Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 83

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 83
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 83 Jólamót Ungmennafélagsins Vík- ings/Reynis fór fram í sundlaug Snæfellsbæjar miðvikudaginn 11. desember. Mótið að þessu sinni var ætlað iðkendum á grunnskólaaldri og var það vel sótt. 29 börn af þeim 32 sem æfa sund tóku þátt í mótinu. Keppt var bæði í skriðsundi og boð- sundi. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og stóðu krakkarnir sig vel. Mátti sjá sundmenn framtíðarinnar og halda þeir vonandi áfram að æfa og bæta sig. Að móti loknu fengu all- ir þátttakendur verðlaun og endaði mótið á því að boðið var uppá kakó og piparkökur þa Jólamót Víkings í sundi Þetta máltæki; „Þá mega jólin koma fyrir mér,“ er gjarnan notað yfir athafnir sem fólki finnst nauðsynlegar í aðdraganda jóla. Byggir á hefðum og venjum viðkom- andi og getur verið afar persónubund- ið eða tengt fjölskyldum. Við heyrðum í nokkrum íbúum á Vesturlandi og spurð- um þessarar spurningar; hvað er nauðsyn- legt að gera í aðdraganda jóla? Árnína Lena Rúnarsdóttir, Borgarnesi. Austur til ömmu og afa „Þegar ég er komin í jólafrí frá vinnunni og komin austur á Neskaupstað til ömmu og afa, þá mega jólin koma.“ Martha Lind Róbertsdóttir, Akranesi. „Ó guð lyktin, hún er dásamleg!“ „Jóla undirbúningurinn hjá mér felst að mestu í að skreyta en er breytilegur frá ári til árs. Stundum þríf ég inni í öllum skápum og baka, en stundum geri ég það ekki og það koma samt jól. Það er mikilvægt að gera eitt- hvað með börnunum og leyfa þeim að taka þátt. Ég þykist ekki vera vanaföst en ég er það samt hvað varðar aðfangadag. Ég legg extra fallega á borð og eyði mestum hluta af deg- inum í eldhúsinu. Andrúmsloftið er mjög af- slappað og krakkarnir fá að hjálpa. Jólailm- urinn minn er þegar ég steiki sætar kart- öflur með engifer og vorlauk og helli yfir það rjóma. Lyktin, ó guð lyktin, hún er dásam- legt! Mín fasta hefð er að fara í kirkju, ég er alin upp við það og mér finnst erfitt að sjá fyrir mér aðfangadagskvöld án þess. Það er dásamlegt að koma heim úr kirkju, borða góðan mat og eiga dýrmæta stund með fjöl- skyldunni.“ Genalyn Dela Cruz, Borgarnesi. Stórfjölskyldan saman „Jólin verða öðruvísi í ár. Ég fer loksins heim til Filippseyja yfir jólin en ég hef ekki farið síðan 2014 svo ég er mjög spennt. Jólahefð- in á Filippseyjum er nokkuð svipuð jólunum á Íslandi. Við stórfjölskyldan, yfir 50 manns, borðum góðan mat á aðfangadag og opnum svo pakkana þegar búið er að ganga frá matn- um.“ Friðrik Örn Eyjólfsson, Tröð Kolbeinsstaðarhreppi. Jólatréið fer upp „Það var hefð í gamla daga að skera út laufa- brauð en maður er lítið í því núna. Við setjum allavega upp jólatréð.“ Úlfar Guðbrandsson, Staðarhrauni. Fær sér alltaf skötu Ég myndi segja að það væri nauðsynlegt að fá sér skötu á Þorláksmessu. Þórhildur María Kristinsdóttir, Litla-Bergi í Reykholtsdal. Engin jól án skötuveislu Það koma engin jól nema fá vel kæsna skötu. Tómas Freyr Kristjánsson, Grundarfirði. Ýmislegt gert í aðdrag- anda jóla Er jólin nálgast og aðventan byrjar með til- heyrandi jólastressi þá eru nokkur atriði sem standa uppúr og þykja ómissandi hjá okk- ur í fjölskyldunni. Síðustu ár hafa jólatón- leikar Baggalúts verið hluti af aðventunni enda afskaplega fjörugir og skemmtileg- ir. Laufabrauðsútskurður heima hjá tengda- mömmu þykir tilhlökkunarefni hjá flestum fjölskyldumeðlimum þó að undirritaður sé mest í smökkunardeildinni. Það sama á við um sörugerð en þar sé ég yfirleitt um gæða- eftirlit. Einnig er nokkrum hefðbundnum jólakvikmyndum gerð skil eins og Christmas Vacation, Home Alone, Grinch og Die Hard svo eitthvað sé nefnt. Sex ára dóttir mín held- ur okkur svo við efnið er kemur að jólaskreyt- ingum og komu jólasveinsins. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, Sumarhúsum í Borgarfirði. Þristur fyrir jólin „Mér finnst nauðsynlegt að skóla Davíð bróðir til í körfubolta fyrir jólin. Setja jóla- þrist í andlitið á honum.“ „Þá mega jólin koma fyrir mér“

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.