Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 98
9(5
Alls 1727 (2220) manns (þar af 374 börn). Meðal þeirra fundust 8
með virka berklaveiki (ca. 0,5%, árið 1940: 0,3%). Smitandi berkla-
veiki fannst að þessu sinni ekki meðal þeirra, sem hópskoðaðir voru.
Tæplega þriðjungur þeirra, sem rannsakaðir voru á þennan hátt,
höfðu áður verið í svipaðri skoðun á stöðinni. Til þessara rannsókna
komu einkum kennarar, skólabörn og nemendur í unglingaskólum,
enn fremur starfsfólk Mjólkursamsölunnar, bakarar og allt starfslið
þeirra, sjómenn og starfsfólk úr ýmsum verzlunum og verksmiðjum.
Arangur þessara rannsókna var svipaður og við fyrri hópskoðanir,
þ. e. að 3—5 af hverjum 1000 fullorðnum, sem skyggndir eru, reynast
vera með virka berklaveiki, án þess að hafa nokkra hugmynd um
sjúkdóm sinn, enda oftast nær sjúkdómseinkennalausir.
Ungbarnavernd : Hjúkrunarkonurnar fóru í 1402 vitjanir á
heimilin, auk 335 eftirlitsferða til barnshafandi kvenna og 152 vitjana
fyrir heimilishjúkrun Líknar. Stöðin fékk 527 nýjar heimsóknir barna
og 1585 endurteknar heimsóknir, 42 mæður leituðu ráða hjá stöð-
inni, og töldust því alls 2154 heimsóknir þangað. 86 barnshafandi
konur leituðu stöðvarinnar, þar af 46 í fyrsta sinn. 442 börn hafa
notið Ijósbaða á stöðinni 5548 sinnum. 1340 börn voru bólusett gegn
barnaveiki einu sinni og 1033 tvisvar sinnuin. Heimsóknadagar að við-
stöddum lækni voru tvisvar í viku tii 1. sept. og 4 sinnum í viku eftir
1. sept. Auk þess var opið tvisvar í viku til bólsetningar gegn barna-
veiki. Ungbarnaverndinni voru gefin föt fyrir ca. kr. 450,00, sem
stöðin útbýtti síðan. Auk þess var útbýtt lýsi frá stöðinni.
2. Heilsuverndarstöð ísafíarðar.
Berklavarnir: Alls voru rannsakaðir 750 manns, og reyndust
89, eða 11,9%, hafa virka berklaveiki. 9 sjúklingar höfðu smitandi
berklaveiki, eða 1,2%.
Rannsóknir alls 1548. Röntgenskyggningar voru framkvæmdar 1245
sinnum og 18 röntgenmyndir teknar. Sökkrannsókn var gerð 126
sinnurn og rannsóknir á hráka 40 sinnum. Loftbrjóstaðgerðir voru
framkvæmdar 119 sinnum á 13 sjúklingum.
3. Heilsuverndarstöð Sigluffarðar.
Alls voru rannsakaðir 917 manns. Rannsóknir alls 1029. Með
virka berklaveiki reyndust 25, eða 2,7%, þar af með smitandi berkla-
veiki 10, eða 1,1%. Loftbrjóstaðgerð var framkvæmd 137 sinnum á
12 sjúklingum. Um fjölda röntgenmynda er ekki getið.
.4. Heilsuverndarstöð Akureyrar.
Berklavarnir: Alls komu til stöðvarinnar 1013 rnanns. Rann-
sóknir alls 1952. Með virka berklaveiki reyndust 97, eða 9,6%, þar
af með smitandi berklaveiki 14, eða 1,4%. Alls voru framkvæmdar
1480 röntgenskyggningar og 114 röntgenmyndir teknar. Hrákar rann-
sakaðir í 90 skipti og blóðsökksrannsóknir gerðar 864 sinnum. A ár-
inu voru framkvæmdar á stöðinni 268 loftbrjóstaðgerðir á 30 sjúk-
lingum.
Af ýmsum sjúkdómum, öðrum en berklaveiki, sem fundizt hafa við
rannsóknirnar, voru þessir helztir: Kvef 323, emphysema pulmonum
25, febrilia 26, asthenia 7, rheúmatismus 29, pneumonia 24, morbus
cordis 6, asthma bronchiale 3, tumor malignus 2, tussis convulsiva 5.