Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Side 89

Skessuhorn - 18.12.2019, Side 89
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 89 það í neyð ég tala, Guð mig leiði greitt um sinn grund um heiðar svala. Rétt eftir þetta kem ég að gili, og gladdist ég við það, því ég þótt- ist vita að það lægi til sjávar. Held ég nú vel áfram, og var nú orðið aldimmt, og sama snjókoman, en heldur farið að hvessa, samt hélt ég lengi áfram, þangað til allt í einu, að ég sé einhvern ógurlegan sorta fram undan mér, svo ég stansa og fálma með stafnum fram fyrir mig, og finn ég að er snarbratt bjarg fyrir framan mig, og hefði ég far- ið feti framar, hefði ég hrapað ofan fyrir. Ég sný sem fljótast til baka, og þegar ég er búinn að ganga dá- lítið, kem ég í tanga, og eru gil á báðar hliðar, og varð ég að láta þarna fyrirberast um nóttina, þó ekki væri álitlegt. Ljótasta klettafjall á landinu! Nú fann ég að mér hefði verið betra að hlýða ráðum mannsins. Ég sá nú líka að það var slæmt að vera nestislaus, en ég saup á flösk- unni og hresstist mikið. Þarna var ekkert skjól en ég heitur, en það vildi til að það var ekki mikið frost. Ég ýmist sat eða stóð eða „gekk um gólf“. Ég fór nú að hugsa um hvað ég hafði gert rangt, og sá ég að Guð hafði enn einu sinni bjarg- að mér úr lífshættu, og þakkaði ég honum fyrir það, og las kvöld- bænir mínar. Svona hafðist ég við þarna yfir nóttina; ég saup á vín- flöskunni þegar mér kólnaði fyrir brjóstinu, og hlýnaði mér þá, og hresstist í hvert sinn. Loksins leið nóttin og var þá komið gott veður, og varð ég feg- inn, og lofaði Guð fyrir að nótt- in var liðin. Þegar dálítið fór að birta, fór ég að ganga til og frá, til að sjá hvar ég var staddur, og sá ég nú að ég var fremst á Þyrlinum, sem er eitt- hvert ljótasta klettafjall á landinu. Nú sá ég hvar ég hafði verið stadd- ur um kvöldið, og að sjórinn hafði verið sortinn, sem ég hafði séð. Ég fór nú að hugsa um að kom- ast burt úr þessum stað, og gekk ég til baka, og sá ofan í Botnsdalinn, og hugsaði ég mér að komast til bæja til að fá mat og hvíla mig eft- ir nóttina. En það var ekki hlaup- ið að því að komast ofan snarbratta kletta, og varð ég að ganga langt áður en ég komst ofan, og var þó ekki álitlegt að fara ofan þar sem ég fór. En samt komst ég klakk- laust ofan, og fór heim að bæ, sem var skammt frá. Það voru tveir bæir í dalnum, og hétu báðir „Botn“. Ég fór heim að öðrum bænum, og þegar ég er kominn heim á hlaðið, kemur gam- all maður út. — Mér datt í hug að þetta væri líkt eins og sagt er í úti- legumannasögunum, þegar menn voru búnir að villast, og komu í dal, og fundu bæ. — Ég hugsaði, hvernig skal þessi karl reynast. Bærilegur klettamaður Ég heilsa honum nú, og segir hann: „Þú ert snemma á ferð,“ því það var ekki orðið fullbjart. „Nokk- uð,“ segi ég. „Hvar varstu í nótt?“ — Segir hann. „Ég var hérna uppi á heiðinni, eða réttara sagt uppi á Þyrlinum.