Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 84

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 84
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201984 Í ágústmánuði síðastliðnum lögðu nokkrir góðir félagar land undir fót með það að markmiði að ganga í kringum Mont-Blanc. Þeir sem um er að ræða eru: Hrefna og Berg- þór í Húsafelli, Kolbeinn og Lára í Stóra Ási, Gíslína á Hellubæ, Gróa og Birgir í Tröð, Ingibjörg Inga og Sigurður Árni í Brekkuhvammi og Sigríður Guðmundsdóttir frá Ísa- firði. Auk þessara einstaklinga voru tveir fararstjórar; Birna og Rúnar. Öldum saman hefur þetta ógn- vekjandi fjall Mont-Blanc vakið bæði aðdáun og ástríðu. Með tutt- ugu og átta tinda yfir 4000 metra hæð og spannar fjögur hundruð ferkílómetra svæði. Sextíu og fimm jöklar falla fram um þetta land fannar og fjalla. Fjallgarðurinn er umkringdur sjö dölum sem tengja Mont-Blanc við þrjú lönd í hjarta Evrópu; Frakkland, Ítalíu og Sviss. Mont-Blanc tindurinn er 4810 m hár og er talinn vera kórónugim- steinn fjallgarðsins og fegurð hans vakir yfir dölunum og fólkinu sem þarna býr. Fólk sækir í að koma aft- ur og aftur til að njóta þessa ein- staka svæðis og finnst alltaf eitthvað vera ókannað og séð. Á þessu svæði hafa verið skrifað- ar nokkrar fallegustu síður í sögu fjallamennskunnar. Mont-Blanc er fjölbreytilegt og birtist á einstakan hátt á stalli íss og bergs og hrífur þann sem þarna ferðast á ótrúleg- an hátt. Ferðafélagarnir höfðu allir ver- ið duglegir að nýta sumartímann til að undirbúa gönguna með alls- kyns gönguferðum um fjöll og firn- indi innanlands. Enginn vissi í raun hvað okkar beið, í því fólst ákveðin spenna og hugsanir um það hvort við hefðum þetta af. Ákváðum bara öll að hafa eftirfarandi orð að leið- arljósi: ,,Allt sem þú villt getur þú, ef þú bara reynir“. Ægifagurt útsýni Frá Keflavík var flogið til Gefnar- flugvallar í Sviss 6. ágúst. Þaðan var ekið yfir landamærin til Chamo- nix í Frakklandi þar sem upphafs- og endapunktur ferðarinnar átti að vera. Áætlað var að ganga hringinn á tíu dögum, taka tvo hvíldardaga, fyrst eftir fjögurra daga göngu til Courmayeur, þá eftir þriggja daga göngu til Campex og frá Campex voru áætlaðir þrír göngudagar til Camonix þar sem hringnum yrði lokað. Camonix heilsaði okkur með 29 gráðu hita, sól og ægifögru útsýni yfir þennan fallega stað þar sem líta má skriðjöklana teygja sig nið- ur hlíðar fjallanna. Morgundag- urinn gerði ráð fyrir rigningu á fyrsta göngudegi. Allir voru klár- ir og vel stemmdir í morgunsár- ið, bakpokarnir í réttri þyngd og allt í þeim sem ætlast var til. Menn höfðu gengið í dágóðan spöl þeg- ar rigningin gerði vart við sig og það rigndi lengst af degi, það var hlýtt í veðri og við vel útbúin þann- ig að þetta var bara fínt sérstaklega í brekkunum sem voru drjúgar á fót- inn og allir fegnir að hitinn var ekki of mikill. Þrátt fyrir rigningu og skýjahulu fangaði umhverfið okk- ur algerlega. Áfangastaður okkar eftir fyrsta daginn var Nuis Demi pension í Contamines. Við höfð- um þá gengið í 9 klst. og 12 mín. 23,8 kílómetra, hækkað okkur um 1050 metra og lækkað um 940 m. Allt samkvæmt Garmin snjallúrinu hans Bergþórs sem átti nú aldeilis eftir að halda utan um hæðir, tíma og lengd hvers dag fyrir sig. Út fyrir þægindarammann Eftir gistingu og svefn eða ekki svefn í fyrsta fjallaskálanum var takturinn sleginn hvað varðaði að gista með fjölda annarra ferðamanna í þröng- um herbergjum ásamt því að reyna á litla og þrönga sturtuaðstöðu með ákveðna tímalengd á þeirri vatns- bunu sem hverjum og einum var út- hlutað. Svo ekki sé nú minnst á litlu fiber-handklæðin og silkisvefnpok- ana. Við áttuðum okkur strax á því að við myndum öll fara vel út fyrir þægindarammann. Annar dagur göngunnar heilsaði okkur með 20 gráðu hita og sól og gert var ráð fyrir að við afgreidd- um mestu hækkun sem náð yrði á einum degi. Útsýnið var ægifag- urt til allra átta og það var létt yfir félögunum. Þegar nálgaðist hádegi var tekið hlé í klukkustund til að matast og hvíla aðeins fyrir hækk- unina sem fram undan var. Gengið var áfram inn eftir dalnum frá Con- tamines og hækkuðum okkur fljót- lega upp eftir gömlum rómverskum stíg alla leið upp í fjallaskarðið Col de la Croic du Bonhomme. Góðra manna skarð. Rétt áður en því var náð gengum við á snjóbreiðu, það tók ekki langan tíma og bara létt fyrir ísmennina. Það var orð að sönnu að hækkunin var veruleg, hún tók á og hópurinn kominn í tæplega 2500 m hæð. Um það bil tveggja tíma gangur var nú í skál- ann þar sem gista átti næstu nótt, sá