Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 85

Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 85
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 85 morgunsárið og menn klæddu sig eftir því. Gengið var eftir botni Val Ferret dalsins í gegnum mjög falleg svissnesk þorp. Fram með dalnum gat að líta mikla jökulruðninga og jökuláin rann mórauð eftir árfar- veginum. Hægt og rólega fikruð- umst við eftir hlíðinni sem hækkaði ört og brattinn niður varð meiri og meiri, þar sem ekki voru tré til að hlífa okkur við snarbrattri sýninni var ekki laust við að svimi gerði vart við sig í hópnum. Stuttur stans var gerður rétt fyrir síðustu brekkuna og hann var gerður á litla fallega kaffihúsinu Café du Chalelet og menn hresstu sig á ís og kaffi. Inni á kaffihúsinu sátu tveir fullorðn- ir menn með rótsterkt vín í glösum og ofan í vínið stungu þeir sykur- molum og sugu vínið í gegnum þá. Síðasti spottinn var í gegnum bratt- an skógarstíg þar sem augað nam á ótrúlegustu stöðum listaverk sem búið var að höggva í tré sem var virkilega fallegt og skemmtilegt að skoða. Hópurinn komst loks á hót- elið Hotel Splenide þar sem fram- undan var hvíldardagur á þessum yndislega stað. Dagleiðin var 21,8 km og gengið var í 7,45 klst. Hjólreiðamenn á ógnarhraða Hvíldardeginum var vel varið, við gengum um fallega þorpið sem var staðsett í kringum stöðuvatn sem hafði sérstakt aðdráttarafl og engu líkara en að tíminn stæði í stað. Göngufélagarnir tóku sér far með skíðalyftu upp á fjallið Breya, þar er útsýnið til allra átta einstakt og þar gat meðal annars að líta Gefn- arvatnið í fjarlægð. Þarna nutum við einstakrar veðurblíðu settumst niður á litlum veitingastað sem bar nafnið; ,,Panorama que la Breya“ og fengum við okkur hressingu og nutum tímans. Á 8. göngudegi var stefnan tek- in til Trient. Hópurinn var vel stemmdur eftir hvíldina og tilbúinn að takast á við verkefni þeirra daga sem eftir voru. Hópurinn var búinn að vera heppinn, allt gengið fum- laust fyrir sig og stemningin ein- stök. Í hlíðunum bröttu og grýttu þennan dag mættum við bæði fjallahlaupurum og hjólreiðamönn- um sem voru í hjólreiðakeppni á TMB hringnum og satt að segja, ef eitthvað hefur skapað okkur hættu þarna þá voru það hjólreiðamenn- irnir sem þeystu niður hlíðarnar yfir stokka, rætur og steina á fleygi- ferð. Einn af þeim sem við mættum hentist á hausinn á skuggalega mjó- um og bröttum stíg og sagði okkur að hann hefði orðið hræddur þegar hann kom fram af snarbrattri brún- inni og misst jafnvægið. Við feng- um fyrirmæli um að snúa bökum upp að hlíðinni þegar við vorum að mæta hjólreiðarmönnunum þannig að við sköpuðum sem allra minnstu hættu. Margir voru á ferðinni þennan dag, jafnt sveittir og þreytt- ir. Hægt og rólega nálguðumst við selið þar sem sagan um Heiðu og afa hennar í fjallaselinu hefur fyr- irmynd. Þar hvíldi hópurinn og lét hugann reika til fallega ævintýri Heiðu, mataðist og safnaði orku í smá stund. Haldið var áfram ótrú- lega fallega leið þar sem bænda- samfélagið var greinilegt. Kýrnar hér og þar og bjöllur þeirra hljóm- uðu í fjarska eða bara við hliðina á okkur á göngustígunum. Loks blasti litli fallegi bærinn Trient við í fjarska en hann var ansi langt niður í dalnum fannst okkur. Hópurinn var orðinn öllu vanur, niðurleiðin tók við og menn gengu hana af stóískri ró alla leiðina niður. Við okkur blasti bleik kirkja sem er sjáanlegt kennileiti þessa staðar og hún var staðsett stutt frá gististað- num þar sem við áttum að dvelja næstu nótt, Auberg du mont blanc. Dagleiðin var 21,79 km og það tók okkur 8:56 klst. að tölta hana. Göngudagur níu Allir voru kátir og til í slaginn þeg- ar komið var að næst síðasta göngu- degi. Pokarnir á sínum stað, stafir í hönd og magnesíum freyðitaflan komin í vatnspokann. Þennan dag var gengið yfir fjallaskarðið Col de Balme, þar sem landamæri Sviss og Frakklands mætast. Þegar þangað var komið fór að bæta heldur í vind. Fjöldi manna var þar saman kom- inn að fljúga módelflugvélum. Í skarðinu stönsuðum við smá stund því nú birtist okkur Mont-Blanc á ný eftir nokkra fjarveru. Leiðin lá niður á við í Frakklands hreppi og við endalaust að dást að fjalla- sýninni og þessum tilkomumikla