Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 37
21. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 21.
Sjúklingafjöldi 1932—1941:
1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
Sjúkl......... 199 62 21 6 43 72 33 4 38 102
Nokkur faraldur í Rvík, Hafnarfj., Vestmannaeyja, Raneár os Eyr-
arbakkahéruðum.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Stakk sér niður síðara liluta ársins.
Hafnarjj. Gekk um haustið, fluttist hingað austan úr sveitum.
Vestmannaegja. Óvenjulega mörg tilfelli, einkum framan af ári.
Væri sóttvarnarhús til að einangra í þessa sjúklinga, mætti sjálfsagt
hefta útbreiðslu veikinnar, en án þess er það óhugasandi, því að fyrir-
niælum lækna er ekki fylgt, svo sem vera þyrfti.
Keflavíkur. Verður vart.
22. Kossageit (impetigo contagiosa).
Töflur: II, III og IV, 22.
Sjúklingafjöldi 1932—1941:
1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
Sjúlil........ 72 102 70 43 03 46 00 124 289 629
Fer ískyggilega í vöxt, og mun eins og ýmsir aðrir kvillar standa
i sambandi við vistaskipti barna.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Hefur farið í vöxt hér í bænum á árinu. Sérstaklega faraldur
að honum haustmánuðina.
Skipaskaga. Hefur gert talsvert vart við sig.
Ögur. Bar minna á þessari veiki á Jiessu ári en oft undanfarið.
Miðfj. Verð talsvert var við þenna kvilla.
Sauðárkróks. Stundum um smáfaraldra að ræða.
Ölafsfj. Á rniðju sumri byrjaði faraldur af kossageit, er varð mjög
útbreiddur og hélzt til ársloka.
Svarfdæla. Gekk með meira móti, enda hefur veikin góðan tíma að
óreiðast út, þar sem lækning gengur seint.
Akuregrar. Gerði nokkuð vart við sig, en þó minna en árið 1940.
Höfðahverfis. Varð óvenjulega mikið vart í sumar á Grenivík. Rekja
>ná að nokkru feril veikinnar til barna, sem hingað voru send bæði frá
Akureyri og Reykjavík.
Öxarfj. Þenna kvilla sá ég við og við flesta mánuði, fyrst lengi einn
°g einn sjúkling í senn, er batnaði, og faraldur varð ekki úr. Raufar-
höfn er að ýmsu leyti vandræðaþorp. Bæjarbragur er m. a. svo elsku-
legur, að komi smitandi veiki á eitt heirnili, er hún þegar komin á öll.
Impetigo náði þar gríðarlegri útbreiðslu í marz og apríl 1940. Við
skólaskoðun í október nú hafði 1 barn kvillann og annað í nóvember,
Dg voru bæði læknuð strax, enda hafa barnakennararnir lyf til taks