Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Side 68

Skessuhorn - 18.12.2019, Side 68
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201968 kominn til baka fyrir kvöldmat. Hvort svona vinnulag er skynsam- legt, er svo aftur önnur saga.“ Einlægur áhugi á selenskorti En höfðu bændur og þeirra fólk oft samband við ritstjórnina? „Sem betur fer gerðu þeir það. Þeir töl- uðu stundum við mig eins og ég vissi allt um landbúnað. Mín „skólaganga“ í landbúnaði var fimm sumur í sveit í Presthólum í Núpasveit. Þangað fór ég fyrst sjö ára og fékk að launum meiri skiln- ing á því fólki sem byggir sveitir landsins. Ég var í Presthólum hjá afar góðu fólki sem ég minnist ætíð með hlýju og þökk. Lífsreynslan í Presthólum hjálpaði mér í mínu lífsstarfi. Ég er klár á því. Vissulega skildi ég ekki allt sem ég heyrði og sá. Mér er minnisstætt þegar ég sat í sunnlensku eldhúsi með tveimur bændum sem ræddu við mig – og sín á milli – um selenskort í kúm. Eftir tveggja tíma spjall um selen- vandamál var ég eiginlega búinn að fá nóg. Ég get ekki sagt þér hvað þeir sögðu – ég skildi það ekki! En ég get sagt þér að áhugi þeirra var svo einlægur að maður eiginlega beygði af. Búskapurinn var svo stór hluti af þeirra lífi að ekkert annað komst að. Sumt af þessu fólki var ef til vill hrjúft á yfirborðinu en ef maður komst inn fyrir skelina sá maður fljótt að þetta fólk elskaði landið sitt og búsmalann. Það hafði einhverja ofurmannlega heyrn sem gerði því kleift að skynja náttúr- una. Langflestir þeirra bænda sem ég kynntist voru landbótamenn en vissulega eru þeir til sem átta sig ekki á merkingu orðsins sjálfbærni. Það eru þeir sem m.a. reka fé á af- rétti sem eru svo illa farnir að þeir þola enga beit. Þessir rollukarl- ar koma óorði á bændastéttina og þeir hafa orðið til þess að nú dug- ir ekkert annað en að þeir – og allir hinir – girði sauðféð sitt af og hætti að reka fé á illa farna afrétti. Það er kall tímans.“ Rit trúarlegs eðlis En heldur fyrrum ritstjóri að að Bændablaðið hafi áhrif á fólk í þétt- býlinu? „Bændaforystan tók þá ákvörðun að dreifa blaðinu frítt til allra bænda. Raunar allra sem búa utan marka þéttbýlis. Það var afar skynsamleg ákvörðun. Við hefðum aldrei fengið nema hluta af bænd- um til að gerast áskrifendur, sama hversu blaðið hefði verið gott. Áskriftarblað hefði aldrei náð til þéttbýlinga og hefði veslast upp. Ég vildi líka ná til þeirra. Ég samdi við Íslandspóst um dreifingu blaðsins í dreifbýlinu. Pósturinn á sinn þátt í því að Bændablaðið náði fótfestu. Það var ódýrt að dreifa blaðinu og Pósturinn var allur af vilja gerður til að koma blaðinu til fólks. Starfs- menn Póstsins voru ekki eins mark- aðslega þenkjandi þá og þeir urðu síðar. Þarna var fólk sem talaði mannamál en var ekki á kafi í ex- cel-skjölum og þvælnum útreikn- ingum. Bændablaðið var sett, ef ég man rétt, í flokk með ritum trúar- legs efnis og rukkað samkvæmt því. Ég var alltaf svolítið ánægður með að vera í þessum flokki!“ Höfðu nægan tíma til lesturs En hvenær fór blaðið að fara í þétt- býlið? „Ég man það ekki nákvæm- lega en minnir að fyrst hafi blaðið farið inn á spítala í Reykjavík. Þang- að fórum við með bunka af blaðinu og starfsmenn spítalanna sáu um að koma því út um allt.