Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 41
39
Pyoderma: Svo er nefndur smáfaraldur í Patreksfjarðarhéraði í
október, 4 sjúklingar taldir: börn 1—5 ára: 2 og 10—15 ára: 1, 15—20
ára: k. 1.
Sepsis: Sepsis fékk roskinn bóndi í Biönduóshéraði. Var orðinn
hálfgert skar og hafði hypertrophia prostatae. Hann fékk kýli á
sitjandann og síðan hvert af öðru, tolldi ekki á spítalanum nema i
fáeina daga, versnaði, þegar heim kom, og dró þetta hann til dauða.
Tetanus: Á mánaðarskrá í Skipaskagahéraði er getið um 1 sjúkling
í september, karl eldri en 60 ára. Dó. Var með skeinu á fingri, sem
hann hirti ekki um, er hann var að vinna í kartöflugarði sínum um
haustið.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
S júklingafjöldi 1932—1941:
1932 1933 1934 1933 1930 1937 1938 1939 1940 1941
Gonorrhoea 372 482 576 665 632 597 648 492 402 324
Syphilis . . . . 50 37 30 35 16 8 6 14 67 83
Ulcus vener. . 1 7 2 2 1 »» »> >» 2 3
Lekandi: Lekandasjúklingum fer enn fæklcandi, og mun mega
þakka það hinum nýju lyfjum, sem lækna sjúkdóminn örugglegar
og fljótara en áður gerðist.
Sárasótt: Sárasóttarsjúklingurn fer enn fjölgandi, og virðist
einkum mega rekja smitunina til enskra hafnarbæja.
Linsæri: Gætir alltaf lílið og telst naumast innlendur sjúkdómur.
Hér fer á eftir:
Skýrsla til landlæknis árið 1941
frá Hannesi Guðmundssyni, húð- og kvnsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoea: Hjá mér hafa verið skrásettir á árinu samtals 187
sjúklingar með þennan sjúkdóm, eða 58 konur og 129 karlar. Eins
og töiurnar bera með sér, fer sjúklingum með þennan sjúkdóm stöð-
ngt fækkandi, þrátt fyrir styrjöldina. En eins og ég benti á í síðustu
skýrslu minni, munu fleiri sjúklingar nú leita heimilislækna sinna,
síðan meðferð sjúkdómsins varð jafn auðveld og nú er orðið. Þess
'egna mun varla hægt að álykta, að sjúkdóinurinn sé í jafn mikilli
rénun og tölur mínar benda til. Af þcim sjúklingum, sem hér eru
taldir, eru 12 útlendingar, sem hér hafa verið búsettir, að minnsta
kosti um stundarsakir. Útlenda sjómenn, scm til mín hafa leitað með
þennan sjúkdóm, meðan skip þeirra hafa yerið hér í höfn, hef ég ekki
skrásett. Sjúklingarnjr hafa skipzt þaunig eftir aldursflokkum: