Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 74
72
leikum á að útvega þessa vöru frá útlöndum. En vonandi rætist úr
þessu nú í vetur, og verða þá gleraugun send, svo fljótt sem kostur er.
I ferðinni sá ég 16 sjúklinga með glaucom, er ekki höfðu áður komið
iil læknis vegna þess sjúkdóms. Var þeim eins og áður ráðlagður
uppskurður. Þó voru nokkrir, sem vegna elli treystust ekki að láta
framkvæma aðgerðina, og voru þeim fyrirskipuð meðul og' viðkom-
andi héraðslækni gert viðvart um sjúkleika þeirra. 7 þessara 16 hafa
síðan verið skornir upp, sem mér er kunnugt, og' kunna þeir að vera
fleiri, þótt ég viti ekki um. Um gömlu uppskornu glaucomsjúklingana
er þetta að segja: Á 2 þeirra hafði aðgerðin ekki næg't og þrýstingur
hækkað aftur, svo að þeir eru nú: annar alblindur á háðum augum,
en hinn mjög sjóndapur. AJlir aðrir, sem ég' sá, höfðu fengið varan-
legan bata, og' sjónin haldizt svipuð og' áður en aðgerð fór fram. Þá
sá ég einnig nokkra sjúklinga mjög sjóndapra af öðrum sjúkdómum,
sVo sem berklum o. fl. Þetta voru þó gamlir sjúkdómar og' nú orðið
óvirkir. Cataractasjúklingar þeir, er ég sá, voru fæstir svo illa farnir,
að aðgerðar þyrfti með nú í næstu framtíð. 2 þeirra hef ég' samt skorið
upp síðan í suinar. Var annar gömul kona frá afskekktum bæ. Hafði
hún verið næstum blind á báðum augum í 2 ár af cataracta. Hún fékk
góðan bata við uppskurð. Hafði hún aldrei fyrr leitað augnlæknis. —
Mun vera sjaldgæft nú orðið hér á landi að sjá cataractasjúklinga svo
illa farna. Fyrstu augnlæknarnir, er hér störfuðu, munu hins vegar
alloft hafa séð sjúklinga líka þessu. Aðgerð við þessum sjúkdómi er
vegna góðrar batavonar ein skemmtilegasta læknisaðgerð, sem fram-
kvæmd er.
4. Sveinn Pétursson.
í Vestmannaeyjum var ég um kyrrt í 8 daga, 4.—11. júní, og skoð-
aði rúmlega 100 manns. Komu flestir vegna sjónlagstruflana og' con-
junctivitis. 11 voru með atresia ductus lacrimalis, og voru 7 stilaðir
rneð góðum árangri, en á hinum 4 komst ég ekki í gegnum ductus,
og verða þeir ekki lagaðir án skurðaðgerðar. 1 nýjan glaucomsjúkling
fann ég, en þar eð hann lagaðist fljótt og vel við pilocarpinmeðl'erð,
lét ég' hann hafa dropa fyrst um sinn. 2 sjúklingar voru ineð iritis
rheumatica og 1 uieð keratitis. Að öðru leyti var ekkert sérstakt að at-
huga. 22. júlí var ég á Stórólfshvoli í Hvolhreppi og' skoðaði 15 sjúk-
linga. 24. júlí var ég í Vik í Mýrdal og skoðaði þar 17 sjúklinga. 26.
júlí var ég á Eyrarbakka og skoðaði þar 18 sjúklinga. Við þessa
sjúklinga var svipað að athuga og í Vestmannaeyjum, flestir að fá ser
gleraugu. A Eyrarbakka kom 1 sjúklingur með blennorrhoea sacci
lacrimalis, og' var gert út. Var honum ráðlagt að koma til Reykjavíkur
til aðgerðar. I Vík í Mýrdal var tekið stórt fituæxli af efra augnloki.
Á þessum stöðum fann ég engan nýjan glaucomsjúkling.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hesteyrar. í sambandi við hinar árlegu ferðir augnlækna vil ég geta
þess, að margir sjúklingar hafa fullan hug á því að láta augnlækni
skoða sig, en komast ekki vestur til ísafjarðar af ýmsum orsökum.
Væri mjög æskilegt, ef hægt væri að koma því við, að augnlæknir
lcænii hingið stöku sinnum, þó að ekki væri nema 3. hvert ár.