“ En hvers vegna urðu spítalarnir fyrir valinu? „Það var nú bara vegna þess að á spítölum er fólk sem hefur nægan tíma til að lesa. Sjúklingarnir ánetj- uðust blaðinu og héldu áfram að lesa það eftir að þeir útskrifuðust! Það var nú öll heimspekin á bak við dreifingu Bændablaðsins á sjúkra- húsum. Við höfðum líka augastað á sundlaugum borgarinnar og feng- um að setja inn bunka þar.“ Bændablaðið er rekið á forsend- um bænda og Áskell segir að stjórn- málamenn hafi orðið viðkvæm- ir fyrir því ef blaðið gagnrýndi þá. „Eitt sinn þótti Samfylkingunni að sér vegið í frétt og fyrirsögn á for- síðu. Þáverandi formaður, Ingi- björg Sólrún, hitti Sigurgeir á bíla- plani hjá Stöð 2 fljótlega eftir út- komu blaðsins og skammaði hann óspart. Þá vissi ég að fréttin hafði hitt í mark!“ Báru blaðið út í efnameiri hverfi Mikil útbreiðsla Bændablaðsins hefur vakið athygli. Þurftuð þið ekki að vera markaðslega þenkjandi á þessum fyrstu árum? „Ja, ómeð- vitað geri ég ráð fyrir að við höf- um verið markaðsmenn. Ég réði krakka í vinnu sem fóru með blað- ið um hesthúsahverfi Reykjavík- ur. Samdi við leigubílstjóra sem fylgdi þeim eftir með lager af blöð- um. Þau fóru líka oft um iðnaðar- hverfi og dreifðu blaðinu til fyrir- tækja sem þjónustuðu landbúnað- inn. Sömuleiðis völdum við götur borgarinnar sem sem sýnt þótti að byggi ríkt fólk, sem líklega stjórn- aði fyrirtækjum. Götur í Garðabæ urðu á stundum fyrir valinu. Mér fannst húsin þar benda til að í bæn- um byggju stöndugir einstakling- ar sem þyrfu að auglýsa í blaðinu. Smám saman jókst hins vegar um- fangið og dóttir mín og vinkonur hennar fóru að hafa áhuga á öðrum hlutum en að dreifa Bændablaðinu fyrir lítið kaup – en mikið hrós. Eiríkur auglýsingastjóri þekkti vel til meðal fyrirtækja sem seldu bændum vörur. Það kom sér vel því vélasalar eru ekki alltaf auðveldir viðfangs. Auglýsingastjórinn hafði á þeim lag sem skiptir máli í þess- um bransa. En við buðum þeim líka að búa til auglýsingar fyrir lítið fé, jafnvel ekkert. Þeir fundu fljótt fyrir að auglýsingarnar skiluðu árangri. Blaðið fór að standa undir sér sem er jú lykillinn að velgengninni.“ Auglýsingin bar árangur Getur þú nefnt dæmi um árangur auglýsingar? „Já, það get ég. Eitt sinn kom til mín stúlka sem sagði mér að hún hefði mikinn áhuga á að komst í sveit. Ég gaf henni nokkur eintök af blaðinu og eins af Frey sem var sérhæft tímarit um landbúnarmál undir stjórn þess góða manns Matthíasar Eggerts- sonar. Síðan skrifaði ég smáaugýs- ingu fyrir stúlkuna. Mörgum árum seinna var ég staddur á einhverri bændasamkomu. Þá kom til mín kona sem sagði mér að hún væri þessi stúlka og að hún hefði fengið vinnu á sveitabæ. Hún hefði tekið saman við son bóndans á bænum og byggi þar ásamt honum. Þetta var eins og söguþráður í rómantískri skáldsögu – nema hvað hér var allt satt og rétt.