Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 77
75
Sjúkrahús Akureyrar.
11. 29 ára g'. skósmið á Akureyri. Komin 6 vikur á leið. 6 fæðingar
og 1 fósturlát á 7 árum. 6 börn (7, 6, 5, 4, 1 og innan 1 árs) á
framfæri foreldranna. Húsakynni: 1 herbergi undir súð með
aðgang að eldhúsi.
S j ú k d ó m u r : Asthenia & Anaemia.
Félagslegar á s t æ ð ur: Örbirgð og ómegð.
Vönun fór jafnframt fram á 9 konum (tbc. pulmonum 4,
psychosis s. psycho-neurosis 2, nephrolithiasis 1 og asthenia 2).
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Ljósmæður telja fram 27 andvana fædd börn, en prestarnir
ekki nema 23. Verður helzt að líla svo á, að láðst hafi að tilkynna
þeim fæðingu nokkurra andvana fæddra barna. Tala sii, sem tekin er
beint upp lir fæðingabókum ljósmæðranna hér á skrifstofu minni,
verður tvímælalaust að teljast réttari. 17 börn dóu skömmu eftir fæð-
ingu. Vansköpuð voru 3 börn. Eitt með slcarð í vör. Annað hafði
hernia umbilicalis, og lágu lifur og þarmur liti í haulpoka. Þriðja
barnið var allmikið vanskapað, vantaði á það hægri hönd og fót, auk
þess vantaði 2 fingur á vinstri hönd. Af barnsburði og afleiðingum
barnsburðar dóu 4 konur, 3 þeirra í Landsspítalanum úr toxicosis
gravidarum. Fjórða konan, sem dó, fæddi heima. Um það bil mánuði •.
eftir fæðinguna veiktist hún af peritonitis diffusa, sem dró hana tils^
dauða á örfáum dögum. Sectio sýndi, að lífhimnubólgan stafaði frá
abscessus tubae. Konan hafði fengið klysma, og má vera, að það hafi
sprengt igerðina út í peritoneum.
Hafnarjj. Á 2 konum hefur verið gerð resectio tubarum eftir beiðni
manna þeirra. Báðar hafa syidiilis.1)
Skipaskaga. Kallað á lækni til flestra fæðandi kvenna hér í kaup-
túninu til þess að deyfa konurnar.
Borgarjj. Stúlka, 21 árs, fékk ákafa pyelonephritis in graviditate.
Lá nokkrar vikur með háan hita, fæddi siðan 0 mánaða gamalt fóstur
og' dó snögglega í sömu svipan (hjartabilun). Læknir var viðstaddur.
Annars gengu fæðingar vel. Enginn abortus provocatus né heldur
farið fram á slíkt. Mjög fáir leita ráða um takmörkun barneigna.
Borgarnes. Læknishjálp veitt 8 konum, flest eðlilegar fæðingar
og svæfing. Ein tangarfæðing. Um hana skrifar Ingólfur Gisla-
son: I-para, liafði yfir 2—3 vikur, stór, mjög kölkuð fylgja, stórt.
gult fóstur, er líklega hefur verið lengi sjúkt, og ekki heyfðist
neinn hjartsláttur síðasta dægrið fyrir fæðingu. Hríðar lélegar og
fæðingin óeðlileg, og varð ég' loks að taka fóstrið með töng', hafði
auðsjáanlega verið dautt nokkurn tíma. Aðgerð við 4 fósturlátum.
Bíldudals. 9 sinnum vitjað til sængurkvenna, þrisvar vegna sótt-
leysis, einu sinni vegna erfiðrar fæðingar, sitjandastöðu, en annars
til þess að deyfa konur í fæðingu. Ljósmæður geta ekki um fósturlát.
Flateyrar. Yfirsetukonan í Flateyrarhreppi var veik meira hluta
ársins, og var ekki hægt að útvega aðra til að gegna fyrir hana. Hún
sagði af sér á árinu. Þegar ekki náðist til nágrannaljósmæðranna,
1) Sbr. bls. 41,