Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 105
103
Bíldudals. Stöðugar framfarir, en enn þá ber þó töluvert á lúsinni.
Þingeyrar. Húsbyggingar liggja því nær í dái. Aðeins 1 íbúðarhús
hefur verið hyggt í kauptúninu. Þrifnaður hefur alla tíð verið í góðu
lagi í þessu héraði og fer auk þess batnandi með umbótum á eldri
húsum og byggingu nýrra. Talsvcrt hefur verið gert að steinhúðun
gamalla timbur- og steinhúsa, en hún er nú rómuð mjög fyrir ágæti
og varanleik. Varanleiki hins þunna steinlags er þó lítt skiljanlegur
þeim, sein ófróðir eru í þeirri grein. En sé svo, er hér urn nýjung
að ræða, sem bæði er ódýr og til ómetanlegra umbótá. Nokkur stein-
hús hafa verið byggð í sveitum. Eru nú % hlutar íbúðarhúsa í Þing-
eyrarhreppi ný og endurbætt steinhús, en í Mýrahreppi fullur lielm-
ingur. í Auðkúluhreppi í Arnarfirði er lítið að gert í þessum sökum,
enda er sá hreppur að leggjast í auðn og fullur helmingum býla
mannlaus. Fylgjast ])ó þar að einhver beztu lífsskilyrði bæði til lands
og sjávar, en fólkinu þykir þar of afskekkt. Klæðnaður virðist standa
í stað að mestu. Þó er mikið gert að prjóni á ullarpeysum, sem eru
einhverjar þær ógeðslegustu flikur, sem sjást. Þann kost hafa þær,
að þær eru hlýjar, en hins vegar afkáralegt að sjá sömu manneskj-
una í þess konar peysu og silksokkum. Bendir þetta á ósamræmi í
smekk og öfgatilhneigingu í báðar áttir.
Flateyrar. Ekkert verið bygg't af nýjum húsum. Hugsað er fyrir
skolpveitu á Flateyri, og er farið að leggja í sjóð til þeirra fram-
kvæmda. Vonandi verður byrjað á veitunni árið 1942.
Hóls. Engin hús verið byggð á árinu. Lýsi hefur verið brætt nærri
brimbrjótnum og fráræsla þaðan slæm. Hafa nú verið lagðar lok-
aðar pípur, er annast þessa fráræslu sæmilega. Líkur eru til, að byrj-
að verði á framkvæmd yatnsveitunnar á næsta vori. Við það má von-
ast eftir, að eitthvað rætist iir til batnaðar með heilbrigðismálin,
enda er einnig ráðgert, ef hægt verður, að koina á einhverri fráræslu
um leið. Fremur erfitt er að fá fólk til að legg'ja niður þann ósið
að hengja fiskúrgang, hausa og hryggi, utan á húshliðar og gafla,
jafnvel við aðalg'ötu þorpsins.
Ögur. Húsakynni fara versnandi. Engar nýbyggingar og eldri hús-
um varla haldið við vegna skorts á vinnuafli og' efnivið.
Hesteyrar. Húsakynni víða mjög léleg. Mest ber á gömlum timbur-
hjöllum, þar sem vindstrokurnar standa á manni frá hverjum glugga
og samskeytum. Þrifnaður er ærið misjafn. Lúsin sannkölluð plága
hér, og flóin á víða samastað. Þó virðist mér vera talsverður áhugi
hjá mörgum húsmæðrum fyrir því að útrýma öllum slíkum ósóma
og öðrum óþrifum, en víða strandar það á samtakaleysi, þar sem
]>röngt er setið. Óvíða eru salerni til á bæjuin, og ganga menn þá örna
sinna i fjósi, hesthúsi eða þá úti í guðs grænni náttúrunni. Þó eru
einhver batamerki á þessu, því að fólkið fer hálfpartinn hjá sér,
þegar gestir (ekki sízt læknirinn) spyrja eftir náðhúsi.
Miðf). Engar nýbyggingar á árinu og viðhald á húsum lélegt.
Blönduós. Húsakynni hafa lítið brevtzt á árinu, því að lítið var
um nýbyggingar vegna ófriðarins. Þó var byggt upp að nokkru levti
á fáeinum jörðuin.
Sauðárkróks. Lítið uin nýbyggingar á árinu, aðallega óhjákvæmi-