveðja úr Borgarnesi: Senn líður að jólum – og 2019 rennur sitt skeið Það er ótrúlegt hve árin líða hratt sérstaklega eftir að eftirlaunaaldr- inum er náð. Héðan úr Borgarnesi er allt gott að frétta og hefur árið verið einstaklega gott hvað veðurfar varðar, ég man varla eftir eins góðu sumri. Árið byrjaði vel. Í lok janúar var Teddi lögga með sýninguna sína „Farðu á þinn stað“. Þar rifjar hann upp æskuminningar sínar og sögur úr starfi og leik. Þetta var alveg ein- staklega skemmtileg sýning og var mikið hlegið. Sýningin var á Sögu- lofti Landnámssetursins en fleiri góðar sýningar sá ég þar á árinu. 17. júní hátíðarhöldin í Skalló klikka ekki. Þar er yfirleitt alltaf logn og gott veður í skjóli trjánna. Það er alltaf viss stemning að sitja úti í garði og fá sér kaffi og kruð- erí hjá kvenfélagskonunum og hitta mann og annan. Þar hittir mað- ur oft brottflutta Borgnesinga sem segjast hvergi vilja vera á 17. júní nema í gamla góða Nesinu sínu. Brákarhátíð var á sínum stað í júnílok. Björgunarsveitin bauð í siglingu á bátum sínum og fleiri buðu fram báta og var mjög vin- sælt. Þar á meðal flaggskip okk- ar „Ellan“ bauð fólki á sjó. Annars liggur hún yfirleitt allt sumarið á Brákarsundi til mikillar prýði. Öll- um var boðið í morgunverð á plan- inu hjá Fornbílasafninu, en á eft- ir voru skemmtiatriði. Opið var hjá Fornbílafélaginu, Golfklúbbnum, Skotfélaginu og Nytjamarkaðinum. Seinnipart dagsins var brekkusöng- ur í Dalhallanum og var meiriháttar gaman að sitja þarna og syngja með öllum hinum. Undanfarið rúmt ár hefur hóp- ur fólks frá sjóbaðsfélaginu „Sea- men“ stundað sjóböð hér við Borg- arnes. Ég verð að monta mig af því að ég og vinkonur mínar syntum oft í sjónum fyrir ca. 60 árum og fór- um alltaf út frá gömlu kaupfélags- bryggjunni. Í júlí fór hluti stórfjölskyldunnar í sumarbústað á Eiðum og nutum við þess að skoða nágrennið og fara niður á firðina. Við fengum sæmi- legt veður í ferðinni, fórum suð- urleiðina heim, stoppuðum til að skoða Jökulsárlón og dást af því. Í sumar lét ég loksins verða af því að labba úr Einkunnum og niður að Borg. Það er búið að vera lengi á döfinni hjá mér, en góð kunn- ingjakona sem farið hefur þessa leið margoft sem fararstjóri fór með okkur. Við vorum einstak- lega heppnar með veður og fló- inn alveg þurr svo þetta var ekkert nema dýrðin ein. Allt í einu birt- ist ein úr gönguhópnum labbandi á móti okkur, það lífgaði upp á sel- skapinn. Við stoppuðum svo í garð- inum hjá prestshjónunum og áttum gott spjall. Úr því ég er að tala um göngu þá er hér hópur fólks, Gal- vaski gönguhópurinn, sem gengur saman á hverjum þriðjudagsmorgni í ca. eina klukkustund. Um daginn var ég svo heppin að fá að skoða nýja salinn og aðr- ar breytingar í grunnskólanum. Þetta er alveg stórglæsilegt og öll- um til sóma. Útsýnið úr salnum er alveg dásamlegt, það er ekki hægt að hugsa sér fallegra málverk. Mikl- ar breytingar eru orðnar á gamla góða skólanum mínum. Þegar ég byrjaði þar fyrir 69 árum voru fjór- ar kennslustofur, smíðastofa, mat- reiðslustofa og þessi flotti leikfimi- salur. Þar æfðum við þegar við urð- um Íslandsmeistarar í körfubolta 1964. Ég verð nú að segja að ég sé þó nokkuð eftir honum, en hann var búinn að standa fyrir sínu en síðast var þar kennd smíði. Grunnskólinn tók Bjössaróló í fóstur í vor. Krakk- arnir á unglingastigi grunnskólans ásamt umsjónarkennurum máluðu tækin og löguðu það sem bilað var. Þetta ár sem nú rennur sitt skeið er eitthvað það sólríkasta sem ég man eftir. Veðrið er búið að vera gott síðan í maí og fegurð sólar- lagsins engu lík núna í nóvember. Nú er mál að ég linni þessum þönk- um mínum. Munum að njóta að- ventunnar, gefa okkur stund með vinum og vandamönnum, drekka súkkulaði og borða smákökur. Óska ég lesendum Skessuhorns gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs og megi nýja árið verða okkur öllum gott og gæfuríkt og munum eftir að gefa smáfuglunum. Á hugann leita löngu gengnir dagar ljúft er þá í minningunni að geyma best og bjartast, - upp úr öllu skagar bernsku minnar jólin hérna heima. (IH) Jólakveðja úr Borgarnesi, Ingibjörg Hargrave Sólsetur í Borgarnesi Ingibjörg Hargrave, eða Imba eins og hún er oft kölluð, á góðri stundu í sumar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.