skáli fékk allar sínar vistir með þyrlu. Þennan dag voru gengnir 16,98 kílómetrar, það tók 9 klst. og hækkunin taldi 1400 metra. Falleg lítil skíðaþorp Á göngudegi þrjú var ferðinni heit- ið að fjallaskálanum Refugio Elisa- betta á Ítalíu. Gengið var yfir tvö fjallaskörð þennan dag, það fyrra var í 2.665 m hæð. Má segja að all- ir í hópnum hafi fengið einskon- ar ,,VÁ” tilfinningu fyrir útsýn- inu, hreint ótrúlegt. Það var heitt í veðri, sólin sterk og í takt við það gekk hratt á vatnsbirgðirnar. Nú tók við snörp niðurleið sem reyndi hraustlega á hnén, síðan aftur upp og í seinna fjallaskarðinu voru landamæri Frakklands og Ítalíu. El- isabetta skálinn var staðsettur rétt við rætur skriðjökuls þar sem jök- ulvatnið streymdi fram í beinni út- sendingu ásamt braki og brestum í jöklinum. Þennan dag voru gengnir 22,1 km, hækkun rúmlega 1200 m og lækkun 1400 m og það tók okk- ur 10 klst. Um nóttina gekk á með þrumum og eldingum sem gerði nóttina í skálanum dulmagnaða. Menn létu það ekki á sig fá heldur tóku öllu með stóískri ró. Allir vöknuðu kl. 6:00 og gangan hófs eftir morgun- verð kl. 7:30. Ferðinni var heitið til fallega ítalska fjallaþorpsins, Co- urmayeur. Það var aðeins úði þegar við lögðum af stað, hlýtt í veðri en síð- an fór að rigna. Leiðin lá niður á við í byrjun, það var merkilegt hvað fæturnir voru góðir á göngudegi fjögur. Eftir 3,5 km göngu hófst hækkun og þá þökkuðum við fyrir að sólin var á bak við skýin og létt rigningin gerði okkur gott. Okk- ur sóttist ferðin vel og útsýnið sem aldrei fyrr, einstakt. Meðfram hlíð- inni sem við gengum var útsýnið á Mont-Blanc tindana og jökulruðn- ingana allt um kring. Einnig blasti við okkur Svarta nálin sem teygði sprota sinn langt upp til skýjanna. Birna fararstjóri gerði okkur grein fyrir því að ein af mestu áskorunum í ævintýramennsku fjallaklifraranna væri að klifra á þessum stað, þ.e.a.s. þeir sem eru nægjanlega létt geggj- aðir að klifra þarna. Gengið var fram hjá mjög fallegum skíðasvæð- um og litlum skíðaþorpum þar sem falleg hús, byggð úr efnum náttúr- unnar, tré og grjóti voru í augnsýn og heilluðu menn algerlega. Við vissum í upphafi dags að við ættum fyrir höndum mjög bratta niður- leið í lok þessa dags og það reyndist rétt. Síðasta skógarbrekkan reyndi hraustlega á og sumum varð að orði að þetta væri trúlega erfiðasti hluti leiðarinnar. Allir heilir en nokk- uð þreyttir og glaðir þegar áfanga- stað var náð, Hotel Glacier í Co- urmeyeur. Þarna áttum við að gista í tvær nætur og nýta fyrri hvíld- ardaginn. Þegar þarna var komið höfðum við gengið í 8:17 klst., far- ið 17,33 km, hækkun um 530 m og lækkun 1500 m. Eins og undurfalleg póstkort Hvíldardagurinn var vel nýttur til slökunar og einnig til að skoða sig um í Courmeyeur þorpinu sem tel- ur 1900 íbúa og einnig til að fara upp í Punta Helbronner skarð- ið sem er í 3466 m hæð, með Sky way-Bont Bianco kláfferjunni til að njóta útsýnis yfir Alpana. Næstu tveir dagar voru að mestu gengnir á Ítalíusvæðinu, stígarnir voru góðir en það þurfti að gæta sín á steinum og rótum trjáa sem lágu oft þvert yfir stígana, það sáum við vel þegar við vorum að mæta fólki sem hafði hrasað illa. Við vorum ýmist á niður- eða uppleið rétt eins og í hjartalínuriti, sumar leiðir létt- ari en aðrar og hinar þyngri, en hvert sem farið var þá var útsýnið eins og maður væri staddur í und- ur fallegu póstkorti. Fjallaskálarn- ir voru misjafnir, fallegir í umhverfi sínu og fólkið sem vann í skálun- um hafði fallega nærveru og gerði allt til að við hefðum það eins gott og hægt var við þessar aðstæður. Í hópnum okkar ríkti einstök stemn- ing. Eftir 5. göngudag gistum við í Rifigio Bonatte fjallaskálanum eft- ir að hafa gengið í 7,45 klst. og 16,3 kílómetra leið. Á 6. degi gengum við yfir fjallaskarðið þar sem landa- mæri Ítalíu og Sviss mætast og við okkur blasti aðeins annað um- hverfi þegar við gengum niður úr skarðinu. Minna var um trjágróður en umhverfið engu að síður gríð- arlega fallegt. Þegar við komum að Hotel du Col de Fenetre í Sviss höfðum við lagt að baki 19,72 kíló- metra, um 1000 m hækkun, lækkun um rúmleg 1200 m og gangan tek- ið 8:31 klst. Á 7. göngudegi var ferðinni heit- ið til Campex þar sem seinni hvíld- ardagurinn ferðarinnar var tekinn. Frábært gönguveður, svolítið kalt í Ferðalangar úr sveitinni á göngu í kringum Mont-Blanc Hvíldarstund, horft niður að Courmeyeur svæðinu. Beggi, Biggi, Siggi og Kolli. TMB-hringurinn, gönguleiðin. Giardino Botanico Alpinó blóma- garðurinn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.