Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Side 63

Skessuhorn - 18.12.2019, Side 63
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 63 Jólagleði í Garðalundi var haldin í fjórða skipti síðastliðinn laugardag 14. desember en það eru þær Hléd- ís Sveinsdóttir, Sara Hjördís Blöndal og Margrét Blöndal sem sjá um að skipuleggja viðburðinn. Mikill fjöldi fólks lét sjá sig með gleðina að vopni og vasaljós í hönd og er óhætt að segja að Jólagleði í Garðalundi hafi verið vel tekið meðal íbúa á Akra- nesi. Skaginn 3X bauð upp á heitt kakó fyrir þá sem komu með bolla með sér. Ýmsar skemmtilegar fígúr- ur voru á sveimi í Garðalundi þetta kvöld og þá voru bæði nemendur úr Brekkubæjarskóla og nemendur úr Grundaskóla með tónlistaratriði fyr- ir gesti. Jólakettir voru á stjá á svæð- inu og lét enginn annar en Hurðas- kellir sjá sig um kvöldið. Fallegt veð- ur var í Garðalundi þessa kvöldstund en tunglið var nánast fullt og gaf góða birtu en þó var nokkuð kalt svo fólk stoppaði ef til vill ekki jafn lengi og venja er. Krakkarnir voru allir spenntir og glaðir og leyndi spennan sér ekki í andlitum þeirra. Sú nýjung var gerð í ár að boðið var upp á jólaböruburð þar sem gest- ir gátu keyrt börnin í jólaskreyttum og upplýstum hjólbörum og vakti það mikla lukku. Ljósin hans Gutta fá að lifa áfram í Garðalundi út þrettándann svo það er kjörið tæki- færi fyrir íbúa Akraness og aðra gesti að kíkja við í Garðalundi og njóta þess að ganga þar um í birtunni sem ljósin gefa núna yfir dimmasta tíma ársins. arg/ Ljósm. Jónas H. Ottósson Hurðaskellir kom á Jólagleði í Garðalundi Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar Sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Skólastjórnendur GRUNNSKÓLI BORGARFJARÐAR HVANNEYRI KLEPPJÁRNSREYKJUM VARMALANDI SK ES SU H O R N 2 01 5 Óska starfsmönnum mínum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þakka samskiptin á árinu sem er að líða. Eiríkur Ingólfsson SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.