Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 64

Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 64
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201964 Það var á fallegum vetrardegi sem blaðamaður Skessuhorns heimsæk- ir Brákarhlíð í Borgarnesi. Tilefn- ið var að setjast niður með þrem- ur systrum á tíræðisaldri, en þær eru fæddar árin 1925 til 1927. Syst- urnar Guðrún, Elísabet og Guð- ríður Jónsdætur ólust upp í Bæj- arsveit í Borgarfirði, vilja kenna sig við Þingnes þar sem fjölskyld- an átti fyrstu búskaparár sín. Föð- ur sinn misstu þær Alþingishátíð- arárið 1930 þegar þær voru barn- ungar að aldri. Síðar þegar móðir þeirra hafði tekið saman við annan mann var nýbýlið Árbakki stofnað út úr jörðinni og byggt upp. Eins og gengur fóru þær allar í sitthvora áttina eftir að barnsskónum var slit- ið, en þó ekki lengra en svo að þær áttu allar heima á Vesturlandi nær alla tíð, að undanskildum þrem- ur árum sem Elísabet bjó í Noregi. Nú búa þær systur allar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Þær una hag sínum vel, segja dekrað við sig af starfsfólki. Þó óskar Guðríður, sem flutti síð- ust inn í Brákarhlíð, þess að kom- ast á sömu hæð og systur hennar. Hún segist hins vegar kunna vel á lyftuna í húsinu og því fari hún nær daglega í heimsókn til systra sinna; „ég haltrast þetta til þeirra, hef bara gott af því,“ segir hún og bætir við að þær nái vel saman og hafi raunar alla tíð gert. Móðirin hét stóru nafni „Við fæðumst allar systurnar í Þingnesi. Foreldrar okkar voru Jón Hjálmsson sem var frá Þingnesi en móðir okkar hét Magnfríður Him- inbjörg Magnúsdóttir Waage. Stórt nafn sem hún bar vel. Þetta Him- inbjargarnafn er vestan úr Arn- arfirði,“ segir Guðríður í upphafi samtals okkar. „Pabbi okkar var frá Þingnesi. Þar voru kjörin góð á þess tíma mælikvarða og systkinin fengu hvert sína jörð í fyrirfram arf, eins og það væri kallað nú. Pabbi okk- ar hafði fengið jörðina Dagverð- arnes í Skorradal í sinn hlut en bjó þar aldrei. Mamma okkar kom með hálfbróður okkar með sér að Þing- nesi; Ketil Jóhannesson sem fæddur var 1923. Foreldrar okkar gifta sig og við systurnar fæðumst svo hver á sínu árinu þegar þau bjuggu í Þing- nesi; Guðrún 1925, Elísabet 1926 og ég 1927,“ segir Guðríður. Guð- rún systir hennar bætir við að faðir þeirra hafi veikst af lungnabólgu og dáið 1930. Það hafi reynst þeim öll- um mikill missir. Móðir þeirra gift- ist síðar Guðna Loftssyni sem kom- ið hafði sem ráðsmaður í Þingnes. „Þau byggja nýbýlið Árbakka og þar bætist mömmu tvö börn í hópinn, hálfsystkini okkar; Jóhanna Guðný sem fæddist 1932 og Jón Magn- ús 1936. Jóhanna hefur búið lengst af í Bandaríkjunum en Jón Magn- ús bjó í Reykjavík en er nú fallinn frá. Mamma okkar og Guðni flytja í Kópavog 1948 og hann deyr ári síðar. Hafði misst heilsuna nokkr- um árum áður. Guðni var reynd- ar alla tíð andlega vanheill og við eigum ekki bjartar minningar um hann,“ segir Guðrún. Magnfríður Himinbjörg móðir þeirra flyst svo aftur upp að Árbakka eftir fráfall Guðna, þar sem hún heldur heim- ili með Katli elsta barni sínu allt þar til hún fellur frá á 94. aldursári árið 1994. Ketill hafði ungur mað- ur