Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 124
122
8. Meindýr.
Læknar láta þessa getið:
Iióls. Rottur eru víða í húsuni. Eru þær að verða hreinasta plága
sums staðar. Virðast þær gráfa sér leið undir húsin og komast þannig
á milli þilja, svo að erfitt verður að ná til að útrýma þeim.
Ögur. Veggjalýs eru enn í niörgum húsum í Álftafirði. Meindýra-
eyðir hefur enn ekki fengizt til að köma vestur.
Hesteijrar. Hef ekki orðið var við veggjalýs eða húsaskíti enn þ'á,
en rottur og einum mýs eru hér víða, þó að ekki séu mikil brögð að.
Sauðárkróks. Mér er ekki kunnugt um veggjalýs eða húsaskíti í
héraðinu. Rottueyðing fór fram á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum,
og bar lengi vel lítið á þeim eftir það, en nú eru þær að magnast aftur.
Akureyrar. Ófremdarástand sorphreinsunarinnar hefur skapað
hér megnasta rottugang í bænuin, og hefur gengið illa að vinna bug
á þeim, þrátt fyrir dýrar eitranir, sem gerðar hafa verið hér á hverj-
um vetri. Veggjalýs fyrirfinnast hér ekki, og húsaskítir eru afar
sjaldgæfir, ef þeir þá eru til hér lengur. Húsamýs mun hvergi vera
að finna í héraðinu, en aftur á móti er nokkuð af hagamús.
Höfðahverfis. Veg'gjalús eða húsaskíti hef ég ekki orðið var við í
héraðinu. Töluvert er hér af rottum við sjóinn, sem lifa vel_ af úr-
gangi þeim, sem frá útgerðinni kemur. Einnig töluvert af þeim í
sveitinni.
Öxarfj. Húsasldtir og veggjalýs ekki til. Rottur virðast ekki hafa
litbreiðzt eða magnazt frá því, sem var á Raufarhöfn.
Seyðisfj. Af þessum kvikindum höfum við sem betur fer aðeins
rottur, og gengur illa að útrýma þeim. Venjulega er þó eitrað að
vetrinum, en aðeins einu sinni virðist almenn eitrun hafa komið að
verulegu gagni. Lífsskilyrði rottunnar hafa efalaust stórum batnað
við komu setuliðsins.
Norðfj. Veggjalýs munu aldrei hafa sézl hér. Húsaskítir voru hér
í kaupstaðnum í 2 eða 15 húsum fyrstu árin, sem ég var hér. Tókst
að útrýma þeim — með kulda, að því er mér var sagt. Rottur eru
hér margar og nærgöngular. Mikið er hér af lélegum skúrum við
sjóinn með nægtum af æti, þar sem er fiskurinn og úrgangur í fjör-
unni. Virðist mönnum þær sadrja meira inn í íbúðarhúsin, þegar
harðnar á og snjóar og svell liggja á jörðu.
Fáskrúðsfj. Veggjalýs og hússkítir eru engir í héraðinu, en nokkuð
ber á rottum.
Síðu. 1 heimili, sem hafði ált við veggjalýs að stríða, mun hafa
útrýmt þeiin íneð því að svelta þær í hel. Aður var búið á efri hæð
hússins, en fólkið flutti nú allt á neðri hæð. Varð aðeins vart við lús
þar, en hún drepin jafnharðan, og er nú langt síðan lýs hafa sézt -—
einnig á efri hæðinni.
Vestmannaeijja. Veggjalýs og húsaskítir eru mér vitanlega ekki í
lxéraðinu. Talsvert af rottum og músum til skaða og tjóns, en bæjar-
stjórn telur skaðann ekki svo mikinn, að það borgi sig að eyða rott-
unum, nema fá til þess ríkisstyrk, sem þeir telja, að önnur bæjar-
félög hafa fengið. Á þessu lifa rotturnar hér!