Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 88
86
chiorum. Hlaut skotsár að morgni þess 11. marz. 5 menn um borð
létust af skotsárum, og var komið xneð líkin hingað, líkskoðun gerð
og dánarvottorð samin og send til greftrunarstaðar hvers eins. Vél-
stjórinn hlaut skot á hægra framhandlegg ofan miðju, og stóð járn-
gaddur aftur lir hægra olecranon út undir húð. Á vinstra handlegg
um miðju far eftir skotsár. Finnst þar og kúlubrot. Tekið úr hægra
handlegg 5 X 1.5 sm sprengjubrot, úr Vinstri handlegg ca. 25eyi'-
ings stórt brot. Olecranon brotinn af sprengjubroti. Sjúklingnumheils-
aðist vel. Fór héðan, áður en hann var gróinn, heirn til sín. 42 ára
enskur sjómaður: fract. humeri. Varð fyrir krók á trollvörpuvír, sem
braut handlegginn. 30 ára kona: Coinbustio peduin & crurum. Missti
tök á þvottabala og hellti yfir sig frá hnjám. I, II & III gradu. Batn-
aði furðu fljótt. Vélgæzlumaður 36 ára: lux. cubiti, commotio cere-
bri, haemoptoe, vulnus capitis. Var að setja vél í gang', kviknaði eldur í
sveifarrúminu og sprengdi vélina. Kastaðist sjúklingurinn út að stein-
vegg vegna þrýstingsins. Náði sér. 4 ára telpa: fract. cruris. Hljóp
fyrir bifreið. Líklega hefur annað hjólið (afturhjólið) farið yfir
vinstra fót. 16 ára stúlka: commotio cerebri, vulnus contusum regionis
temporalis. Datt niður um lyftugat af miðhæð á kjallarasteing'ólf.
Náði sér. 1 árs barn: combustio universalis. Pottur með sjóðandi heitu
vatni datt yfir barnið, sem sat á gólfinu. Dó. 3 ára drengur: combustio
thoracis & trunci & humeri. Skall aftur yfir sig í þvottabala með sjóð-
andi vatni. II & III gradu. Lifði af. 49 ára karlmaður: vulnus contusum
manus cum ablatione digiti minimi. Lenti með vinstri hönd á tann-
hjóli bifreiðar, sem hann var að setja í gang. Tók af litla fingur og
braut þann næsta (opið brot). Kona 66 ára: fract. humeri. Datt á
handlegg. 33 ára inatsveinn af togara: vulnus & contusio regionis
coxae. Skall ofan 6 feta háan stiga. Lenti á járnslá með vinstri mjöðm.
49 ára karlmaður: fract. cruris. Varð fyrir bifreið. 73 ára kona:
fract. colli femoris. Datt á stofugólfi. 40 ára sjómaður, fract costae.
Shock. Lenti á bátsstokknum. 1 árs drengur: fract. antibrachii. Datt
ofan af stól. 65 ára kona: fract. humeri. Stóð á stól, datt ofan af hon-
uni. Töluvert er um smámeiðsli (sár, öngulstungur, mar og liðtogn-
un), og má slíkl heita daglegt brauð á lækningastofunni. Verður þó
furðu sjaldan illl úr, og má el'laust þakka því, að fólk leitar þegar til
lækna með áverka. Tetanus-antítoxín ávallt notað til varnar, þegar
sár með götuskít koma til lækna.
Eyrarbakka. Einna mest kveður að bifreiðaslysuin, þó að mörg
þeirra séu að vísu ekki stórkostleg. 1 ung stúlka (17 ára) hlaut bana
á þann hátt, að hún datt af vörupalli bifreiðar. Afturhjól vagnsins
rann yfir höfuð telpunnar, og var lnin þegar örend. Bifreið var að
koma austan lir Rangárvallasýslu og ók á eystri brúarstöpulinn. Bif-
reiðin fór í klcssu og allir, sem I henni voru, meiddust verulega, en þ°
enginn hættulega. Eg gerði að meiðslunum í brúarvarðarskúr, og var
það óhæg aðstaða, naumast hægt að snúa sér við vegna þrengsla. Ríð-
andi maður varð fyrir herbifreið og hlaut fract. fibulae á þeim fundi.
Fract. cranii (mors) 1, fibulae 1, claviculae 3, processus styloidei
ulnae 1, malleoli 2, costarum 3, radii typica 2, lux. humeri 1, pollicis
1, patellae 1, distorsio pedis 4, vulnera incisiva & conquassata 24,