Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 66

Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 66
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201966 Nýbýlið Ægissíða í Hvalfjarðar- sveit lætur ekki mikið yfir sér. Það er byggt á spildu úr landi Más- staða og kúrir húsið í skjóli við mön fjallmegin við Innnesveginn. Þar er kominn myndarlegur trjálund- ur. Litlar skógarplöntur fá góðan aðbúnað með því að óseldar bæk- ur eru lagðar við stofn þeirra til að bægja illgresi frá og síðar meir breytast þær í næringu. Kartöflur eru ræktaðar og geymdar í jarð- hýsi á lóðinni. Húsið byggðu hjón- in Áskell Þórisson og Vilborg Að- alsteinsdóttir og ákváðu að gera að íverustað sínum þegar aldurinn færðist yfir. Nú hallar að starfslok- um hjá þeim báðum og hyggjast þau nú byggja við húsið og koma sér þar enn betur fyrir. Þau hafa í hyggju að selja eða leigja húsið sitt í Kópavogi og segjast njóta þess að vera í sveitinni. Tengsl þeirra við Vesturland eru ekki mikil, önnur en þau að Áskell starfaði um tíma sem kynningarstjóri Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri en fjöl- marga þekkir hann frá fyrri störf- um sínum. Hann var blaðamaður að ævistarfi, var fyrsti blaðamaður- inn sem ráðinn var í fullt starf utan höfuðborgarsvæðisins, var fyrst á Tímanum en lengi hjá Degi á Ak- ureyri, þar sem hann á sínar ræt- ur, en suður fyrir heiðar fluttu þau fyrir mörgum árum. Áskell stofn- aði Bændablaðið fyrir Bændasam- tökin, var fyrsti ritstjóri blaðsins og segir að blaðamannabakterían sé ódrepandi, ekki ósvipað og miltis- brandurinn. Fyrir nokkrum árum hætti hann á Bændablaðinu, var um tíma kynningarstjóri Landbúnað- arháskóla Íslands en nú seinni árin hjá Landgræðslunni. Áskeli er annt um umhverfið og segir Íslendinga þurfa að taka sig á í þeim efnum. Við lítum yfir feril Áskels. Byrjaði með útgáfu í skátafélagi „Á Akureyri sleit ég barnsskón- um. Ég fékk fjölmiðlabakteríuna ansi snemma og ljóst hvað í stefndi. Þegar ég var í skátunum fyrir margt löngu gáfum við félagarnir út blað sem fjallaði um skátalífið. Ég minnist þess að við fengum að slá inn texta á IBM kúluritvél á skrif- stofu Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. Við notuðum stensla sem síð- an voru settir í fjölritunarvél. Þetta var gaman í byrjun en þegar við nenntum ekki að skrifa meira, datt einhverjum það snjallræði í hug að setja í texta að fjölritunarvélin hefði bilað og því væri ekki hægt að koma með fleiri fréttir! Auðvitað héldu þessi rök ekki vatni en við vorum hamingjusamir með fjölritaða blað- ið okkar, töldum okkur hokna af reynslu. Þar með held ég að takt- urinn hafi verið sleginn. Þarna var kviknaður einhver neisti sem ekki hefur tekist að slökkva.“ Myndaði fyrsta sjónvarpskvöldið Ljósmyndun kom snemma inn í líf Áskels. „Ég átti Kodak Instamatic og myndaði til dæmis fyrsta kvöld- ið þegar Ríkissjónvarpið hóf göngu sína. Ég tók hverja myndina á fæt- ur annarri af skjánum en vissi ekki fyrr en myndirnar komu úr fram- köllun að flassið þurrkaði út mynd- ina á skjánum. Ég átti því margar myndir af sjónvarpstæki móður- systur minnar í Hafnarfirði,“ segir Áskell og hlær. „Síðar kom ég mér upp framköllunartækjum í geymslu í húsi foreldra minna. Frændi minn tók þátt í fyrirtækinu og við lét- um strax útbúa stimpil með orðinu „Hrollur“ en svo skírðum við starf- semina. Saga Hrolls var stutt, en við áttum stimpilinn nokkuð lengi.“ Taldi að atvinnuboðið væri grikkur Áskell fullyrðir að hann sé fyrsti blaðamaðurinn sem nokkur fjöl- miðill réði í fullt starf utan höf- uðborgarsvæðisins. „Framsókn- armenn í Norðurlandskjördæmi eystra fengu nasaþef af því að ég hefði áhuga á blaðamennsku og þeir vildu koma sér og sínum verk- um á framfæri á síðum Tímans. Ég hef skólasystur mína á Dalvík grunaða um að hafa sagt Hilm- ari Daníelssyni, sem síðar flutti út skreið til Afríku, að ég væri mögu- legur kandídat í þetta starf. Lík- lega hefur Hilmar verið formaður kjördæmisráðsins. Hilmar hringdi í mig að kvöldi dags og kynnti sig og hóf að segja mér frá því að það væri laust