Skessuhorn - 18.12.2019, Page 88
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201988
Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá
Balaskarði (1845–1933) er hetju-
saga alþýðumanns þar sem segir
frá miklum mannhættum og erf-
iðleikum til sjós og lands. Bókina
gaf út í haust Sæmundur, bókafor-
lag Bjarna Harðarsonar á Selfossi. Í
þessari ævisögu njóta sín vel tilþrif
og frásagnargleði höfundar sem
kallaður hefur verið Münchhau-
sen Íslands. Sigurður lýsir hvers-
dagslegum atburðum sinnar tíðar
af nákvæmni naívistans sem slær í
bókinni einstakan tón fegurðar og
tærleika í skrifum sínum. Í seinni
hluta bókarinnar er höfundur kom-
inn til Vesturheims. Lesandinn fer
þar með Sigurði bæ af bæ og kynn-
ist þjóð sem ferðast með „treini“
eða „kar“ en ber nöfn eins og
Borgfjörð, Dalmann, Suðfjörð og
Goodmann. Sjálfur veiðir Sigurður
„rabita“ í skóginum en „kattfiska“ í
vötnum.
Bókin kom upphaflega út frá
hendi höfundar í þremur bindum
á árunum frá 1913-33. Árið 1957
voru fyrstu tvö bindin endurprent-
uð og hafði Freysteinn Gunnars-
sonar umsjón með útgáfunni. Sag-
an öll er nú í fyrsta sinn prentuð í
einni bók en skrif þessi hafa í meira
en öld hlotið afburðadóma allt frá
því skrifað var í tímaritið Bjarma
við frumútgáfu fyrsta hluta hennar
árið 1913: „Bók þessi hefur í meira
en öld hlotið afburðadóma allt frá
því skrifað var í tímaritið Bjarma
við frumútgáfu fyrsta hluta henn-
ar árið 1913: Vér höfum lesið hana
með ánægju og vonum að það geri
fleiri.“
Skessuhorn grípur hér ofan í bók
Sigurðar þar sem hann er að leggja
í eina af mörgum svaðilförum sín-
um, fótgangandi sunnan úr Reykja-
vík norður til sinna átthaga á jóla-
föstunni árið 1872. Hann er beðinn
fyrir pinkla og bréf fyrir aðra. Fjör-
tíu pundin sem hann ber á sjálfum
sér jafngilda 20 kílóum og hann er
því nestislaus fyrir utan eina romm-
flösku. Millifyrirsagnir eru blaðs-
ins.
Sendimaður biskups
Svo kom gott veður, og þá fór ég
að hugsa til ferða, og kveð nú fólk-
ið með alúðarþakklæti fyrir mig, og
allir óskuðu mér til lukku og bless-
unar.
Ég kom nú til biskups og bauð
hann mér í stofu. Segir nú biskup
að hann ætli að biðja mig fyrir tvær
sendingar norður, aðra til dóttur
sinnar en hina til systur sinnar, Elín-
borgar á Sjávarborg, móður Péturs.
Ég segi: „Hví báðuð þér mig ekki
fyrir þetta strax?“ En hann sagði að
sér hefði þá ekki dottið það í hug.
„Nú er ég búinn að taka svo mikið,
að ég get ekki tekið meira“, segi ég.
Hann segir með allra mestu hóg-
værð: „Þér áttuð að láta mig sitja
fyrir öðrum.“ „Það hefði ég gert, ef
ég hefði vitað það í tíma; en á ég
að svíkja aðra, sem ég er búinn að
lofa, til þess að geta tekið af yður,“
segi ég. Ég spurði svona til að vita
hvað hann segði, því ekki datt mér í
hug að svíkja aðra, til þess að taka af
honum, þó hann væri biskup.
En hann segir: „Ekki er það nú
gott; ég get nú komið þessu með
pósti.“ „Það vil ég helst,“ segi ég.
„En það getur komist heim í hlaðið
með það sama, ef þér tækjuð það,“
og heyri ég að honum er mikið
áhugamál að ég taki þetta, svo ég
bið hann að lofa mér að sjá hvað
það sé, og kemur hann með það, og
sé ég að það fer mikið fyrir því, en
var fis létt eftir stærð, og var vax-
dúkur utan um bögglana. Ég bið
hann að vigta þá, og voru þeir báð-
ir fjögur pund. Hann sagði að þetta
væri dýrindis „tau“.
Ég segi: „Ef þér viljið hætta á að
senda þetta með mér, þá held ég að
ég verði að reyna að taka það,“ og
varð hann mjög glaður, og spyr mig
hvað ég vilji hafa fyrir það; en ég
segi að hann viti hvað póstur taki.
Kemur hann nú með ríkisdal og
segist gefa mér, — fyrir þrjú bréf
og sendingarnar, og var það mikið
meira en póstur tók. Ég þakka hon-
um fyrir borgunina, en hann þakk-
ar mér fyrir að ég gerði þetta.
Svo var komið með kaffi með
brauði, og þegar ég er búinn að
drekka, þakka ég honum fyrir og
kveð Eirík Briem, sem var þar inni,
en biskup fór út með mér, og hélt
þar yfir mér hjartnæma og nokk-
uð langa ræðu, og bað Guð að leiða
mig og blessa í þessari ferð og alla
mína ævi, og vera ætíð minn leið-
togi og verndari á allri minni ófar-
inni lífsleið, og taka mig svo til sín
þegar honum þóknaðist.
