Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 60
58
aðshluta í senn (Kelduhverfi 1936—1937). Þetta ár var mikið um
veikina, og mest eða alveg var hún í Núpasveit og Öxarfirði. Virtist
og með illkynjaðra móti. Á 3 heimilum veiktust 2, á einu jieirra 3.
Væri tekið með 1 heimili — upp úr áramótum — kom það þrisvar
fyrir, að 2 lægju í einu á sama heimili. Ernn fimmtugur bóndi dó, lík-
lega mesta hraustmenni héraðsins. Hann hafði farið mjög illa með
sig og fékk kast á kast ofan, en þagði um, enda dóttir hættulega veik
af sama. Nú komst hann á bezta bataveg og hiti í 37,2°, en gætti
hvorki hófs um mat né hreyfingar. Kl. 5 að morgni sprakk langinn.
Skorinn upp (við Björn Jósefsson) 10—12 klst. eftir að sjúklingurinn
hafði vaknað vel frískur. Vaknaði ekki aftur eftir stutta operatio.
Langinn var þrírifinn og mjög ljót peritonitis universalis.
FAskrúðsfj. Appendicitissjúklingar 3, skornir ýmist í Reykjavík eða
á Seyðisfirði.
Berufi. Óvenju mörg tilfelli, eða 5 á árinu. Hefur áður verið mjög
fátíður kvilli i þessu héraði, síðan ég kom hingað.
Mýrdals. 1 tilfelli.
Vestmannaeyja. Hnífsaðgerð í byrjun veikinnar, ef samþykki hlut-
aðeiganda fæst.
Keflavíkur. 3 tilfelli af botnlangabólgu á árinu.
5. Asthma bronchiale.
Borgarfj. Er tiltölulega algengur kvilli hér, 8 sjúklingar, ungir og
gamlir. Einn þeirra verður að nota ephedrin í allstórum stíl. Við
nokkra þeirra hef ég reynt argynal-tamponade i nasirnar og gefizt
vel. Þegar ég kojn i héraðið, bjó bóndi einn innarlega í Skorradal mjög
þungt haldinn af asthma, lítt vinnufær orðinn. Nokkru síðar fluttist
hann búferlum út fyrir Skarðsheiði, og brá þá svo við, að hann varð
alheill upp frá því.
Hesteijrar. 2 sjúklingar.
6. Avitaminosis.
Ögur. 3 ára barn með skyrbjúg. Það hafði meðal annars tannblæð-
ingar. Bjó við sæmilegt sveitaviðurværi. Ekkert bar á öðrum börnum
eða fullorðnum á heimilinu. Batnaði skjótt við C-vítamín.
Hesteyrar. 1 barn á Hesteyri með beinkröm, en þó ekki á háu stigi-
\restigia rachitidis sjást á nokkrum börnum.
Blöndnós. Avitaminosis gerði ekki mikið vart við sig á innanhér-
aðsmönnum, en maður einn vestan af Ströndum kom á siúkrahúsið
til mín vegna ber-berieinkenna, og hafði liann áður verið lil lækn-
inga í Reykjavík vegna hins sama, en fengið litla bót. Batnaði vel við
aneuringjöf. Skömmu síðar kom bróðir hans í sömu erindagerðum
og síðan þriðji bróðirinn, allir frá sama bæ. Héldu þeir heim til sín
eftir nokkra dvöl á sjúkrahúsinu, stvrkir í hnjárn, kröftugir í kált-
urn og með faex medicinalis upp á vasann.
Ólafsfj. Arlega verður vart nokkurra barna á 1. og 2. ári með væga
beinkröm. Stóru hausamótin vilja seinb gróa, og saumar gapa út fra
þeim á annað aldursár. Lagast það með lýsisgjöf eða vitamíndropum-
Höfðahverfis. Nokkuð hef ég orðið-var við bætiefnaskort, þó að ekki
geti það talizt mikið. 1 kona leitaði til mín siðara hluta vetrar nieð