Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 20
18
Kvefsóttarsjúklingar hafa aldrei verið skráðir jafnmargir, en frem-
ur mun það merki um aukna aðsókn að læknuin en kvefs hafi gætt
meira en undanfarin ár. Eins og títt er, þegar faraldur er að inflúenzu,
rug'last og meira og minna skráning kvefsóttar. Er ekki ósennilegt,
áð á þessu ári hafi meira af inflúenzu verið skráð kvefsótt en af kvef-
sótt inflúenza, og benda ummæli sumra héraðslæknanna greinilega
til þess.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Allmikið bar á kvefsótt fyrstu tvo mánuði ársins, einkum í
janúar. Á því tíinabili gekk líka inflúenza, og verður að teljast vafa-
lítið, að allverulegur hluti þeirra, sem skráðir eru með kvefsótt, hafi
Iiaft inflúenzu. Þegar frá eru talin inflúenzutilféllin, verður kvef-
sóttin að teljast frekar væg.
Skipaskaga. Um áramótin færðist kvefsóttin í aukana, líktist inflú-
enzu, og þó meira, er fram kom í febrúar. Reglulegur, sérstakur in-
flúenzufaraldur kom þó ekki, svo að séð yrði, og var því aldrei sett
samkomubann í kauptúninu'.
Borgarfj. Illkynjaður faraldur í maí—júlí, einkum í börnum, sér-
staklega á barnaheimilum Rauðakrossins í Reykholti og á Hvanneyri.
Mörg kveflungnabólgutilfelli voru samfara faraldri þessuni og nokkur
af taksótt. Batnaði öllum
Ólafsvíkur. Var allmjög viðloðandi allt árið, eins og vant er.
Flategjar. Smákveffaraldrar í janúar, apríl og ágúst, en þó sér í lagi
8 síðustu mánuði ársins, langvinnt og torlæknað kvef, og voru sumir
mjög lengi að ná sér að fullu.
Bíldudals. Þrálát og stundum all-útbreidd kvefpest allt árið. Seinni
part ársins líktist kvefið mest inflúenzu, og nokkrir fengu lungna-
bólgii í sambandi við það.
Þingegrar. Með meira móti. Létt, en hins vegar hætt við lungna-
hólgu, ef ekki var gætilega farið.
Flategrar. Stakk sér niður alla mánuði ársins, en aldrei svo, að um
farsótt væri að ræða.
ísafj, Er hér flesta mánuði ársins.
Ögur. Með meira móti.
Hesteyrar. í ágúst geklc mjög vægt kvef. í desember hefst aftur
kveffaraldur, sem heldur áfram á næsta ári. Virtist vera um tvenns
konar veiki að ræða: Annars vegar venjuleg kvefsótt, sem tók margt
l'ólk samtímis á sama heimili, hafði stuttan meðgöngutíma og var
væg. Hins vegar einkennileg veiki, sem ég vissi ekki, hvar ég átti að
skipa í flokk. Líktist í mörgu inflúenzu, en virtist hafa langan með-
göngutíma. Byrjunareinkenni þessi helzt: Hár hiti, beinverkir, hroll-
ur, höfuðverkur, einkum í enni og hnakka, ekki mikill hósti, lítill eða
enginn uppgangur. Við hlustun heyrðist stundum ekkert, stundum
gróf hryggluhljóð og rhonchi. Stundum hélzt hitinn í vikutíma, en
fór þá lytiskt lækkandi. Hjá einstöku sjúkling féll hann kritiskt.
Flestir sjúklingarnir lágu um vikutíma, sumir aðeins skemur, aðnr
miklu lengur. Sjúklingarnir voru margir mjög' slappir lengi á eltir,
og sumum hætti við að slá niður. Ég prófaði M & B við suma sjúkling-
ana, en með vafasömum eða engum árangri. Enginn sjúklinganna