Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 60
Náttúrufræðingurinn 132 INNGANGUR Í fyrri grein um sanda og ryk var fjallað um hugtök, eðli sandsvæða á Íslandi, sandflæði og áfoksgeira.1 Í þessari síðari grein er fjallað um helstu uppfokssvæði landsins, ryk og áfok. Byggt er á nýlegum rannsóknum sem einkum hafa birst í erlendum fræði- ritum sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir lesenda á íslensku. Uppfok myndar svifryk sem getur borist langar leiðir uns það fellur til jarðar sem áfok (sjá umfjöllun um hugtök í fyrri grein). Áhrif uppfoks eru afar fjölbreytileg. Það veldur svifryksmengun sem getur haft afar neikvæð áhrif á lýðheilsu.2 Rykið eykur á snjóbráð því að það hindrar endur- kast sólarljóss, ekki síst dökkt íslenskt basaltryk.3 Ryk hefur áhrif á loftslags- þætti á borð við skýjafar, inngeislun og útgeislun, sem aftur hefur áhrif á á veðurfar og hlýnun á heimskauta- svæðunum.2,4 Áfok er á hinn bóginn afar mikilvægt fyrir frjósemi vistkerfa, hvort heldur á landi eða á hafi úti.5 Raunar er það svo að áfok mótar flest landvistkerfi Íslands, því það er ráðandi þáttur í jarðvegsmyndun og frjósemi moldarinnar. Það er eitt þeirra atriða sem gerir íslenska mold frábrugðna jarðvegi í nágrannalöndunum og jafn- vel einstaka á heimsvísu. Magn áfoks og þykknunarhraði jarðvegs hafa verið notuð til að rekja umhverfisbreytingar á Íslandi allt frá síðustu ísöld. Af öllu þessu er ljóst að það er ákaflega mikil- vægt að efla skilning á uppruna, eðli og magni uppfoks og áfoks. HVAÐAN KEMUR ÁFOKIÐ? Mestur hluti áfoks á gróið land eftir landnám og fram á 20. öld á rætur að rekja til uppfoks moldar þar sem gróin vistkerfi voru að blása upp. Magn áfoks- ins, sem kemur fram í þykknun jarðvegs, margfaldaðist í kjölfar landnámsins. Það er til marks um hnignun vistkerfa og uppblástur sem fylgdi í kjölfarið. Sigurður Þórarinsson,6 Guttormur Sigbjarnarson,7 Grétar Guðbergsson8 og fleiri öfluðu viðamikilla gagna um þykknunarhraða jarðvegs, og er hann talinn að jafnaði 0,01–0,2 mm ári. Rann- sóknir á áfokskornum í jarðvegi stað- festa að stór hluti þeirra á rætur að rekja til uppfoks á jarðvegi, svo sem auðþekkj- anleg ljós gjóska úr Heklugosum sem sest til í jarðvegi og fýkur síðar upp.6,8–10 Viðamiklar og fjölbreytilegar rannsóknir á hruni vistkerfa á Íslandi staðfesta þessa mynd.11,12 Við kortlagningu jarðvegsrofs13 og áframhaldandi rannsóknir á sandfoki varð þó æ ljósara að uppfok og áfok hafa breyst á undanförnum áratugum, þar sem sérstakar rykuppsprettur leggja til sífellt drýgri hluta áfoksins, eins og vikið verður að síðar. Árið 2010 var gerð tilraun til að fá heildarmynd af magni áfoks á Íslandi.14 Það var gert með því að tengja saman upplýsingar um þykknunarhraða jarð- vegs, útbreiðslu sandauðna, legu mikil- virkustu uppfoksstaðanna, landslag og loftslagsþætti. Niðurstöðurnar sýndu að sums staðar er áfokið með því mesta sem þekkist á jörðinni. Yfir 250 g/m2 leggj- ast til að meðaltali ár hvert sem áfok á stórum svæðum (1. mynd). Kortið á sér afskaplega góða samsvörun í landfræði- gögnum um magn járns í tildurmosa15,16 en járnið er einmitt tilkomið vegna áfoks sem sest í mosann. Einnig gefa líkanreikningar byggðir á veðurgögnum og útbreiðslu sanda svipaða dreifingu.17 Virkustu áfokssvæðin fylgja útlínum gosbeltisins þar sem sandar hafa mestu útbreiðslu. Í gildunum fyrir áfok14 eru einnig taldar þunnar öskudreifar en ekki þykk öskulög. Rannsóknir sem kortið byggist á, svo sem kortlagning á auðnum lands- ins,13 benda til að áfok sé nú á dögum ekki nema að hluta til mold sem fýkur við rof gróinna vistkerfa. Mun frekar er um að ræða fok frá óstöðugum sand- svæðum. Það staðfestist meðal annars við kerfisbundna skoðun á gervihnatta- myndum sem teknar eru daglega yfir landinu.14,18–20 Að þessu leyti hefur upp- runi áfoks á Íslandi breyst í tímans rás. Ein af ástæðum þessa er að vistkerfi sem voru veikust fyrir eru að stórum hluta hrunin og örfoka og eru því ekki lengur jafn-mikilvirkar uppsprettur áfoksefna og áður var.12 Landgræðsluaðgerðir undanfarinna áratuga, breytt landnot og bættir beitarhættir hafa einnig minnkað til muna uppfok moldarefna. Opnu sandsvæðin eru því orðin meginupp- sprettur áfoksins. Á 2. mynd er tilgáta sett fram um þessar breytingar.12 Þar sést að í stað uppfoks moldar (brúnar örvar) eru sandsvæðin (gráar örvar) tekin við sem virkustu uppspretturnar. Mesta uppfokið er frá nokkrum megin- uppsprettum, eins konar „ofurvirkum uppsprettum“ (e. dust hotspots) sem fjallað er um hér á eftir (dökkgráar örvar á 2. mynd). Auk þess hafa sandsvæðin stækkað og rykefni sem falla á þau eru óstöðug og fjúka að hluta upp á ný uns 1. mynd. Árlegt áfok á hvern fermetra á Íslandi mælt í grömmum. Tölurnar sýna einnig minni- háttar gjóskufall og vindburð nýfallinnar gjósku, en ekki þykk gjóskulög. Grænu punktarnir sýna mikilvirkustu uppfokssvæðin. Endurgert eftir korti frá 2010.14 – Annual aeolian deposition (g/m2/ yr.). Data include small volcanic ash deposition events, but not major tephra layers. Green dots indicate dust hotspots.14 g/m2/ár Lítið 10—50 Talsvert 25—100 Mikið 75—250 Mjög mikið > 250 Sandauðnir

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.