Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Side 67

Skessuhorn - 18.12.2019, Side 67
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 67 aröryggisári hafi lokið með miklu fylleríi! Þegar hitaveita nokkur við Faxaflóa var gangsett var svo mik- ið veitt af hitaveitukokteil að mér er til efs að nokkur blaðamað- ur hafi getað skrifað um atburð- inn fyrr en daginn eftir. En auðvit- að fór það eftir fólki hvort það tók þátt í djamminu sem fylgdi starfinu. Sumir létu áfengi eiga sig sem bet- ur fer. En reykingar fylgdu stéttinni lengi vel. Sneisafullir öskubakkar af sígarettustubbum voru gjarnan á borðum blaðamanna. Þetta þótti bara sjálfsagt og eðlilegt – rétt eins og dagatöl af fáklæddum stúlkum á veggjum bílaverkstæða á sínum tíma.“ Nauðsynlegt að hafa áhuga á málum líðandi stundar Áskell segir að þetta fyrsta ár í blaðamennskunni hafi verið mjög eftirminnilegt. „Ég minnist þess frá þeim tíma þegar ég var hjá Tím- anum að ég var um skeið í slag- togi með ungri konu sem sagði mér að hún læsi alltaf greinarnar mín- ar í Tímanum. „Þessar,“ sagði hún, sem eru merktar AÞ. Ég kunni nú ekki við að segja við stúlkuna að Al- freð Þorsteinsson skrifaði greinar merktar AÞ. Hvað sem öðru líð- ur þá vissi hún líklega talsvert um málefni Reykjavíkurborgar en Al- freð var borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins á þessum tíma.“ En er til uppskrift af því hvern- ig fólk nær tökum á starfi blaða- manns? „Tja, já. Það skiptir öllu að hafa áhuga á því sem fólk er að gera. Hlusta. Ég held að það sé lyk- illinn. Jón Helgason, ritstjóri Tím- ans, sagði eitt sinn á ritstjórnar- fundi að það væri útilokað að tala við mann án þess að hann gæfi manni eina eða fleiri hugmyndir að fréttum. Jón kenndi mér mikið. Fyrst og fremst verður blaðamað- urinn að bera virðingu fyrir við- mælendum sínum, ræða við þá með áhugann að vopni og koma því sem sagt var í þokkalegan búning. Þú spyrð hvort hægt sé að læra blaða- mennsku. Svar mitt er hiklaust já. Það er hægt að læra ákveðin undir- stöðuatriði, verklag og tækni. Sjálf- ur fór ég í nám í hagnýtri fjölmiðl- un við HÍ. Það kenndi mér mikið enda var náminu stýrt af Sigrúnu Stefánsdóttur fréttamanni sem vissi nokk hvað hún vildi og hvað þyrfti að kenna.“ Bændablaðinu ýtt úr vör Eftir Tímaveruna ert þú blaðamað- ur Dags á Akureyri og síðar ritstjóri sama blaðs, en ef við nú stökkv- um yfir nokkur ár og förum til þess tíma er þú ýttir Bændablaðinu úr vör. Það hljóta að hafa verið spenn- andi tímar? „Já, það er saga að segja frá því. Ég verð þó að segja að árin mín hjá Degi og KEA á Akureyri voru afar skemmtileg. Ég átti þess kost að koma að Degi þegar hann var að vaxa og dafna. Dagsmenn vissu af mér hjá Tímanum og vildu endilega að ég kæmi norður og ynni með Erlingi Davíðssyni, sem margir þekkja af bókunum Aldn- ir hafa orðið. Erlingur vann þess- ar bækur á gamla rafmagnsritvél og hann sló inn texta eftir segulbandi. Síðan greip hann til skæranna og klippti frásagnirnar saman – rétt eins og „kött og peist“ í tölvum nú- tímans.“ En þetta var útúrdúr, að Bænda- blaðinu. Haukur Halldórsson, þá- verandi framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda, hringdi eitt sinn í mig þar sem ég stóð upp á end- ann og var að drekka kaffi í kaffi- stofu Samkeppnisstofnunar. Hauk- ur sagði mér að bændur vildu stofna blað og þeim hafði dottið í hug að fá mig til að koma því á koppinn. Ég sagði já á staðnum. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá svona tækifæri upp í hendurnar. Ekki löngu seinna var ég á fundi með Hauki og Jóni Helgasyni, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra, sem þá var formaður Búnaðarfélags Ís- lands. Á þessum fundi var samið um kaup og kjör og hvernig fyrstu skrefin yrðu stigin. Haukur og Jón báru slíkt traust til mín að ég velti því fyrir mér þegar ég gekk niður stigann hvort ég gæti nokkru sinni staðið undir því.“ Treyst á reynsluna Hvernig var að stofna blað? „Ég tók þessu eins og hverju öðru verk- efni. Bændur keyptu nafnið af hópi manna sem hafði gefið út blað með sama heiti. Okkur fannst að blaðið gæti ekki heitið öðru nafni. Tveir grafískir strákar, sem ég man ekki hvað heita, komu og útbjuggu haus blaðsins og tillögur um útlit, fyr- irsagnaletur og slíkt, komu frá al- mannatengslamanni úti í bæ. Þær tillögur voru ágætar en ég treysti fyrst og fremst á Guð, lukkuna og reynslu mína frá Degi og Tíman- um.