fjallgarði sem við höfðum verið að ganga í kringum síðustu daga. Nú birtist okkur litli skálinn og dagsverki göngugarpanna lokið. Gengum við í 8:13.37 klst. 19.64 km, hækkuðum okkur um 1004 m og niðurleiðin var 890 m. Allir heilir; hné, fætur, tásur og 12 höf- uð. Það var gott að taka af sér skó og poka og njóta góða veðursins. Í litla sjarmerandi skálanum var hver einasti krókur og kimi nýttur í orðsins fyllstu. Aðeins til að upp- lýsa ykkur lesendur um þrengslin í skálanum; Í rýminu sem ég og Siggi gistum voru einnig Ína sem svaf á þriðju hæð í koju, Birgir og Gróa í neðri koju, við í efri koju, Kolli og Lára í efri og neðri og ein stúlka frá Bandaríkjunum í efri koju til fóta við mig. Birna og Rúnar upp á hanabjálka á þröngu lofti og Berg- þór og Hrefna ásamt Sirrý í pínu- litlu herbergi í kojum. Sturtuklef- inn var þannig að það var bara rétt hægt að komast inn og nánast ekki hægt að þurrka sér þar svo vel væri og útilokað að skipta um skoðun. Já, við létum okkur hafa þetta en það reyndist sumum erfitt og má segja að vel hafi verið farið út fyr- ir þægindarammann. Lokadagur göngunnar Lagt var af stað frá litla skálanum og áætlað að ganga fyrri hluta dag- leiðarinnar að Lac Blanc (Hvíta vatnið) sem stendur í 2300 m hæð. Leiðin var brött og grýtt á köfl- um. Á einum stað urðum við að klífa kletta í stigum, líklega hefðu menn ef kostur var á, tekið strætó eða lyftu niður til Camonix, en all- ir tóku áskoruninni og fóru upp stigana með góðri leiðsögn Birnu fararstjóra. Lac Blank er gríðar- lega vinsæll útivistarstaður íbúa í Camonix, þeir taka sér far upp með lyftunni að Flégere svæðinu og þaðan er um tveggja tíma gang- ur að vatninu og allt í kring um það eru fallegar gönguleiðir. Sagt er að þarna sértu komin í himna- ríki friðar. Frá Lac Blanc áttum við að ganga að Flégere lyftunni sem áætlað var að taka niður í Camonix dalinn en það lá ekki fyrir okkur að gera það, gönguleiðin var lok- uð og við urðum að taka á okkur krók og þar með vorum við orð- in of sein að taka lyftuna fyrir síð- ustu ferð. Öllu var tekið með ró og Birna fór fyrir hópnum gangandi niður snarbratta snákastíga alla leið. Hitinn var mikill þennan dag og menn búnir með vatnsbirgðirn- ar og þorstinn sagði til sín auk þess sem sumir voru orðnir ansi þreytt- ir í hnjánum. Eins og í sögu lokuð- um við hringnum í Camonix. Þennan síðasta dag gengum við upp í 2345 m hæð, hækkunin var 1170 m, lækkun 1469 m og 20,8 km gengnir á 10,40 klst. Samtals gengum við hringinn á 10 dögum og leiðin 199,8 km fyrir utan það sem við gengum á hvíldardögun- um. Ekki ofsagt að við höfum lík- lega gengið um 220 km. Við gistum á fallega fjölskyldu- rekna hótelinu St. Antoine sem við gistum á í upphafi í Camonix og áttum þar saman einn góðan dag fyrir heimferð. Við nutum tímans, skoðuðum fallega bæinn og rifjuð- um upp með stolti dagana sem á undan voru gengnir. Fyrir heimferð fór ég út á sval- ir á hótelinu í síðasta sinn, andaði að mér tæru alpaloftinu og hugur- inn reikaði að því sem sagt er um þennan fallega stað og ég tengi al- gerlega við: „Eitt af því góða við Chamonix dalinn er að þú getur bæði tapað þér og fundið þig þar. Þú þarft að- eins að líta upp til að sjá það. Nátt- úran þar er gjöf og hún tekur þér með útréttum örmum í átt að æv- intýrum. Hún færir þér ferskt loft, göngustíga, gönguleiðir og býður þér að fylgja þeim. Burt frá ys og þys sem kann stundum að vera erf- itt að skilja við.“ Að lokum vitna ég í orð Berg- þórs sem hann sagði við okkur í upphafi ferðar; ,,munið elskurnar mínar að klukkan er 0”. Einmitt, þar vorum við, nutum tímaleysis- ins, kyrrðarinnar og faðms nátt- úrunnar sem tók okkur útréttum örmum. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir Við gamalt eyðibýli í Aosta Valley. Upphafspunktur TMB hringsins í Chamonix. Horft til frá Giardino Botanico Alpinó blómagarðinum að Point Helbronner þangað sem Skyway Monte Bianco kláfferjan gengur. Refugio Elisabetta fjallaskálinn á Ítalíu. Rhone-Alpes, útsýnið frá svæðinu þar sem stigaklifrið hófst á leið til Lac Blanc. Hrefna, Gróa, Sirrý, Inga, Ína og Lára. Eitt af útskornu listaverkunum við skógarstíginn til Campex.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.