veikst af berklum og þurfti því af og til að leita sér lækninga á Vífils- stöðum. Hann var bóndi á Árbakka alla tíð, ógiftur og barnlaus, bjó þar með kýr og kindur. En hvað það var skrýtið „Á fyrstu árum okkar systra og Ketils bróður okkar var ekki búið að byggja nýbýlið Árbakka. Ég er svo lánssöm að hafa gott minni og man vel eftir Jóni föður okkar. Til dæmis man ég eins og gerst hafi í gær þegar ég fékk að sitja á jarpble- sótta hestinum Glæsi þegar pabbi var að slóðadraga og hesturinn dró slóðann. Ég var eiginlega alin upp á hestbaki og hef alla tíð elsk- að hross. Ég reið ein á hesti þeg- ar ég var tveggja ára og var alltaf frekar lagin með hross,“ segir Guð- rún og glampi góðra æskuminninga kemur í augu hennar. Hún segist síðar hafa búið með manni sínum Þórði Jóhannessyni á Kvígsstöðum í Andakíl í ein sextán ár og átti þar hross sem henni þótti afar vænt um. „Þegar við svo flytjum frá Kvígs- stöðum læt ég fella alla hestana mína. Ég hef ekki stundað hesta- mennsku eftir það, en hef alltaf haft unun af að fylgjast með þeim, t.d. í sjónvarpinu og í gegnum einn af- komandann. Jú svo hef ég gaman af því að horfa á handbolta. Nú, við fluttum fyrst á Akranes þar sem við vorum í tvö ár en frá 1965 bjuggum við Þórður í Borgarnesi, en síðasta árið hef ég verið hér í Brákarhlíð,“ segir Guðrún. Sjálf er hún hafsjór af fróðleik frá fyrri tímum og minnugust þeirra systra þótt elst sé. Kann til að myn- da ógrynni af vísum og kvæðum og fór, á meðan blaðamaður staldraði við hjá þeim systrum, með nokkrar vísur en auk þess þuluna; „En hvað það var skrýtið“ eftir Pál J Árd- al. Þeir sem þekkja vita að þetta er heljar löng þula, en Guðrún sló aldrei feilpúst meðan hún fór með hana. „Ég þakka Guði fyrir að hal- da andlegu atgervi komin á þennan aldur. Er slæm í fótum, eina sem pl- agar mig,“ segir hún. Ungar komnar í vinnu Tæknibyltingin var ekki búin að hefja innreið sína í sveitir lands- ins þegar stúlkurnar voru á sínum fyrstu árum. „Þá voru öll verk og þar með talinn heyskapur í Þing- nesi allur unninn í höndunum, slegið með orfi og ljá og rakað með hrífu og handbundið í knippi. Hestasláttuvélar komu til dæmis ekki á bæi fyrr en eftir 1930,“ seg- ir Guðrún. Börn tóku strax og þau gátu vettlingi valdið þátt í öllum störfum. „Ég man að ég var farin að mjólka þegar ég var sjö ára. Annars vildi ég strax sem barn frekar vinna úti en sinna einhverjum innistörf- um,“ segir Guðríður. Elísabet systir hennar bætir við að Guðríður syst- ir hennar hafi alltaf verið meira fyr- ir útiveruna. „Manstu þegar við átt- um að vera inni að læra, þá þurfti kennarinn að hafa fyrir því að ná þér og strákunum inn, þið vilduð bara vera úti að leika ykkur,“ seg- ir Elísabet og hlær við endurminn- inguna. „Já ég var alltaf svona,“ seg- ir Guðríður. „Líklega var ég svona strákastelpa. Til dæmis leiddist mér alla tíð barnauppeldi, var aldrei neitt fyrir slíkt. Það var bara lagt á mig að eiga þessi börn og ala þau upp. Það var hræðilega leiðinlegt að standa í þessari innivinnu,“ segir Guðríður og uppsker hlátur systra sinna sem minna hana á að börn átti hún fimm talsins og afkomendurnir eru komnir yfir sextíu. „Já, en það er svo allt