Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 69

Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 69
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 69 Landbúnaðarvörur verða ekki fluttar inn fyrir slikk Áskell kveðst þekkja flesta sem starfa í landbúnaðarrannsóknum en hann hefur áhyggjur af fækkun þeirra. „Þeir eldast og hætta, leyfa sér jafnvel að burtsofnast. Jarð- vegsvísindamenn landsins eru til dæmis taldir á fingrum annarrar handar. Endurnýjun í þeirra hópi er engin. Hið sama gildir um ýmsa aðra vísindamenn á sviði landbún- aðar. Það sem verra er: Ungt fólk sýnir því ekki mikinn áhuga að gera svona störf að sínu lífsstarfi. Á sama tíma notum við milljarða til að bora göt í fjöll og ætlum að stækka flugvöllinn á Miðnesheiði. Við byggjum stórhýsi fyrir tungu- málarannsóknir en látum okkur í léttu rúmi liggja þótt stefni í skort á vísindamönnum á sviði landbún- aðar. Án slíks fólks tökum við ekki á loftslagsvandanum og af því hef ég verulegar áhyggjur. Ætlum við að snæða lögfræðiglósur og orða- bækur í frönsku þegar fram líða stundir? Bragðbæta með sálma- bókum?“ Ljóst er að Áskell telur víða rangar áherslur að finna við stjórnun landsins. „Landbúnað- argeirinn verður að hafa um það að segja í hvaða praktískar rann- sóknir opinberu fjármagni er var- ið. Það gerist ekki að óbreyttu í háskólaumhverfinu, það er alveg ljóst. Sumar búgreinarnar kunna að hafa fjármagn til að kaupa brýn- ustu rannsóknirnar af Matís, en aðrar alls ekki. Það er ekki sjálfgef- ið að Íslendingar geti í framtíðinni flutt inn landbúnaðarafurðir fyr- ir slikk. Hamfarahlýnunin sem nú knýr á dyr mun fyrr eða síðar hafa þau áhrif að erlend matvæli verða mun dýrari – ef þau þá yfirleitt fást. Þá er eins gott að á Íslandi sé til stétt manna sem þekkir landið og möguleika þess til að framleiða matvæli. Hér á ég við jafnt bændur og þá sérfræðinga sem vinna innan veggja vísindastofnana.“ Það verður að draga úr neyslu og óhófi En var þá á Hvanneyri eða áður sem áhugi Áskels á umhverfismál- um kviknaði? „Nei, en ég fór þar að skilja betur margt af því sem ég hafði velt fyrir mér í fyrra starfi. Ég hitti á Hvanneyri marga af landsins bestu umhverfisvísindamönnum sem sögðu mér af áhyggjum sínum. Fréttamiðlar voru að taka við sér og lýstu framtíð sem hugnaðist mér ekki. Mín helsta niðurstaða þá og nú er að við, almenningur í land- inu, verðum að gjörbreyta lifnað- arháttum okkar. En það er hægara sagt en gert. Við verðum að snúa frá hagkerfi sem byggir á eyðslu og sóun. Stjórnvöld verða líka að ganga á undan með góðu fordæmi, en fyrst og fremst er það almenn- ingur sem verður að hotta á stjórn- málamenn.“ En mun það gerast, mun verða hlustað á umhverfisverndarsinna? „Ég er ekkert of viss. Flest okkar viljum geta keypt rauðvín frá Chile og fá ný vínber hvenær sem er árs- ins. Héðan fara daglega flugvélaf- armar af fólki sem vill dvelja í sól- arlöndum í lengri eða skemmri tíma. Við kaupum alls konar drasl frá kínverskum netverslunum og hendum heillegum hlutum í tonn- avís. Ég treysti á unga fólkið í þessu efni. Það mun koma á endurbót- um. Mín kynslóð vill bara hafa það gott. Vandinn er hins vegar sá að við höfum afar lítinn tíma. Við erum að fylla höfin af plastrusli og brennum skóga til að geta framleitt nautakjöt. Enn og aftur. Það þarf að endurmeta hagkerfin. Draga úr neyslu. Við erum að klára hráefna- lindir jarðar.“ Réði sínum næturstað Var það vegna áhuga á umhverfis- málum sem Áskell réði sig til starfa hjá Landgræðslunni? „Já og það gerðist allt frekar snögglega. Þeg- ar rekstur Landbúnaðarháskólans þyngdist og gripið var til uppsagna og niðurskurðar eftir hrunið sá ég auglýsingu frá Landgræðslunni. Þar á bæ vildu menn ráða upplýs- ingafulltrúa. Ég sá þarna tækifæri til að ráða sjálfur mínum næturstað, sótti um og fékk starfið. Náði því að vinna með Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra sem gleymist seint þeim sem honum kynnast. Áratug- um saman vann Sveinn að því að gera veg landgræðslu meiri og fékk æði oft lítinn hljómgrunn. Nú er að koma æ betur í ljós að fólk hefði átt að hlusta á Svein – og Andrés Arn- alds – þegar þeir voru að vara við þeirri þróun sem öllum er nú ljós. Sama gildir um Guðmund Hall- dórsson, rannsóknastjóra Land- græðslunnar. Hann hefur um langt skeið barist fyrir strangari reglum um innflutning lifandi jurta en tal- að fyrir daufum eyrum. Við erum líka að súpa seyðið af því. Alls kon- ar óværa herjar á tré og ytra bíða enn verri kvikindi sem að óbreyttu munu koma og steindrepa íslensk- an trjágróður þar sem þau eiga enga náttúrulega óvini. Og við höldum áfram að flytja inn lifandi jurtir og mold eins og enginn sé morgun- dagurinn.