Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 73

Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 73
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 73 Flestir íbúar í Snæfellbæ þekkja Emanúel Ragnarsson sem ávallt er þekkur undir gælunafninu Emmi Ragnars. Hann hefur verið öku- kennari í yfir 35 ár en er nú að hætta kennslu vegna aldurs, orðinn 78 ára. „Já, það er kominn tími til að hætta þessu, komið gott,“ seg- ir Emmi og brosir sínu breiðasta. „Ætli maður fari bara ekki að beita þegar ég er hættur að kenna,“ bæt- ir hann kíminn við. Emmi hefur víða komið við á langri starfsævi og saman rifjar hann upp brot úr leik og starfi í samtali við fréttaritara Skessuhorns. Hóf störf ungur „Ég fæddist í Reykjavík þar sem KR völlurinn er núna og fyrstu fjögur starfsárin sem unglingur vann ég á skóverkstæði. Síðan fór ég ásamt þremur vinum mínum í eitt ár á strandferðaskipið Esju sem flutti farþega á milli bæja en á þeim tíma voru varla til akfær- ir vegir um landið. Það var alveg svakalega skemmtilegur tími fyrir 16 ára gutta. Ég flutti svo til Ólafs- víkur á jóladag 1962 og flutti beint í Dvergastein, en húsin voru á þeim tíma kölluð sínum nöfnum. Árið 1959 hafði ég kynnst eiginkonu minni Guðrúnu Magnúsdóttur og eignuðumst við þrjú börn; Magnús Guðna, Unni og Theódór, en hann lést í hræðilegur slysi þegar íbúð- in hans brann. En Guðrún mín lést árið 2001.“ Úr kaupfélaginu í Sindra, þá banka og loks Litabúðina Emmi rifjar upp að fyrsti vinnustað- ur hans í Ólafsvík hafi verið Kaup- félagið Dagsbrún og var Alexand- er Stefánsson þá kaupfélagsstjóri. „Svo brann Dagsbrún og fórum við þá í húsið þar sem Kaupfélag Ólafs- víkur var, þar til því var lokað. Þá var þetta hús sem ég bý í núna við Grundarbraut byggt og notað sem mjólkurbúð þar sem ekkert pláss var fyrir mjólkina þarna í nýja hús- næðinu. Svo þegar Dagsbrún fór á hausinn tók Kaupfélag Borgfirðinga við rekstrinum. Eftir að ég hætti að vinna í kaupfélaginu fór ég að vinna í vélsmiðjunni Sindra og var þar í tíu ár. Vann þar í versluninni þar sem við seldum allt milli himins og jarðar. Þar var allt til; borðar, bolt- ar, hljómplötur, varahlutir og bara nefndu það. Við hliðinni á verslun- inni var bílaverkstæði en vélsmiðja á eftir hæðinni. Þarna var verulega gaman að vinna og starfið fjölbreytt og margir skemmtilegir samstarfs- menn sem maður átti.“ Árið 1981 var Emmi ráðinn sem fjárhirðir í Landsbankanum þar sem hann starfaði í 15 ár. „Síðan lá mín leið í Litabúðina hjá Sæa mál- ara og var ég í fjölda ára í Litabúð- inni, en árið 1996 sótti ég um starf sem rekstrarstjóri í Klifi og fékk það. Þegar ég byrjaði í bankan- um þurfti ég að sækja tveggja vikna námskeið, en núna er þetta orðið tveggja ára nám,“ rifjar hann upp. Gátu logið sig út úr því ef texti gleymdist Emanúel hefur verið virkur í félags- samtökum í bæjarfélaginu og var meðal annars í Leikfélagi Ólafs- víkur í tugi ára. „Ég var gripinn í leikfélagið um leið og ég flutti til Ólafsvíkur og var formaður félagsins í tuttugu ár. Ég tók þátt í yfir tuttugu uppfærslum á leik- ritum. Mitt fyrsta leikrit var Mel- korka sem var sýnt árið 1973 og var Hörður Torfason fenginn sem leik- stjóri. Þetta var gaman, en krefj- andi, að leika en maður var ungur og lét bara allt vaða og gat logið sig úr því sem kom upp. Ég man eitt atvik sem gerðist í félagsheimilinu Lýsuhóli. Þá var ég að leika á móti Hinriki Konráðssyni og þegar ég kom inn í leikritið byrjaði hann á endanum á leikritinu. En við redd- uðum þessu snarlega,“ segir Emmi og skellihlær að endurminning- um frá leikferli sínum. „Við í leik- félaginu sýndum alltaf eitt leik- rit á ári og komu leikstjórar víða að. Við sýndum ekki bara í Ólafs- vík, það var flakkað víða um land- ið með sýningar og ávallt sýndum við fyrir fullu húsi. Ég vann með mörgu skemmtilegur fólki í leik- félaginu, eins og Sigurdísi Egils- dóttur, Kristínu Halldórsdóttur, en hún var alltaf hvíslari, Lúlla bakara, Grétu Jóhannesdóttur og mörgum fleirum.