“ Hann spyr mig nú að á hvaða ferð ég sé, og segi ég honum það. Hann segir mér nú að koma inn sem fljótast. Þegar ég kom inn, sá ég gamla konu, og unga stúlku, sem ég þótt- ist vita að væri dóttir karls og kerl- ingar. Ég heilsa þeim, og karl seg- ir þeim hvernig ástatt sé fyrir mér, og segist halda að ég þurfi hress- ingar við, og er komið með nóg- an mat og kaffi. Svo segir karlinn mér að hátta ofan í rúm; segir mér veiti ekki af að sofa og hvíla mig, „og verða hérna í dag,“ — og var það satt. En ég segi að mig langi til að ná yfir heiðina í dag og bið hann að vekja mig um miðjan dag. Karl tók skóna mína og voru þeir komnir í sundur og sækir hann bætur og fer að bæta þá sjálfur, en segir að þurrka vel sokkana mína. — Ég hafði aldrei séð þetta fyrr, að karlmaður gerði þetta þegar kvenfólk var við. En hann nefndi það ekki við þær, heldur gerði það sjálfur. Ég fór nú að reyna að sofna, og tókst mér að sofna, en ég svaf svo laust að ég heyrði allt, sem talað var, í gegnum svefninn. Ég heyri að það eru komnir tveir menn og eru að tala við fólkið, og segja, að þeir hafi séð slóð eftir mann, sem hafi komið ofan af Þyrlinum, en ekki sögðust þeir vita hver „svo sem þeir kváðu á“ hefði hjálp- að honum til að komast ofan klettana þar sem hann hefði farið. — En karlinn segir: „Þessi maður er hér og lá hann úti upp á Þyrl- inum í nótt, en kom hér í morg- un til að fá hressingu og hvíla sig. Hann er ferðamaður að norðan og er á norðurleið, og segist ætla að leggja á heiðina í dag.“ — „Það er bærilegur klettamaður,“ segja þeir. „Mér líst svo á þann pilt, að hann muni vera fær í flestan sjó,“ segir karl. Svo töluðu þeir ekki meir um þetta og fóru litlu síðar. Ég var vakinn á tilteknum tíma, klæði ég mig sem fljótast, og var búið að þurrka sokkana mína og bæta skóna vel, og er komið með heita kjötsúpu handa mér að borða. Þegar ég er búinn að borða, þakka ég alúðlega fyrir greiðann og að- hlynninguna, og biður þá karl mig að vera um kyrrt í dag, því það sé seint að leggja á heiðina; en ég seg- ist ekki sleppa þessu góða veðri, og haldi að Vatnshorni í kveld. — „Þú ert kappsamur,“ segir hann. Nú ætlaði ég að fara að borga karli fyrir þessar góðu viðtökur; — já, ég ætlaði að borga þær vel. En þegar ég ætlaði að fá honum pen- inga varð hann byrstur og segir: „Mér dettur ekki í hug að taka við peningum af þér fyrir þennan litla greiða, sem ég hefi gert þér; því ég hefði viljað gefa peninga til þess að þú hefðir verið hjá mér í nótt, en ekki legið úti.“ Forsíða bókarinnar. Velkomin í sund! Opnunartími Íþróttamannvirkja Borgarbyggðar um jól og áramót 2019 SK ES SU H O R N 2 01 9 Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi 23. des. Þorláksmessa opið 06:00-18:00 24. des. Aðfangadagur jóla opið 8:00-12:00 25. des. Jóladagur LOKAÐ 26. des. Annar í jólum LOKAÐ 31. des. Gamlársdagur opið 8:00-12:00 1. janúar 2020 LOKAÐ Íþróttamiðstöðin á Kleppjárnsreykjum 23. des. Þorláksmessa Lokað 24. des. Aðfangadagur LOKAÐ 25. des. Jóladagur LOKAÐ 26. des. Annar í jólum LOKAÐ 27. des. Föstudagur opið 08:00-16:00 29. des. Sunnudagur opið 13:00-18:00 31. des. Gamlársdagur LOKAÐ 1. janúar 2020 LOKAÐ Íþróttamiðstöðin á Varmalandi LOKAÐ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.