Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 70

Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 70
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201970 Áhugaljósmyndarar finnast víða og fór þeim fjölgandi eftir að stafræn ljósmyndatækni gerði slíkt áhuga- mál í senn ódýrara og auðveldara en þekktist á filmu- og framköllun- artímabilinu. Þeir eru ekki endilega að ljósmynda í atvinnuskini held- ur drífur áhuginn og áhugamálið þá áfram. Mjög víða stunda áhuga- ljósmyndarar ómetanlega samtíma- skráningu fyrir sín byggðarlög, skrá atvinnu- og menningarsöguna um leið og þeir safna í albúmið. Sam- tímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin, en við á Skessuhorni köllum þetta Sagnaritara samtím- ans. Hér á Vesturlandi eru fjölmarg- ir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns allt frá upphafi útgáfunnar hef- ur einn áhugaljósmyndari á Vest- urlandi verið kynntur til leiks. Við köllum þetta fólk Sagnaritara sam- tímans; samtímasöguritara. Fólk- ið sem á í fórum sínum þúsundir eða tugþúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varðveita annars glötuð augnablik. Áhuginn endurvakinn með stafrænu tækninni Þórdís Björnsdóttir hefur alltaf haft gaman af ljósmyndun en seg- ir þó áhugann hafa kviknað fyr- ir einhverri alvöru árið 2005 þegar hún eignaðist sína fyrstu stafrænu myndavél. „Ég gæti ekki sagt þér hvernig myndavél ég átti fyrst. Lík- lega var ég í kringum 16 ára aldur- inn þegar ég eignaðist myndavél en ég er löngu búin að gleyma hvaða tegund það var. Á 6. og 7. áratug- unum tóku Kodak Instamatic við og mátti finna þær vélar á flestum heimilum á þessum tíma. Í dag er ég hins vegar að skjóta á Canon eos 80D og nota í leiðinni aðallega tvær linsur; Sigma 17-70 mm í landslags- myndir og svo Sigma 100-400 mm í fuglamyndatökur,“ segir Þórdís. Nauðsynlegt að eiga áhugamál Þórdís hefur búið á Akranesi síð- an 1961 en er alin upp í Fljótshlíð- inni í Rangárvallarsýslu. Sama ár giftist hún eiginmanni sínum, Þor- valdi Guðmundssyni, og fluttu þau í kjölfarið á Akranes. Saman eign- uðust þau fjögur börn, þrjá stráka og eina stelpu, barnabörnin eru orðin sex og það yngsta rúmlega ársgamalt. Í dag tekur Þórdís því rólega eftir að hún hætti að vinna. Hún les mikið, hlustar á bækur, horfir á sjónvarp og tekur myndir þegar tími gefst auk þess sem hún hugsar um heimilið sem hún segir auðvelt verk þar sem þau hjónin eru tvö eftir í kotinu. „Ég hef átt nokk- ur áhugamál í gegnum tíðina, t.d. var ég mikið í bútasaum sem veitti mér mikla ánægju í fleiri ár. Ég er þeirrar skoðunar að það sé nauð- synlegt að eiga sér áhugamál, sér- staklega eftir að komið er á eftir- laun. Það er úr svo mörgu að velja að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Fjölbreytt myndefni „Ég hef gaman af svo mörgu þeg- ar kemur að ljósmyndun. Í fyrstu myndaði ég mest landslag, ég var líka alltaf með myndavélina á lofti í ferðalögum. Mér þykir nefnilega sérstaklega gaman að mynda fólk í útlöndum. Á sumrin mynda ég mik- ið blóm og fugla. Einnig er ég dug- lega að prófa mig áfram í mynd- vinnsluforritinu Photoshop, og þykir mér gaman að fikta í mynd- um, svo þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt hjá mér,“ segir Þórdís en bætir við að fuglaljósmyndun sé líklega hennar uppáhalds myndefni því það er svo vandasamt að ná góð- um og nothæfum myndum af fugl- unum sem flestir eru yfirleitt alltaf á hreyfingu og með varann á. Það að taka myndir er ekki alltaf eins einfalt og það, að taka mynd- ir. Til að ná góðri mynd sem fangar augu annarra þarf að hafa ýmislegt í huga. Ljós spilar stórt hlutverk á hverri mynd sem er tekin sem og myndbygging sömuleiðis. „Ljós- myndun getur verið mjög tækni- leg. Þegar ég byrjaði með fyrstu stafrænu myndavélina mína hafði ég ekki kynnt mér mikið tæknilegu hliðina á ljósmyndun. Í dag veit ég aðeins meira og hef aflað mér upp- lýsinga á netinu og var áskrifandi að ljósmyndablöðum. Ég er einn- ig meðlimur í félagi áhugaljós- myndara á Akranesi, Vitanum, þar er fræðsla og stuðning að fá,“ seg- ir Þórdís. Góð mynd á að vekja áhuga Þórdís hefur tekið einhver ósköp af myndum í gegnum tíðina eins og hún orðar það sjálf. „Ég á mynd- ir af næstum öllum kirkjum á land- inu, um 360 talsins og við hjónin höfum ferðast mikið um landið og myndað allt mögulegt. Ég á að vísu ekki allar myndir sem ég hef tekið og reyni að henda öllum misheppn- uðu myndunum en geyma aðrar á flökkurum og myndlyklum. Einnig hef ég prentað út mikið af mynd- um, þá helst þær sem ég vil alls ekki glata,“ útskýrir Þórdís sem segir að- alatriðið að góðri mynd sé skerpa, falleg birta, áhugavert myndefni og allt í fókus. „Að mínu mati er mynd góð ef hún vekur áhuga, undrun og spurningu áhorfandans, en það er alltaf vandi og skemmtileg áskor- un,“ segir Þórdís að endingu. glh. Ljósm. úr einkasafni Þórdísar Björnsdóttur. Sagnaritari samtímans tekinn tali Þórdís Björnsdóttir frá Akranesi Þórdís Björnsdóttir er sagnaritari samtímans árið 2019. Ljósm. glh. Hvalfell í Hvalfirði. Seljalandsfoss. Fossá í Hvalfirði. Ryð á vegg á gömlu húsi á Akranesi. Mynd tek in á Grænhöfðaeyjum í haust. Fiktað í mynd frá Akraneshöfn með tilheyrandi myndvinnsluforriti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.