Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 60
Náttúrufræðingurinn 132 INNGANGUR Í fyrri grein um sanda og ryk var fjallað um hugtök, eðli sandsvæða á Íslandi, sandflæði og áfoksgeira.1 Í þessari síðari grein er fjallað um helstu uppfokssvæði landsins, ryk og áfok. Byggt er á nýlegum rannsóknum sem einkum hafa birst í erlendum fræði- ritum sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir lesenda á íslensku. Uppfok myndar svifryk sem getur borist langar leiðir uns það fellur til jarðar sem áfok (sjá umfjöllun um hugtök í fyrri grein). Áhrif uppfoks eru afar fjölbreytileg. Það veldur svifryksmengun sem getur haft afar neikvæð áhrif á lýðheilsu.2 Rykið eykur á snjóbráð því að það hindrar endur- kast sólarljóss, ekki síst dökkt íslenskt basaltryk.3 Ryk hefur áhrif á loftslags- þætti á borð við skýjafar, inngeislun og útgeislun, sem aftur hefur áhrif á á veðurfar og hlýnun á heimskauta- svæðunum.2,4 Áfok er á hinn bóginn afar mikilvægt fyrir frjósemi vistkerfa, hvort heldur á landi eða á hafi úti.5 Raunar er það svo að áfok mótar flest landvistkerfi Íslands, því það er ráðandi þáttur í jarðvegsmyndun og frjósemi moldarinnar. Það er eitt þeirra atriða sem gerir íslenska mold frábrugðna jarðvegi í nágrannalöndunum og jafn- vel einstaka á heimsvísu. Magn áfoks og þykknunarhraði jarðvegs hafa verið notuð til að rekja umhverfisbreytingar á Íslandi allt frá síðustu ísöld. Af öllu þessu er ljóst að það er ákaflega mikil- vægt að efla skilning á uppruna, eðli og magni uppfoks og áfoks. HVAÐAN KEMUR ÁFOKIÐ? Mestur hluti áfoks á gróið land eftir landnám og fram á 20. öld á rætur að rekja til uppfoks moldar þar sem gróin vistkerfi voru að blása upp. Magn áfoks- ins, sem kemur fram í þykknun jarðvegs, margfaldaðist í kjölfar landnámsins. Það er til marks um hnignun vistkerfa og uppblástur sem fylgdi í kjölfarið. Sigurður Þórarinsson,6 Guttormur Sigbjarnarson,7 Grétar Guðbergsson8 og fleiri öfluðu viðamikilla gagna um þykknunarhraða jarðvegs, og er hann talinn að jafnaði 0,01–0,2 mm ári. Rann- sóknir á áfokskornum í jarðvegi stað- festa að stór hluti þeirra á rætur að rekja til uppfoks á jarðvegi, svo sem auðþekkj- anleg ljós gjóska úr Heklugosum sem sest til í jarðvegi og fýkur síðar upp.6,8–10 Viðamiklar og fjölbreytilegar rannsóknir á hruni vistkerfa á Íslandi staðfesta þessa mynd.11,12 Við kortlagningu jarðvegsrofs13 og áframhaldandi rannsóknir á sandfoki varð þó æ ljósara að uppfok og áfok hafa breyst á undanförnum áratugum, þar sem sérstakar rykuppsprettur leggja til sífellt drýgri hluta áfoksins, eins og vikið verður að síðar. Árið 2010 var gerð tilraun til að fá heildarmynd af magni áfoks á Íslandi.14 Það var gert með því að tengja saman upplýsingar um þykknunarhraða jarð- vegs, útbreiðslu sandauðna, legu mikil- virkustu uppfoksstaðanna, landslag og loftslagsþætti. Niðurstöðurnar sýndu að sums staðar er áfokið með því mesta sem þekkist á jörðinni. Yfir 250 g/m2 leggj- ast til að meðaltali ár hvert sem áfok á stórum svæðum (1. mynd). Kortið á sér afskaplega góða samsvörun í landfræði- gögnum um magn járns í tildurmosa15,16 en járnið er einmitt tilkomið vegna áfoks sem sest í mosann. Einnig gefa líkanreikningar byggðir á veðurgögnum og útbreiðslu sanda svipaða dreifingu.17 Virkustu áfokssvæðin fylgja útlínum gosbeltisins þar sem sandar hafa mestu útbreiðslu. Í gildunum fyrir áfok14 eru einnig taldar þunnar öskudreifar en ekki þykk öskulög. Rannsóknir sem kortið byggist á, svo sem kortlagning á auðnum lands- ins,13 benda til að áfok sé nú á dögum ekki nema að hluta til mold sem fýkur við rof gróinna vistkerfa. Mun frekar er um að ræða fok frá óstöðugum sand- svæðum. Það staðfestist meðal annars við kerfisbundna skoðun á gervihnatta- myndum sem teknar eru daglega yfir landinu.14,18–20 Að þessu leyti hefur upp- runi áfoks á Íslandi breyst í tímans rás. Ein af ástæðum þessa er að vistkerfi sem voru veikust fyrir eru að stórum hluta hrunin og örfoka og eru því ekki lengur jafn-mikilvirkar uppsprettur áfoksefna og áður var.12 Landgræðsluaðgerðir undanfarinna áratuga, breytt landnot og bættir beitarhættir hafa einnig minnkað til muna uppfok moldarefna. Opnu sandsvæðin eru því orðin meginupp- sprettur áfoksins. Á 2. mynd er tilgáta sett fram um þessar breytingar.12 Þar sést að í stað uppfoks moldar (brúnar örvar) eru sandsvæðin (gráar örvar) tekin við sem virkustu uppspretturnar. Mesta uppfokið er frá nokkrum megin- uppsprettum, eins konar „ofurvirkum uppsprettum“ (e. dust hotspots) sem fjallað er um hér á eftir (dökkgráar örvar á 2. mynd). Auk þess hafa sandsvæðin stækkað og rykefni sem falla á þau eru óstöðug og fjúka að hluta upp á ný uns 1. mynd. Árlegt áfok á hvern fermetra á Íslandi mælt í grömmum. Tölurnar sýna einnig minni- háttar gjóskufall og vindburð nýfallinnar gjósku, en ekki þykk gjóskulög. Grænu punktarnir sýna mikilvirkustu uppfokssvæðin. Endurgert eftir korti frá 2010.14 – Annual aeolian deposition (g/m2/ yr.). Data include small volcanic ash deposition events, but not major tephra layers. Green dots indicate dust hotspots.14 g/m2/ár Lítið 10—50 Talsvert 25—100 Mikið 75—250 Mjög mikið > 250 Sandauðnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.