Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 86

Skessuhorn - 18.12.2019, Síða 86
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201986 Pennagrein Kjörtímabil núverandi ríkisstjórn- ar er hálfnað og þykir mér á þeim tímamótum vert að líta um öxl. Ég fer fyrir mikilvægu ráðuneyti og víðfeðmum málaflokkum sem snerta almenning allan. Húsnæð- ismál eru þar ofarlega á blaði og einsetti ég mér strax í upphafi að mynda traustari umgjörð um hús- næðismál á Íslandi en verið hefur. Í þeim efnum hef ég lagt áherslu á að tryggja nægjanlegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Á þeim tveim- ur árum sem liðin eru hefur farið fram mikil endurskipulagning og umbótavinna á sviði húsnæðismála bæði hjá ríki og sveitarfélögum og er henni hvergi nærri lokið. Aðgerðir vegna lífskjarasamninga í góðum farvegi Stuðningur stjórnvalda við lífs- kjarasamninga sem samþykkt- ir voru síðastliðið vor innihélt 38 aðgerðir. Um helmingur þeirra heyra undir félagsmálaráðuneyt- ið og lúta flestar að húsnæðis- og vinnumarkaði. Umbætur í hús- næðismálum voru ein grunnfor- senda samninganna. Því lögðu stjórnvöld og aðilar vinnumarkað- arins í mikla vinnu við að greina stöðu húsnæðismála og skilgreina aðgerðir til úrbóta. Rúmlega 40 húsnæðistillögur voru lagð- ar fram og eru nú í úrvinnslu en þær fela meðal annars í sér stór- aukin framlög til uppbyggingar al- menna íbúðakerfisins, bætta rétt- arstöðu leigjenda og innleiðingu hlutdeildarlána fyrir ungt fólk og tekjulága. Í öllum tilfellum er um að ræða aðgerðir sem ætlað er að bæta lífskjör í landinu. Húsnæðisuppbygging á landsbyggðinni Ég hef lagt sérstaka áherslu á að landsbyggðin verði ekki látin sitja eftir en þar hefur ríkt stöðnun á húsnæðismarkaði um langt skeið. Haustið 2018 fól ég Íbúðalána- sjóði að fara af stað með tilrauna- verkefni í því skyni að leita leiða til þess að bregðast við þeim áskor- unum sem landsbyggðin stend- ur frammi fyrir í húsnæðismálum. Þegar hafa verið kynntar ýms- ar lausnir á grunni verkefnisins og eiga fleiri eftir að líta dagsins ljós. Málið er brýnt enda allmörg dæmi um að skortur á íbúðarhús- næði á landsbyggðinni hafi staðið atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum. Við það á ekki að una enda hagur okkar allra að atvinnulíf blómstri sem víðast um land. Framkvæmdir eru víða hafnar á grunni þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í og hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að fylgja þeim úr hlaði hringinn í kringum land- ið. Víða er um að ræða nýbygging- ar en auk þess eru sveitarfélög að leita leiða við að breyta húsnæði sem fyrir er með stuðningi ríkisins og koma því í sölu eða leigu. Sam- anlagt hafa þær aðgerðir sem farið hefur verið í komið af stað hreyf- ingu á húsnæðismarkaði á stöðum þar sem stöðnun hefur ríkt árum og áratugum saman og er virkilega ánægjulegt að verða vitni að því. Fyrsti barnamálaráð- herrann Um síðustu áramót tók ég ákvörð- un um að breyta embættistitli mín- um í félags- og barnamálaráðherra og er fyrsti barnamálaráðherra Ís- landssögunnar. Ég vissi að við Ís- lendingar værum að gera margt mjög vel þegar kemur að aðbúnaði barna en varð engu að síður var við brotalamir og glufur í kerfinu. Þá eru sífellt að koma fram nýj- ar rannsóknir sem sýna fram á að barnæskan og velferð barna skipti sköpum þegar kemur að því að byggja upp heilbrigt og gott sam- félag. Lengi býr að fyrstu gerð og varð mér ljóst að besta fjárfesting- in sem samfélag getur ráðist í er að hlúa vel að börnum. Á þessu eina ári sem liðið er eru að verða til útlínur að nýju velferð- arkerfi fyrir börn á Íslandi. Því er meðal annars ætlað að grípa þau börn sem á þurfa að halda fyrr en verið hefur og bjóða fram viðeig- andi aðstoð. Lykillinn að því er sú þverpólitíska samstaða sem hef- ur myndast um mikilvægi þess að setja börn í for- gang en jafnframt höfum við feng- ið til liðs við okkur sérfræðinga í málefnum barna úr öllum átt- um sem