Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 23
21
sókn á tildrögum þessarar sýkingar reyndist árangurslaus. í byrjun
þessa árs var hafin á ný bólusetning gegn barnaveiki, en hún hafði
ekki verið framkvæmd að neinu marki síðan 1935. Dr. Júlíus Sigur-
jónsson starfaði að henni í húsakynnum Ungbarnaverndar „Líknar“.
Alls voru framkvæmdar 3406 bólusetningar þannig: 1033 börn voru
bólusett tvisvar en 1340 aðeins einu sinni. Af þeim 1340 börnum, sem
aðeins voru bólusett einu sinni, höfðu 493 verið bólusett einu sinni
árið 1935.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV 4.
ð’ júkliiujafjöldi 1932—1941 :
1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
Sjúkl......... 780 167 10 30 8 48 12 618 2941 135
Dánir ........ 4 3 „ „ 1 „ „ 2 5 1
Blóðsóttarfaraldri þeim, er hófst árið 1939, lýkur snemma á þessu
ári. í jiini—október er enginn sjúklingur skráður á öllu landinu, og
eftir það lil áramóta er sjúkdómsins -aðeins getið í einu héraði, 4
sjúkl. í Eyrarbakkahéraði i nóvember.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Leifar faraldurs, sem hófst síðara hluta árs 1939 og náði há-
marki um áramótin 1939—1940.
Flateyrar. Gekk fyrir áramótin, fjaraði út í janúar. Fáir leituðu
keknis, enda veikin væg.
Hóls. í síðustu mánuðum næsta árs á undan hafði gengið hér væg
blóðkreppusótt, og i fyrstu mánuðum þessa árs eru skráðir fáeinir
sjúklingar. Sjúkdómurinn var vægur og án fylgikvilla.
Ögnr. l'araldurinn, sem gengið hafði um héraðið frá haustinu 1940,
fjaraði úr í janúar þ. á.
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
8' júklingafjöldi 1932—1941:
1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
Sjúkl........ 9 9 3 6 6 9 9 7 8 13
Dánir ....... 1 3 2 3 1 3 3 2 1 3
Barnsfararsótt er skráð á mánaðarskrár í 9 læknishéruðum, 1 sjúk-
I'ngur í hverjum stað í Borgarnes, Stykkishóhns, Patreksfj., Flat-
eyrar og Siglufj. og 2 sjúklingar í hverjum stað í Hólmavíkur, ólafsfj.,
Svarfdada og Eyrarhakka. í ársyfirliti um þenna sjúkdóm er auk þess
getið eins sjúklings á stað í 4 héruðum: Hóls (endometritis, eftir að
iylgja hafði verið losuð með hendi), Hesteyrar (sami sjúkdómur, eftir
að fylgja hafði verið losuð með Credés handbragði), Seyðisfj. og
8’orðfj. (á báðum stöðum phlegmasia alha dolens, á fyrri staðnum
eftir vendingu, en á hinum síðari eftir venjulega fæðingu). Loks getur
kér á eftir um 1 sjúkling í Rvík.