“ En þurftir þú ekki að taka við fyr- irmælum frá bændaforystunni um það hvað ætti að standa í blaðinu? „Nei, ég minnist þess ekki að hafa fengið slík fyrirmæli. Ari Teitsson kom til sögunnar eftir fyrsta tölu- blað en hann var kosinn formað- ur nýrra samtaka bænda, Bænda- samtaka Íslands - BÍ. Við Ari áttum gott samstarf og auðvitað ræddum við um blaðið en Ari lét ógert að gefa beinar fyrirskipanir. Hins veg- ar var blaðið málgagn bænda og eftir því starfaði ég. Sigurgeir Þor- geirsson kom inn sem nýr fram- kvæmdastjóri og með öðru eins ljúfmenni hef ég aldrei starfað. Sig- urgeiri var eðlislægt að stjórna en slíkir menn eru fátíðir. Síðar varð Haraldur Benediktsson formað- ur BÍ. Það var Haraldur sem ber ábyrgð á því að ég byggði húsið Ægissíðu við Innnesveg, en hann seldi mér landskika úr landi Más- staða. Þegar líður á veturinn mun- um við hjónin flytja endanlega með allt okkar hafurtask í Ægissíðu. Haraldur er með betri þingmönn- um landsins. Ég veit ekki hvers vegna forysta Sjálfstæðisflokksins hefur sniðgengið hann við útdeil- ingu ráðherraembætta. Það er of- vaxið mínum skilningi.“ Varð að vera þannig blað að beðið yrði eftir því Áskell viðurkennir að fyrstu árin á Bændablaðinu hafi tekið á. „Ég hafði reyndar aldrei gert ráð fyrir öðru. Þetta yrði aldrei neinn dans á rósum. Auk þess að skrifa sá ég um umbrot blaðsins. Ég vissi nokk- urn veginn hvernig ég vildi sjá út- lit Bændablaðsins og lagði mikla vinnu í að hafa það „sölulegt“ ef svo mætti segja. Sá sem gefur út blað er að selja vöru og hún verð- ur að líta sæmilega út. Textinn, efni blaðsins, verður að vera fræðandi og vel skrifaður. En þar að auki þarf að pakka þessu þannig inn að fólk vilji lesa.“ En hafði Áskell trú á því að blaðið gæti náð fótfestu? „Ja, ég hefði ekki lagt upp í þessa vegferð ef ég hefði ekki trúað því. Ég minnist þess að á fyrstu mánuðum blaðsins var ég eitt sinn að ganga fram í matsal- inn í Bændahöllinni. Á undan mér voru tveir menn. Annar starfsmað- ur BÍ en hinn bóndi utan af landi. Ég heyrði að hann spurði vinnu- félaga minn hvort þetta Bænda- blað væri ekki bara bóla. Svarið lát- um við liggja á milli hluta – en það herti mig í að vinna blaðinu braut- argengi. En uppskriftin að Bænda- blaðinu var einföld. Það þurfti að flytja fréttir og greinar sem bænd- ur vildu – og þurftu að lesa. Blað- ið varð að vera þannig að bænd- ur biðu eftir því. Hins vegar varð ég á stundum var við að það voru smáauglýsingarnar sem menn lásu fyrst! Auðvitað var það eðlilegt. Það skorti vettvang af þessu tagi fyrir bændur og fáir eru eins dug- legir að kaupa og selja hluti í mis- góðu ástandi og einmitt bændur. Eiríkur Helgason var auglýsinga- stjóri blaðsins og hann var dugleg- ur að minna mig á velgengni smá- auglýsinganna. Með okkur voru af og til blaðamenn, oft ungt fólk með góða þekkingu á landbúnaði, en fyrstu árin vorum við tveir sem ýtt- um blaðinu áfram.“ Sveitirnar og þorpin eru samofin Má ekki segja að Bændablaðið hafi fljótt orðið landbúnaðarblað með dreifbýlislegum áherslum? „Jú, ég lagði strax áherslu á að fjalla líka um málefni dreifbýlisins auk hins fag- lega efnis sem snertir bændur sér- staklega. Stóru blöðin í Reykjavík voru ekki mjög upptekin af lands- byggðinni nema málin væru stór og mikil. Ég hafði áhuga á ýmsum smærri málum; persónum og leik- endum, á lífinu í sveitinni og næsta þéttbýli. Sveitirnar og þorpin eru svo samofin að það er ekki hægt að nefna annað nema hitt fylgi með. Margir þéttbýlisstaðir myndu þurrkast út ef sveitirnar vesluðust upp. Ég fór líka oft á samkomur í sveitum landsins og myndaði fólk og sagði frá. Lesendur vilja sjá sig sjálfa á síðum blaða. Það er bara mannlegt. En þessi hluti starfsins var ekki alltaf auðveldur og kostaði talsverðar næturvökur og ferðalög. Mér er illa við að fljúga og keyrði því á þessi mannamót en reyndi að nýta ferðirnar til að afla efnis. Ég man eftir að hafa ekið frá Reykjavík austur á Höfn til að tala við bónda; lagði af stað fyrir birtingu og var Til að hlúa að ungum skógarplöntum notar Áskell bílfarma af óseldum bókum forleggjara. Bækurnar bægja frá illgresi og verða síðar áburður. Kartöflurnar þurrkaðar. Framhald á næstu opnu

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.