hafa lagt sitt af mörkum. Nýlega gekk félagsmálaráðuneyt- ið svo til samninga við UNICEF um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög UNICEF undir for- merkjunum Barnvænt Ísland með það að markmiði að tryggja að- gengi allra sveitarfélaga að stuðn- ingi við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sveitarfé- lög veita þjónustu í nærumhverfi barna og er afar brýnt að þau hafi ákvæði Barnasáttmálans að leiðar- ljósi í einu og öllu. Samhliða því að bjóða sveitar- félögum að taka þátt í verkefninu verður öllum sveitarfélögum á landinu boðið að nýta sér svokall- að mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þró- unarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNI- CEF á Íslandi. Sveitarfélög munu þannig geta greint með markviss- um hætti þau tölfræðigögn sem til eru um velferð barna innan sveit- arfélagsins og nýtt við stefnumót- un, fjárhagsáætlanagerð og ákvarð- anatöku. Er þetta nýmæli sem eftir er tekið en mælaborðið hlaut ný- verið alþjóðleg verðlaun UNICEF fyrir framúrskarandi lausnir og ný- sköpun í nærumhverfi barna. Endurreisn fæðingaror- lofskerfisins Eitt helsta áherslumál mitt í emb- ætti er að endurreisa og efla fæð- ingarorlofskerfið. Hámarksgreiðsl- ur hafa þegar verið hækkaðar og stendur til að lengja fæðingarorlof í tveimur áföngum í tólf mánuði. Samhliða fer fram heildarendur- skoðun laganna sem lýkur á næsta ári. Ég gleðst yfir þessum framfara- skrefum og er þess fullviss að þær verði fjölskyldum og ekki síst börn- um þessa lands til heilla Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barna- málaráðherra. Húsnæðismál og velferð barna í brennidepli Árlegur jólasveinatví menningur Bridge félags Borgarfjarðar var spil- aður síðastliðið föstudagkvöld í Logalandi. Þá er sá háttur hafður á að spilarar draga sig saman í pör. Nokkurrar eftirvæntingar gætti um hvort Sigríður í Miðgarði landaði titli að þessu sinni en hún hefur ásamt ýmsum makkerum borið sig- ur úr býtum síðustu þrjú árin. Svo fór þó ekki, þótt litlu hefði munað. Hún varð í þriðja sæti ásamt makk- er sínum Sveini á Vatnshömrum. Í öðru sæti urðu Einar Skagamað- ur og Ingimundur í Deildartungu. Sigurvegarar kvöldins urðu svo Baldur í Múlakoti og Guðmund- ur á Grímsstöðum með ríflega 60% skor. Uppskáru þeir útskorinn verðlaunagrip að launum og sæmd- artitilinn Jólasveinar ársins 2019. mm Óskað er eftir tillögum íbúa um fall ega skreytt jólahús í Snæfellsbæ og flottasta piparkökuhúsið, að því er fram kemur í frétt á vef Snæfells- bæjar. Piparkökuhúsin eru númerið og til sýnis í Kassanum í Ólafsvík. Hægt verður að senda inn tillögur til miðnættis annað kvöld, fimmtu- daginn 19. desember. Að því loknu mun menningarnefnd Snæfells- bæjar fara yfir tilnefningarnar og kynnir sigurvegara úr báðum flokk- um við hátíðlega athöfn á Átthag- astofu Snæfellsbæjar á sunnudag- inn næsta kl. 16:30. „Farið verð- ur með aðsendar upplýsingar sem trúnaðarmál og ekki verður hægt að persónu greina innsendar tillög- ur. Athugið að það er ekki hægt að kjósa oftar en einu sinni í hverju tæki,“ segir í fréttinni. arg Það er svo gott að vera kominn heim til Íslands, en hugurinn minn leit- ar samt suður til Afríku. Sérstaklega vegna þeirr- ar skelfilegu árásar sem Isis liðar frá Malí gerðu í síðustu viku á herstöð í Níger sem er í um 200 km frá borginni Niamey þar sem ég og kærastan mín höfum okkar heim- ili. Í þessari fólskulegu árás féllu um 70 her- menn og fjölmargir aðr- ir særðust. Fyrir okkur sem ólumst upp í örugg- um löndum er oft auð- velt að leiða svona frétt- ir hjá sér, hugsa í nokkr- ar sekúndur að þetta sé skelfilegt en halda svo bara áfram að borða matinn eða stressast yfir jólahreingerningunum. En núna get ég ekki hætt að hugsa um þetta, ég hugsa um alla vinalegu hermennina sem ég hef hitt þarna úti. Heimil- ið mitt í Niamey er stutt frá forsetahöllinni og á hverjum degi labba ég framhjá hermönn- um sem eru að passa upp á svæðið. Í fyrstu starði ég bara á byssurnar þeirra og brynvörðu bílana en síð- ar fór ég að horfa á andlitin á þess- um strákum. Þetta er bara strákar, þessir hermenn eru allir yngri en ég, þegar ég horfði framhjá vopn- unum sá ég bara brosmilda unga stráka og menn sem voru að vinna vinnuna sína. Þeir veifa mér ávallt þegar ég á leið framhjá og stundum eru þeir til í að spjalla. Eftir því sem tíminn leið varð það bara hluti af deginum mínum að sjá þá brosa og heyra þá heilsa og kalla vinalega til mín „ça va?