“ Að umhverfismálum Síðustu árin hefur Áskell því starf- að hjá Landgræðslunni. En hvað stendur upp úr eftir þann tíma? „Hjá Landgræðslunni hef ég notið þess að kynnast ótal mörgum sem hafa gert landgræðslu og landvernd að ævistarfi sínu. Elja og áhugi eru einu orðin sem mér koma í hug. Ég kalla það líka gott að mann- skapurinn hefur ekki gefist upp. Ég er kominn á þann aldur að mér er óhætt að líta til baka og meta það sem ég hef séð. Meginniðurstað- an er sú að þau tæki og tól, stofn- anir og félög, sem við höfum til að takast á við þau gífurlegu verkefni sem eru framundan, eru veikburða og máttlítil. Samstaða stofnana sem starfa í umhverfisgeiranum er allt- of lítil. Það verður að endurskipu- leggja allt sem kemur að umhverf- ismálum og stjórnun þeirra. Stokka spilin og gefa upp á nýtt. Við verð- um að sameina t.d. Landgræðsluna og Skógræktina. Markmið þessara tveggja stofnana er eitt og hið sama. Þær verða að tala einum rómi en óneitanlega hefur skort á það. Um- hverfismálum, þar með talið skóg- rækt og landgræðsla, ætti að vera stýrt af einni stofnun. Rannsókna- hluti umhverfismála er svo veik- burða að maður fær hroll við það eitt að hugsa um hann. Sama gild- ir um rannsóknir sem lúta að land- búnaði. Við erum t.d. með einn mann sem sinnir stofnræktun kart- aflna og sá hinn sami er löngu kom- inn á aldur.“ Áskell nefnir á að Ólafur Arn- alds prófessor hafi bent á það nýver- ið að það væri víða pottur brotinn í gæðastýringu í sauðfjárrækt. „Ég hef ekki heyrt í landbúnaðarráð- herra um málið. Við verðum að taka á íslenskri sauðfjárrækt út frá hags- munum íslenskrar náttúru. Þeir eru ekki fólgnir í ósjálfbærri beit á auðn- um. Landið er opið fyrir innflutn- ingi á alls konar lifandi jurtum sem á stundum flytja með sér óværu sem veldur skaða í lífríki landsins. Við gróðursetjum jurtir sem eiga varla heima í íslenskri náttúru og höfnum oft jurtum sem hafa átt hér heima allt frá því að ísöld leysti. Kornrækt- arrannsóknir gufuðu nokkurn veg- inn upp þegar Jónatan Hermanns- son hætti hjá Landbúnaðarháskólan- um. Það er ótrúlega algengt að unn- ið sé að svipuðum verkefnum innan nokkurra stofnana í umhverfisgeir- anum. Þetta er svo rangt að maður þorir varla að nefna það nema und- ir borði í myrkruðu herbergi. Síðan en ekki síst verðum við að yfirgefa hagkerfi sem drepur okkur ef fram heldur sem horfir.“ Hamfarahlýnun er eins og skelfilegt stríð Áskell talar skýrt þegar kemur að stofnanankerfinu hér á landi en á því megi þó finna lausn. „Það er mín skoðun að það verður að hætta að reka örlitlar starfsstöðv- ar, sem kallaðar eru stofnanir, og búa til stofnun sem hefur mann- skap, nægt fé og stefnu sem farið er eftir; stefnu sem tekur mið af þörf- um íslenskra byggða, verndun nátt- úrunnar og samdrætti í losun gróð- urhúsalofttegunda. Ég hef gjarnan sagt að hamfarahlýnunin sé eins og skelfilegt stríð. Það þarf að kalla út alla vopnfæra menn og endurskipu- leggja varnir landsins. Við verðum að sjá til þess að Íslendingar séu sjálfum sér nógir á eins mörgum sviðum og er gerlegt. Stríðið verð- ur ekki háð með ráðstefnum og málþingum,“ segir Áskell Þórisson að endingu. Við kveðjum bóndann á Ægissíðu og þökkum fyrir okkur. mm Eitt sinn rakst ritstjóri Bændablaðsins á hressan hóp borgfirskra bænda sem voru í bændaferð um norðanvert landið. Áð var í Staðarskála. Frétamynd úr Bændablaðinu af fundi á Hvanneyri. Þorkell í Ferjukoti í pontu, en honum við hlið Magnús B Jónsson, Haraldur Benediktsson og Gunnar í Hrútatungu. Svipmynd sem Áskell tók í sláturhúsi KB í Brákarey. Þórunn Jóna Kristinsdóttir í Túni handfjatlar hér vænan lambsskrokk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.