Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 7
I. Árferði og almenn afkoma.
Tiðarfariö á árinu 1941 var nijög hagstætt. Loftvægið á öllu landinu
var 2,9 inm yfir meðallagi. Meöálhiti ársins var 2,2° fyrir ofan meðal-
lag á landinu sem heild og á Norður- og Norðvesturlandi tiltölulega
hæstur, um 2%° ofan við íneðallag, en á Austur- og Suðurlandi lægst-
11 r, um 2° vfir meðallagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var 1,5°
yfir meðallagi, frá 1,0° við Stykkishólm til 2,2° við Reykjavík. Úr-
koman á öllu landinu var lílið eitt neðan við meðallag, mest að tiltölu,
cða 15% meiri en i meðallagi, í Stykkishólmi, en minnst, eða % úr
meðalúrkomu á Akureyri og á Höfn í Bakkafirði. Mest ársúrkoma
Jnældist 1895 mm í Vík í Mýrdal, en minnst 182 mm i Reykjahlíð við
Mývatn. Veturinn 1940—1941 (des.—marz) var mjög hagstæður, að
undanteknum einnar viku kuldakafla seint í febrúarmánuði, var þá
niikil snjókoma norðanlands og austan. Hiti var til jafnaðar 1,4° yfir
nieðallagi og úrkoma % úr meðalúrkomu. Snjólagstala var 8 minni
en 10 ára meðaltal (19 stöðvar, en hagatala 7 fyrir ofan meðaltalið
(14 stöðvar). Vorið (apríl—maí)var hagstætt. gróður ])ó nokkuð sein-
fara austanlands og norðan vegna þurrka. Hiti var 2,8° yfir meðal-
kagi og' úrkoina um 30% neðan við meðallag. Sumarið (júní—sept.)
var yfirleitt hagstætt, en þó nokkuð votviðrasamt með köflum. Hey
hirtust vfirleitt íneð góðri verkun, og uppskera úr görðum var góð.
Hiti var 2,1° fjTÍr ofan meðallag, en úrkoina um 30% umfram meðal-
úrkomu. Sólskinsstundir í Reykjavik voru 110 færri en meðaltal 18
sumra, en á Akureyri 91 færri en meðaltal 14 sumra. Haustið (okt.—
nóv.) var mjög hagstætt. Hiti var 3,4° vfir meðallag, og úrkoma i
meðallagi. Snjólagstala var 20 minni en 10 ára meðaltal, og hagatala
yfir ofan meðaltalið.
Afkoma atvinnuveganna á árinu taldist ágæt vegna hins háa af-
Urðaverðs af völdurn ófriðarins. Atvinnuleysi var ekkert, en miklu
fremur skortur á vinnuafli, einkum iðnlærðra manna svo og við land-
húnaðar- og' heimilisstörf. Dýrtið óx ört, og nam vísitala Hagstof-
unnar í janúar 140 (miðað við 100 á fyrsta ársfjórðungi 1939), en i
úesember 177. T.aunþegar höfðu yfirleitt frá ársbyrjun tryggt sér fulla
verðlagsuppbót á laun sín í samræmi við breytingar á vísitölu fram-
tærslukostnaðar. Starfsmönnum rikisins var þó ekki greidd verðlags-
uppþót á þann hluta launa sinna, er var fram yfir kr. 050,00 á mán-