annað með barnabörnin en manns eigin börn. Það má dekra við þau og svo fara þau bara til síns heima,“ segir Guðríður og hlær. Ráðskona í 32 ár Þegar tognaði úr þeim systrum lá leið þeirra í sitthvora áttina. Guð- rún fór ung að búa á Kvígsstöðum með manni sínum Þórði. Tvö börn þeirra voru þá fædd, eitt fæddist þar en yngsta barnið í Borgarnesi eftir að flutt var þangað. „Ég man hvað ég var ótrúlega spennt þegar Guð- rún systir okkar eignaðist Magn- fríði, frumburðinn sinn og fyrsta barnabarn foreldra okkar. Þá var ég komin í Héraðsskólann í Reyk- holti og iðaði í skinninu að fá að hitta þessa litlu frænku mína,“ rifj- ar Elísabet upp og þær systur eru á því að líklega væri hún mest fyrir börn af þeim systrum. Sjálf eignað- ist Elísabet einn son, Jón Atla sem fæddur er 1956, en hún var aldrei í sambúð. „Ung fór ég til starfa í ís- lenska sendiráðinu í Osló. Bjarni Ásgeirsson sendiherra frá Reykjum í Mosfellsbæ plataði mig með sér út. Ég samþykkti að prófa og árin urðu þrjú. Þar fæðist sonur minn Jón Atli. Það var óskaplega gott að vera í Noregi. Fljótlega eftir veruna þar réði ég mig sem ráðskonu við Barnaskólann á Varmalandi í Staf- holtstungum. Ætlaði sömuleiðis ekki að vera lengi í því starfi, held ég hafi lofað því fyrst að vera hálfan vetur, en árin mín þar við matseld urðu 32 og ég hætti þegar ég varð sjötug,“ segir Elísabet, en margir sem átt hafa viðdvöl á Varmalandi muna Elísabetu og minnast henn- ar sem órjúfanlegs hluta af skóla- haldinu. Eftir að starfsævinni lauk flutti Elísabet heim að Árbakka og bjó þar með Katli bróður þeirra systra, en hann lést aldamótaárið 2000. Síðar flytur hún í Borgarnes og er nú búin að vera í þrjú ár bú- sett í Brákarhlíð. Hefur nóg fyrir stafni Guðríður byrjaði að búa í Borgar- nesi 1950 með Jónasi Þórólfssyni manni sínum. Þar fæddust öll þeirra börn. Árið 1976 fluttu þau vestur að Lynghaga, skammt frá Vegamótum í Miklaholtshreppi. Eftir að maður hennar deyr býr hún ein fyrir vest- an í átta ár en flytur eftir það aftur í Borgarnes. Í sumar, eftir að hafa dottið og meitt sig, fékk hún her- bergi í Brákarhlíð. Hún er dugleg við handavinnu og prjónar lopa- peysur í gríð og erg, horfir á sjón- varp, hlustar á útvarp og fylgist vel með líðandi stund og stórum hóp afkomenda. „Ég hef það afskaplega gott og kvarta ekki,“ segir hún. Þakklátar lífinu Þær systur er þakklátar lífinu og til- verunni og einstaklega jákvæðar. Vafalítið hefur góð skaphöfn hjálp- að þeim í gegnum lífið. Afkom- endahópurinn er stór og þær segj- ast stoltar af honum, samanlagt 124 manns. „Við erum svosem engin unglömb lengur, munum tímana tvenna,“ segja þær og brosa hver til annarrar. „Það er eiginlega alveg merkilegt hvað við erum. En það er huggulegt að lenda svona aftur á sama heimilinu eftir öll þessi ár. En þú skrifar að við viljum láta kenna okkur við Þingnes, þar fæddumst við og eigum okkar rætur,“ seg- ir aldursforsetinn Guðrún að end- ingu. mm Systurnar Guðríður, Elísabet og Guðrún Jónsdætur frá Þingnesi. Þrjár systur búa nú saman í Brákarhlíð: „Við viljum láta kenna okkur við Þingnes þar sem við áttum fyrstu og bestu bernskuárin“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.