Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 9
7
Öxarfi. Verzlun var mjög hagstæð bændum, en þetta er aðallega
bændahérað. Fá útlend nauðsynjavara steig á móts við innlenda vöru,
en á hana setja nú verðlagsnefndir ákveðið verð, sem er heilagra en
stjórnarskrá. Verð ársframleiðslunnar var sett mjög hátt, hvað sem
úr því verður — margt er þegar selt fyrir það verð, ef ekki hærra.
En á árinu rann inn hin svo nefnda „Breta uppbót“. Veit ég þessi dæmi,
að nær hjúalaus hjón með eitt barn hafa fengið 20 þúsund krónur
fyrir kaupstaðarinnlegg sitt í sauðfjárafurðum 1940. Mörg stórbú
nieð sáralitlu liði höfðu ])ó drjúgum meira, enda maðkar þetta fólk
svo í peningum, að það er í vandræðum með þá og freistar að srnygla
þeim í skuldabréf og önnur verðbréf. Það kemst ekki yfir að sóa þeiin
i tóbak, brennivín, bifreiðarferðir og þ. h., enda kærir sig ekki um það,
ilest hvað. Meinið er, að það vantar bæði vinnuafl og efnivörur til
þess að byggja og rækta, en úr því mundi eitthvað verða, þó að mjög
mikið hafi verið byggt og ræktað hér á síðasta IV2 áratug og brýn
þörf blasi ekki við fyrir þær hræður, sem enn tolla í sveitum. Það er
<‘hætt að segja, að hagur bænda hafi verið rúnuir þetta ár, og að þeir
hafi yfirleitt haft fullar hendur fjár á sína vísu, Þó eru óefað til
bændur með fremur smá bú, samfara mikilli fjölskyldu, sem ekki
hafa haft teljandi afgang. Sá hluti er þessa héraðs, sem hefur sér-
staka afstöðu — þorpið Raufarhöfn. Afkoma að m. k. flestra þar var
mun lakari en árið á undan, en þó í betra lagi á Raufarhafnarvísu.
Vopnaff. Afkoma almennt góð.
Seyðisfi. Almenn afkoma fólks í kaupstaðnum betri en nokkurn
hnia hefur þekkzt til áður, þrátt fyrir alla dýrtíð, af sama toga
spunnið og árið áður. Bretavinna í öllum myndum, karlmenn og
unglingspiltar, helzt allir, sem gátu haldið á reku, í vegaviðgerð og
jarðgrefti, skálabyggingum og niðurifi á skáluin 0. fl. Kvenfólkið við
hretaþvott og kráarvinnu. Öll þessi vinna borguð háu verði, en afrekin
L'hki augljós óhernaðarlærðu fólki.
I'áskrúðsfí. Afkoma manna mjög batnandi á árinu.
Bcrufí. Afkoma bænda með bezta móti. Afkoma til sjávarins var
einnig góð, eftir því sem um er að gera hér, þar sein aðeins er rekin
sniábátaútgerð.
Síðu. Árferði eitt hið allra bezta, sem menn muna.
Mýrdals. Almenn afkoma allgóð.
Veslamannaeyja. Afkoma með bezta móti. Tekjur sjóinanna og
utvegsmanna langt ofan við það, sem áður tíðkaðist
Eyrarbakka. Afkoma bændanna allsæmileg. Fiskafli tæplega í
nieðallagi. Útgerðin í Þorlákshöfn dróst saman að miklum mun,
enda mun verið hafa torvelt að fá áhafnir á skipin, því að mönnum
þótti það meiri þegnskapur að leggja hönd á landvarnarplóginn, enda
Var atvinnan hjá Bretum óþrjótandi, langur vinnutími, jafnt helga
haga sem virka, létt vinna, en kaup hátt. Afkoma verkamanna varð
því með þeim ágætum, að aldrei hefur svo vel verið og ekkert
svipað því.
Grimsnes. Veltiár.
Ecflaviknr. Hagir ínanna batnað mjög, síðan sala á fiski til stríðs-
aðila varð greiðari og við mjög góðu verði.