Ég varð óumræðilega glaður
af þessu, og fannst ég hefði verið
ánægður, þó hann hefði ekki borg-
að mér neitt fyrir það sem ég gerði
fyrir hann. Ræða hans var ekk-
ert munnflapur, það heyrði ég, því
hann var mjög hrærður; og líka varð
ég hrærður og kvaddi hann með al-
úðarþakklæti fyrir þessa blessun,
sem hann lagði yfir mig.
Gist í Brynjudal
Nú fór ég í búð og keypti mér
flösku af rommi til að hafa mér til
hressingar, því byrðin var orðin svo
mikil, nær 40 pund, að ég gat ekk-
ert nesti haft.
Nú hélt ég af stað þessa löngu
leið til baka. Var nú komin jólafasta
og var því ekki langt milli birtu og
rökkurs. Þegar ég var kominn út
úr bænum hélt ég bæn, eins og ég
gerði ætíð. Ég komst að Mosfelli
um kvöldið og gisti þar og átti góða
nótt. Tók ég bréf af Helgu til móð-
ur hennar og bað hún mig að út-
vega sér „fríheitin“ sín hjá Eggert
Briem sýslumanni.
Ég fór af stað fyrir dag, því ég
vildi hafa sem lengstar dagleiðir,
og komst ég að Þrándarstöðum í
Brynjudal, og er það löng dagleið.
Þar bjuggu heldur ung hjón, og var
ekki fleira fólk. Ég bað að selja mér
mat kvöld og morgun, sem fyrr, og
átti ég þarna góða nótt. Ég fór á
fætur fyrir dag, og þegar ég er bú-
inn að borða, segi ég við bóndann
að ég hafi orðið að fara töluvert úr
leið til að gista þar, og spyr ég hann
hvort ekki sé hægt að fá styttri leið
yfir á þjóðveginn, svo ég ekki þurfi
að fara þennan krók til baka aftur.
Segir bóndi að það megi, með því
að fara hér nokkuð upp í dalinn og
þar yfir fjallið, og komi maður þá
í endann á Botnsdalnum, og verði
maður þá að fara ofan í dalinn og
alla leið þangað til maður maður
komi að veginum sem liggi upp á
heiðina, annað geti maður ekki far-
ið. Það var farið að ljóma af degi,
og sagði hann að þar sem ég sæi
bjarmann, ætti ég að fara yfir fjall-
ið, og komi maður þá í endann á
Botnsdalnum. En þegar ég er kom-
inn upp á brúnina og sé ofan í dal-
inn, sýnist mér óbærilegur krók-
ur að fara ofan í dalinn og þangað
sem ég kom af heiðinni. En ég sé
dal rétt á móti mér, sem mér sýn-
ist liggja út á heiðina, og hugsa ég
með mér, að þetta sé ekki nema vit-
leysa að vera fara ofan dal; — hér
sé mikið skemmri leið út á heiðina,
og skuli ég fara hana. Svo ég fer í
þennan óþekkta dal.
Það var allgott að ganga þótt
nokkuð væri af nýjum snjó, því
hjarn var undir.
Hélt ég nú áfram glaður yfir að
hafa tekið þetta til bragðs. En þegar
ég er búinn að ganga nokkra stund,
koldimmir allt í einu, og skellur á
með svo þétta „skæðadrífu“ að ég
sá ekkert. Ég skildi ekkert í þessu,
því veðrið hafði verið ágætt og leit
vel út þangað til þetta allt í einu. —
Ég sá ekkert til vegar, en hélt áfram
óhræddur, hélt að mundi birta aft-
ur, en það varð ekki.
Villist upp að Hvalvatni
Þegar ég er búinn að ganga lengi,
kom ég að vatni. Mér þótti þetta
undarlegt. — Það var svo mik-
ið stórgrýti meðfram þessu vatni,
að ég átti bágt með að ganga. Samt
held ég með því, þangað til ég finn
að ég er farinn að ganga í kring um
það, datt mér þá í hug að þetta væri
Hvalvatn, sem ég hafði heyrt að væri
nálægt Botns-Súlum. Ég hlaut því
að vera kominn annað en ég átti að
fara. Ég fór nú frá vatninu, en það
var úr vöndu að ráða, því ég sá ekk-
ert fyrir dimmviðrinu, og dreif nið-
ur fönn. Ég hélt nú áfram lengi, að
mér fannst, og fer að koma bratti á
hægri hönd. Ég sé að það dugar ekki
að halda svona áfram, ég komi aldrei
til byggða með þessu lagi. Svo ég
hugsa mér að snúa til sjávar, þóttist
vita í hvaða átt hann væri, og sný í þá
átt, og held nú áfram svo svo vel sem
ég get. Nú fór að dimma af nótt og
datt mér þá þessi vísa í hug og kvað:
Þess nú beiðist þanki minn,
Gisting uppi á Þyrli í Hvalfirði á jólaföstu 1872
Frásögn úr ævisögu Sigurðar frá Balaskarði
Hvalvatn úr lofti. Botnsúlur fjær og Hvalfell nær.
Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði.