Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 108
106
12 þeirra íbúðarhús með alls 20 íbúðum. Hin húsin eru 1 verzlunar-
hús með veiðarfærageymslu, 1 netagerðarhús, verkamannaskýli og
hraðfrystihús. Byggt hefur verið ofan á 2 hús, og er annað íbúðar-
hús, en hitt verzlunarhús. Öll húsin úr steinsteypu.
5. Fatnaður og matargerð.
Nýmetisskortur í sveitum er einn höfuðljóður á mataræði voru.
Héraðslæknirinn í Borgarfjarðarhéraði bendir á, og stvðzt við eigin
reynslu, að hverju gagni hér megi koma ódýrir ískofar, er ekki séu
vandgerðari en venjulegir kartöflukofar. Kunnugur maður húsagerð
og' húsakynnum til sveita um land allt, skýrir frá því, að í stöku sveit
sé einn og einn slíkur ískofi og hafi þeir hvarvetna sannað ágæti sitt.
Dyljist slíkt ekki nágrönnum þeirra manna, er ískofana hafa, og þó
lætur helzt enginn sér þetta að kenningu verða. Hér er hinu sama
menningarleysi til að dreifa, sem sættir sig við salernaleysið og elur
lúsina.
Læknar láta þessa getið:
Álafoss. Um viðurværi fólks er mér alls ókunnugt, en býst við, að
það sé sæmilegt, eftir útliti fólks og heilsufari að dæma.
Skipaskaga. Mjólkurskortur á Alcranesi síðara hluta ársins. Bænd-
ur senda flestir mjólk sína til Reykjavíkur, nema helzt úr Innra-
Akraneshreppi og þeir, sem eiga kýr hér í kauptúninu. Mjólkursalan
fór fram á 2 stöðum, en líka að miklu leyti þannig, að bændur fluttu
mjólkina beint til viðskiptamanna, eða hún var sótt til framleiðénda
hér í kaupstaðnum.
BorgarJ]. Fatnaður tekur litlum breytingum og er ekki sem hent-
ugastur. Ekki hvað sízt er vetrarskjólfatnaði ábóta vant. Of rnikið
munu bændur gera að því að selja bezta rnatinn úr búinu, smjörið,
eggin og dilkakjötið, og legg'ja því til lalcari vöru í staðinn. Fólkið
hungrar eftir nýmeti á veturna, einkum nýjum fiski, en hann fæst
ekki í verzlunarstað héraðsins nema örsjaldan og þá illa með farinn.
Nokkur undanfarin ár hef ég haft ískofa við hús mitt, og eru að því
ómetanleg þægindi. Þar má geyma nýmeti dögum og jafnvel vikurn
saman um hásumarið. Saltkjöt, geymt i iskofa, er sem nýsaltað væri
fram eftir öllu sumri. ískofar eru mjög óvíða hér um slóðir, en ættu
að vera á hverjum bæ, ekki síður en kartöflukofar, og þurfa heldur
ekki að kosta meira en þeir.
Borgarnes. Um fatnað og matargerð er ekkert að segja nema mér
þykir fisklítið í Borgarnesi. Nú (uin nýjár 1941—1942) er langt komið
vatnsveitu yfir fjörðinn handan af Seleyri.
Ólafsvíkur. Allir geta nú fengið sér næg föt, bæði úr innlendu og út-
lendu efni. Geta nú allir gengið vel til fara, ef þeir vilja það. Annars
er það siður hér, að fólk gangi í sömu fötunum sunnudaga sem aðra
daga, þó að ekkert sérstakt sé að starfa. Matargerð mun yfirleitt vera
mjög sæmileg.
Flateyjar. Á Hamri í Múlasveit hef ég í 6 ár skoðað samtals líklega
10 skólabörn, öll börn sama inanns. Hann er einn af hinum gömlu