“ og brosandi svara ég með „ça va“ á móti, sem er siður- inn í frönsku mállýskunni sem not- uð er í Níger. Í minni sýn eru þeir bara venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum, en því miður getur lífið verið erfitt og núna er það skelfilegt í þessum hluta heimsins. En samt sem áður þá er svo margt gott í þessu landi sem ég reyni að hugsa um í staðinn fyr- ir árásina. Þrátt fyrir allt þá held- ur lífið áfram og hugur minn leitar til vinalega fólksins þarna úti. Síð- an ég kom heim hafa nefnilega vin- ir mínir í Níger verið að senda mér skilaboð um hin ýmsu spennandi verkefni sem ég ætti að skoða þeg- ar ég fer aftur út í janúar, og margir vilja að ég deili góðum fréttum frá Níger til Íslands. Fatahönnuðurinn Issa stefnir á að kynna okkur fyrir afrískum litum fyrir íslenskar að- stæður, hann á fyrirtækið Batik sans frontières, sem ber nafn með réttu því það þýðir Batik (sem er tegund vaxlitaðs fataefnis) án landamæra. Síðan býður vísindamaðurinn Ba- issa Tanimoune okkur aftur í heim- sókn til að sjá framfarirnar á Icrisat rannsóknarbýlinu og Belgísku sam- tökin í Níger munu svo reyna að sannfæra okkur um að menningar- verkefnin þeirra séu meira en bara heimsins besti bjór og guðdómleg- ar vöfflur. Ég verð bara að deila með ykk- ur mynd sem ljósmyndari Belgísku samtakanna sendi mér. Í Níger að- hyllast flestir íslamstrú og halda því ekkert sérlega mikið upp á jólin, en það er þó fólk, sérstaklega í höfuð- borginni, sem er kristið og Belg- arnir vildu því gera hátíðlegt með því að bjóða jólasveininn þeirra vel- kominn. Þeir kalla hann Sinterkla- as og venjulega kemur hann á hest- baki til að heilsa upp á góðu börn- in, en í Níger varð hann að finna sér ögn öðruvísi fararskjóta. Mynd- in segir meira en þúsund orð og ég verð að játa að ég er ögn svekktur að vera heima og missa af því að hitta þennan stórkostlega jólasvein. En fyrst ég er núna heima á Ís- landi þá vil ég gefa ykkur tækifæri á að hitta hálfgerðan jólasvein og heyra hans sögur. Ég hef nefni- lega verið að vinna að leyniverkefni þarna úti í Níger. Sumarið 2018 fékk ég að búa í smá tíma í Leve- rett húsinu í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum og fékk þar að- gang að hinu risastóra og heims- fræga Widener bókasafni. Þar var ég ráfandi um og fann fyrir tilviljun eldgamla bók um Ísland. Ég opn- aði bókina frekar ógætilega og úr henni datt þessi samanbrotna síða sem innihélt vísbendingu á algjöran fjársjóð af upplýsingum um fornar ættir Íslendinga í gegnum Egils- sögu. Síðan þá hef ég verið að skrifa verkið: „Frá Eden til Íslands - 6000 ára ættarsaga Íslendinga“, og ég vil endilega kynna þetta aðeins nánar fyrir ykkur heimafólki, fá gagnrýni en líka hafa þetta á léttu nótunum og segja smá sögur af lífinu í Níg- er í leiðinni. Elsku Kjartan og Sirrý á Land- námssetrinu í Borgarnesi hafa boð- ið mér að vera með kynningu á Söguloftinu í vikunni. Ég mun vera þar með létta kynningu og spjall næsta fimmtudag 19. des. klukkan 20:00 og svo aftur föstudaginn 20. des. en þá klukkan 18:00. Það er frítt inn og öllum hjartanlega vel- komið að koma. Ég hlakka til að hitta ykkur. Geir Konráð Theódórsson Pstiill Geir Konráð TheódórssonJólasveinar ársins Verðlaun fyrir besta piparkökuhúsið á síðasta ári voru afhent í Pakkhúsinu. Óska eftir tilnefningum í Snæfellsbæ 6000 ára ættarsaga Íslendinga og jóla- sveinninn í Níger Jólasveinninn í Níger.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.