“ Skuldlaus Mettubúð við vígsluna Emmi var einn af stofnendum Lionsklúbbsins árið 1973 og er búinn að vera í honum æ síðan. „Ég hef verið þrisvar sinnum for- maður og tvisvar sinnum svæðis- stjóri í Lions.“ Þá hefur hann ver- ið virkur í björgunarsveitinni Sæ- björgu í Ólafsvík. „Eins og í ýmsu öðru þá var ég bara gripinn í það félag um leið og ég flutti til Ólafs- víkur. Þegar ég byrjaði í Sæbjörgu var bara ekkert til, í mesta lagi einn tréstóll og ein línubyssa sem var geymd í trékassa. Við höfðum enga aðstöðu á þeim tíma og þessi kassi var bara geymdur á slökkvistöðinni. Við sem vorum í björgunarsveitinni notuðum bara einkabílana í útköll- um og síðar var farið út í það að byggja Mettubúðina ásamt slysa- varnadeildinni Sumargjöf. Þegar Mettubúð var vígð var ekki ein króna í skuld. Því ætlaði fólk- ið frá höfuðstöðvunum í Reykja- vík ekki að trúa þegar það kom við vígslu hússins. Þá var bara allt til- búið og allt hafði verið fjármagnað með sjálfboðavinnu. Karlarnir sem voru á sjó fóru að beita á kvöldin og svo var bara safnað peningum. All- ir sem vettlingi gátu valdid lögðu hönd á plóg. Síðan tók við að fjár- magna tækjakaup og fyrsti bílinn sem við keyptum var Rússajeppi.“ Hélt aldrei upp á afmælið Emanúel segir að það hafi verðið mörg útköll sem hann hefur tek- ið þátt í og sum hafi tekið á bæði sál og líkama. Hann rifjar upp þeg- ar Bervíkin SH fórst 1985 og við tók þriggja mánaða törn við leit að mönnunum sem fórust. „Svo var náttúrlega Svanborgarslysið, þeg- ar dragnótarbáturinn Svanborg SH fórst við Svörtuloft 7. desemb- er 2001. Þá hafði ég ætlað að halda upp á 60 ára afmælið mitt í Klifi. Stuttu áður, þegar ég fór í Klif, þá kom Snæbjörn Vignir Ásgeirsson, sem var skipstjóri á Svanborgu, á móti mér og sagði að ég hefði ekk- ert þarna að gera og bað mig að fara út aftur. Ég reyndi að malda í mó- inn, en Snæbirni tókst að fá mig út og var ég samt ekki sáttur. Eft- ir þetta sá ég Snæbjörn aldrei aft- ur, en það kom í ljós að þarna hafði hann ásamt öðrum verið að æfa at- riði fyrir afmælið mitt. Ég frétti það seinna. En ég hélt aldrei upp á þetta afmæli mitt.“ Þá rifjar Emmi upp þegar vélbát- urinn Barðinn fórst við Hólahóla, en þá bjargaði þyrla Varnaliðsins níu mönnum sem voru um borð í bátnum, því ekkert var hægt að gera frá landi. Emmi var formað- ur björgunarsveitarinnar í yfir 20 ár og var sæmdur gullmerki Slysa- varnafélagsins Landsbjargar 2007. En núna er komið að tímamót- um hjá Emanúel. „Ég er nú hættur að vinna. Ökukennslan hefur gef- ið mér mikið og eru allir nemend- ur sem ég hef haft vinir mínir, en ég hef ekki tölu á hversu margir þeir eru. Þeir skipta hundruðum. Núna tekur Svandís Jóna Sigurðardóttir við ökukennslunni, en ég ætla bara að dunda mér í Búbót og starfi eldri borgara í Snæfellsbæ,“ segir Emmi að lokum. mm Hefur víða komið við í starfi og leik Rætt við Emanúel Ragnarsson sem hættir nú ökukennslu í Snæfellsbæ Emanúel lætur nú að starfi sínu sem ökukennari og við því tekur Svandís Jóna Sigurðardóttir. Emanúel Ragnarsson. „Nú fer ég bara að dunda mér við listaverkin í Búbót,“ segir hann. Emanúel var sæmdur gullmerki Landsbjargar árið 2007 fyrir störf sín í þágu björgunarmála. Hér er hann ásamt þáverandi stjórn Lífsbjargar. Emanúel og Snæbjörn Vignir Ásgeirsson í hlutverkum sínum í leikritinu Delíeríum Búbónis eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni. Emanúel ásamt Páli Stefánssyni að taka fyrstu skóflustunguna að nýju húsi Lífs- bjargar í Rifi árið 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.