“ Tímamót En svo kom að því að þú ákvaðst að yfirgefa Bændablaðið. Var það ekki erfið ákvörðun? „Nei, alls ekki. Minn tími var einfaldlega kominn. Ég býst við að ég sé sú manngerð sem er betri í að byggja upp en að halda einhverju í sama horfi. Ég hef gaman að því að vinna í geggjaðri hugmynd, sem margir telja ólíklegt að heppnist. Ég býst við að það hafi komið flatt upp á suma a.m.k. að ég hætti, en ég var bara búinn að fá nóg. Ágúst Sigurðsson, þáverandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands réði mig í vinnu. Þetta var skömmu fyrir hrun og Íslendingar voru þess fullvissir að þeir væri klárari en all- ir aðrir. Þegar annað kom í ljós og peningar voru af skornum skammti reyndist það erfitt fyrir Landbún- aðarháskólann eins og flesta aðra. Skólinn er að mínu mati mikilvæg- ari menntastofnun en flestar aðr- ar á landi hér. Til þess að komast af þurfum við öflugan skóla á sviði landbúnaðar og landbúnaðarrann- sókna, þar með talið garyrkju. Ég er hins vegar ekki viss um að þessi starfsemi þurfi endilega að vera í sjálfstæðum háskóla á Hvanneyri.“ Það eiga ekki allir að fara í háskólanám Áskell segir að eftir á að hyggja telji hann það hafa verið ranga ákvörð- un að færa skólann á Hvanneyri upp á háskólastig. „Það er áleitin spurning hvort ekki sé best að stíga skref til baka. Það hefði verið betra að efla bændadeildina á Hvanneyri og flytja garðyrkjunámið þang- að, en þannig hefði verið hægt að búa til öfluga einingu. Þetta er enn hægt að gera. Hugmyndir um flutning starfseminnar á Reykjum á Hvanneyri mættu mótspyrnu á sínum tíma þegar þetta kom til umræðu. Sumir stjórnmálamenn töldu það líklegt til vinsælda að hafna þessum hugmyndum, en niðurstaðan varð veikari starf- semi og minni starfseiningar. Auð- vitað má ekki loka dyrunum á þá sem vilja halda áfram eftir starfs- réttindanám, en það er rangt að leggja ofuráherslu á að allir fari í háskóla. Samfélagið þarf fólk sem er tilbúið til að hræra í mold frek- ar en að hamra á tölvur. Bænda- deildin á Hvanneyri er gott dæmi um vel heppnað og vinsælt nám á framhaldsskólastigi. Sama má segja um starfsmenntanámið á Reykj- um. Margir sem ljúka prófum sem garðyrkjumenn eða búfræðingar vilja halda áfram námi og það eiga þeir að geta gert. Ég vil sjá Hvann- eyri leiða notkun á rafmagns- og metandráttarvélum og nýjungum í landbúnaði, ekki síst þann þátt sem leiðir til minni orkunotkun- ar. Þetta ætti að vera eitt af meg- inhlutverkum landbúnaðarskóla. Eitt sinn prófuðu Hvanneyringar alls konar tæki og tól sem vélasal- ar vildu selja bændum. Búvélapróf- anir á Hvanneyri voru merkilegt framtak. Nú láta menn duga að fá upplýsingar frá framleiðendum. Ég veit að vélasalar segja það sem þeir best vita, en óháður athugandi er mikils virði. Hvanneyri ætti einn- ig að leiða tilraunir til að framleiða metan í sveitum landsins, til dæmis í samvinnu við verkfræðideild HÍ. Reyndar skil ég ekki hvernig skól- inn á Hvanneyri hefur náð að lifa af áhugaleysi stjórnsýslunnar.“ Fyrstu eintökin af Bændablaðinu komin úr prentvélinni í Hádegismóum og verið að stilla fyrir stóru prentunina. Ein af gömlum fréttamyndum Áskels á Bændablaðinu. Haraldur Benediktsson þá kornungur tekinn við forystu BÍ og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, fréttamaður á RUV, ræðir við hann. Starfsfólk í Bændahöllinni á aðventu. Ljósm. áþ.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.