starf blaðamanns á Akur- eyri. Svona voru nú tengslin náin milli blaðs og flokks. Ég gerði strax ráð fyrir að Hilmar þessi væri ekki til og að skólasystkini mín væru að gera at í mér. Ég sleit því samtalinu frekar fljótt og sagði föður mínum heitnum frá meintum grikk félaga minna. Pabbi kannaðist við Hilm- ar og sagði mér að hringja snarlega í manninn, sem ég og gerði. Hilm- ar sagði mér síðar að fyrra samtal- ið hefði verið með þeim undarleg- ustu sem hann hefði átt um ævina. Til að gera langa sögu stutta þá var ég ráðinn sem blaðamaður Tím- ans á Norðurlandi eystra með að- setur á Akureyri og þar var ég sum- arið 1975.“ Framkallað á klósettinu En hvernig var það fyrir ung- an manninn að koma inn í blaða- mennsku á þessum tíma? „Þegar maður er um tvítugt getur mað- ur allt! Mér fannst ekkert eðlilegra en að fara að skrifa fréttir um líf- ið á Norðurlandi. Tölvur voru ekki þvælast fyrir manni í þá daga. Ég átti Olivetti ritvél sem ég notaði og lagði auk þess til myndavél. Trú- lega hefur Tíminn útvegað fram- köllunartæki sem ég setti upp á sal- erni skrifstofunnar. Framsóknar- mennirnir lögðu mér líka til lítinn Fiat bíl sem ég notaði allt sumarið. Ritvélin dugði vel allt þar til gest- ur í samkvæmi á skrifstofunni hellti líkjör yfir vélina þannig að stafa- settið límdist saman.“ Áskell hlær að þessum endurminningum, en í frumkvöðlastarfi sem blaðamaður þurfti hann að þróa starfið allt frá grunni. „Ég fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa þessa veru mína á Akureyri. Ég var í nokkra daga hjá Tímanum í Reykjavík til að kynnast fólkinu sem starfaði á blaðinu. Þá var Kristinn Finnbogason, þekkt- ur maður á sinni tíð, framkvæmda- stjóri Tímans. Gull af manni. Hann var mjög hrifinn af því að nýi blaða- maðurinn hafði með sér tjald þeg- ar hann fór um Norðurland. Yfir- leitt borðaði ég nesti sem móð- ir mín útbjó. Dagpeningar og yf- irvinna voru óþekkt fyrirbæri en Kristinn greiddi mér launaupp- bót í september. Mér fannst það býsna gott. Hann gaf mér líka stór- an vindil þegar ég kom suður seint um haustið.“ Erlendar fréttir og svo var hring í framsóknarmenn En hvað er minnisstæðast frá þessu fyrsta sumri blaðamanns á lands- byggðinni? „Hugsanlega er það frétt sem ég skrifaði um ólöglegar hrefnuveiðar Norðmanna úti fyrir Norðurlandi. Ég held að þessi frétt hafi orðið til þess að Norðmenn hættu hrefnuveiðum við Ísland. Að minnsta kosti lítur það vel út í minningunni að ég hafi lagt mitt af mörkum til þess að hrekja frændur okkar á brott! Þegar maður horf- ir til baka er alveg með ólíkind- um hvað Tímamenn treystu unga fólkinu sem vann hjá blaðinu. Þeg- ar ég var síðar blaðamaður Tím- ans í Reykjavík sá ég um erlendar fréttir í stuttan tíma. Þá ruddu vél- ar út úr sér fréttum frá útlenskum fréttastofum en ég las og má full- yrða að mitt mat á því hvað væri helst að fá frá útlöndum hafi feng- ið að ráða. Ég þýddi langa og stutta texta um hitt og þetta sem var að gerast í heiminum. Þess á milli hringdi maður í kaupfélagsstjóra og Framsóknarmenn og leitaði frétta. Á þessum árum áttaði ég mig á því að fundargerðir sveitarfélaga voru – og eru – gullnáma fyrir blaðamenn. Ég gerðist áskrifandi að fundagerð- um og las þær spjaldanna á milli. Seinna gat maður komist í sömu námur í gegnum netið. Oft sendi ég dugmiklum fundarriturum þakk- læti í huganum. Þeir hjálpuðu mér mikið í starfi.“ Óreglusamt líferni Til er gömul „mýta“ um að á rit- stjórnum fjölmiðla hafi þurft að skera sig í gegnum vindlareyk auk þess sem margir hafi hallað sér um of að stútnum. „Já, þegar ég byrjaði sem blaðamaður upp úr 1975 var talsvert áfengi haft um hönd. Það mátti varla opna svo hárgreiðslu- stofu að ekki voru boðaðir blaða- menn á staðinn og vel veitt. Ég man ekki betur en að norrænu umferð- Áskell Þórisson ritstjóri lítur yfir farinn veg við blaðamennsku og önnur störf: Markmiðið var að bændur biðu eftir Bændablaðinu Áskell Þórisson í Ægissíðu sýnir hér stoltur karföfluuppskeruna. Áskell og Vilborg heima í eldhúsi í Ægissíðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.